Davíð Oddsson

Þetta er merkileg hótun hjá Davíð.  Honum er alveg óhætt að fara út í pólitík aftur, en það bíður hans ekkert bakland til þess.  Ég er sennilega einn af þeim sjálfstæðismönnum sem síðast snéri baki við þessum gamla foringja okkar og ekki hitti ég marga talsmenn hans í dag.  Sjálfum var mér ofboðið þegar Davíð hélt ræðu á morgunverðarfundi hjá Viðskiptaráði.  Þar talaði stjórnmálamaður en ekki embættismaður.  Það eina sem gat bjargað honum frá þessari vitleysu var að geta staðið við það sem hann sagði.  Svo reyndist ekki vera og eftir sátu dylgjur mans sem komin er í ógöngur.  Það er nöturlegt að horfa upp á þennan frækna foringja enda á þessum vitlaus ófæra stíg sem hann gengur þessa dagana.

Ég er honum reiður fyrir að setja stjórnarsamstarfið í hættu, en ég trúi því að þeir tveir flokkar séu best til þess fallnir að leiða þjóðina út úr vandræðunum.  Ekki endilega með sömu foringjum, enda þurfa sumir þeirra að bera ábyrgð á ósköpunum og axla hana.

Ég er farinn að sjá það betur og betur hversu vonlaust er að hafa fyrrverandi stjórnmálamann eins og Davíð við stjórnvölin í Seðlabankanum.  Þó við sleppum nú ósköpunum og hvernig Davíð getur ekki hætt í pólitíkinni og þrumar sínar ræður yfir þjóðinni.  Þá er það ómögulegt fyrir trúverðugleika bankans að hafa stjórnmálamann sem talsmann.  Það er allt öðruvísi manngerð sem þarf til þess að skapa og halda trúverðugleika, en það snýst allt um það hjá Seðlabönkum.

Davíð á að sýna þjóðinni að hann skynji sinn vitjunartíma og segi af sér.  Hvort sem hann er blóraböggull eða ekki, en málið snýst ekki um það í dag.  Hans persóna er ekki nógu mikilvæg til að fórna þjóðinni og þeirri mikilvægu verkum sem hún stendur frammi fyirr.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Tek undir þetta að ofan. Ég var flokksbundinn og tók virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokknum (þegar ég var ungur og vitlaus). Síðan komst ég að því hve spillingin var mikil og hrökklaðist úr honum. Þetta er ekki bara Davíð Oddsson þó hann sé holdgervingur þess. En þessi orð hans á forsíðu Morgunblaðsins eru svakaleg!

Sumarliði Einar Daðason, 4.12.2008 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband