4.12.2008 | 07:31
Davíð Oddsson
Þetta er merkileg hótun hjá Davíð. Honum er alveg óhætt að fara út í pólitík aftur, en það bíður hans ekkert bakland til þess. Ég er sennilega einn af þeim sjálfstæðismönnum sem síðast snéri baki við þessum gamla foringja okkar og ekki hitti ég marga talsmenn hans í dag. Sjálfum var mér ofboðið þegar Davíð hélt ræðu á morgunverðarfundi hjá Viðskiptaráði. Þar talaði stjórnmálamaður en ekki embættismaður. Það eina sem gat bjargað honum frá þessari vitleysu var að geta staðið við það sem hann sagði. Svo reyndist ekki vera og eftir sátu dylgjur mans sem komin er í ógöngur. Það er nöturlegt að horfa upp á þennan frækna foringja enda á þessum vitlaus ófæra stíg sem hann gengur þessa dagana.
Ég er honum reiður fyrir að setja stjórnarsamstarfið í hættu, en ég trúi því að þeir tveir flokkar séu best til þess fallnir að leiða þjóðina út úr vandræðunum. Ekki endilega með sömu foringjum, enda þurfa sumir þeirra að bera ábyrgð á ósköpunum og axla hana.
Ég er farinn að sjá það betur og betur hversu vonlaust er að hafa fyrrverandi stjórnmálamann eins og Davíð við stjórnvölin í Seðlabankanum. Þó við sleppum nú ósköpunum og hvernig Davíð getur ekki hætt í pólitíkinni og þrumar sínar ræður yfir þjóðinni. Þá er það ómögulegt fyrir trúverðugleika bankans að hafa stjórnmálamann sem talsmann. Það er allt öðruvísi manngerð sem þarf til þess að skapa og halda trúverðugleika, en það snýst allt um það hjá Seðlabönkum.
Davíð á að sýna þjóðinni að hann skynji sinn vitjunartíma og segi af sér. Hvort sem hann er blóraböggull eða ekki, en málið snýst ekki um það í dag. Hans persóna er ekki nógu mikilvæg til að fórna þjóðinni og þeirri mikilvægu verkum sem hún stendur frammi fyirr.
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir þetta að ofan. Ég var flokksbundinn og tók virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokknum (þegar ég var ungur og vitlaus). Síðan komst ég að því hve spillingin var mikil og hrökklaðist úr honum. Þetta er ekki bara Davíð Oddsson þó hann sé holdgervingur þess. En þessi orð hans á forsíðu Morgunblaðsins eru svakaleg!
Sumarliði Einar Daðason, 4.12.2008 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.