14.11.2008 | 08:37
Fiskveiðiarður
Bloggari átti þess kost að sitja ráðstefnu hér í Kampala þar sem meðal annars Prófessor Ragnar Árnason hélt fyrirlestur um fiskveiðiarð. Í skoðunum sínum um fiskveiðimál hefur bloggari oft nefnt fiskveiðiarð sem megin tilgang fiskveiða og nauðsyn þess að fiskveiðistjórnunarkerfið stuðli að slíkum arði, oft kölluð ,,renta"
Í fyrirlestri sínum benti Ragnar á að tilgangur fiskveiða ætti ekki að vera; til skemmtunar, né til að skapa atvinnu eða vernda fiskistofna eða umhverfið. Fiskveiðar ættu að vera eins hagkvæmar og kostur er og þannig; hámarka nettó ávinning, hámarka félagslega sóknarfæri sem myndu einmitt vernda fiskistofna og umhverfi. Það segir að eðlileg og uppbyggileg nýtingu auðlindarinnar muni stuðla að fiskveiðiarði sem nýtist sem félagslegur ávinningur fyrir samfélagið.
Stjórnun fiskveiða þarf að taka til ,,harmleika almenninga" sem skapast vegna of mikillar sóknar í endurnýjanlega auðlind, eins og fiskveiðiauðlindin er. Án markvissrar stjórnunar muni notendur ganga of nærri auðlindinni, þar til allur arður er horfin og endar að lokum með hruni stofna, veiða og samfélaga.
Helstu birtingamyndir slíkrar sóknar eru; of stór fiskveiðifloti, ofnýttir stofnar, léleg afkoma útgerða og sjómanna, lítil sem engin framlegð til GDP, ógnun við líffræðilega afkomu stofna og ógnun við byggðir og fjárhagsafkomu íbúa fiskveiðisamfélaga.
Hægt er að reikna út sókn í stofna þannig að hún skili hámarks arði (Maximum Sustainable Yield) en á bak við slíkt eru mjög flóknar stærðfræði formúlur og of langt mál að útskýra þær hér.
Á myndinni hér að neðan má sjá línurit sem útskýrir hagkvæmni veiðar miðað við sókn í fiskistofna. Kúrfan sýnir feril tekna af veiðum sem hækkar fljótt með aukinn sókn þar til ákveðnu magni er náð og tekjur fara aftur þverrandi þar þess að fiskistofnar þola ekki sóknina. Bogalínan sýnir kostnaðinn við veiðarnar sem er línuleg upp á við, þ.e.a.s. að aukin sókn kostar að sjálfsögðu meira. MSY stendur fyrir það magn sem hámarkar fiskveiðiarð miðað við veiðar þar sem bilið milli tekna og kostnaðar er breiðast. Þar sem tekju- og kostnaðarlínur skerast (CSY) fara allar tekjur í að greiða kostnað. Eftir það er kostnaður orðin hærri en tekjur sem því miður er gert með ríkisstyrkjum.
Það eru einmitt líkur á að slíkar óarðbærar veiðar séu stundaðar víða um heim og hafa reikniglöggir menn fundið út að tjónið vegna of mikillar sóknar í fiskistofna í heiminum kunni að nema á bilinu 26 til 50 billjón US$, eftir því hvort miðað sé við 95% eða 90% öryggismörk.
Íslenskir sjómenn hafa margir haldið því fram að þorstofninn við Ísland sé vannýttur. En öllu líklegra er að góð veiði bendi til ábyrgrar sóknar og Íslendingar séu að nálagst sinn MSY punkt. Málið er auðvitað að með veiðum nálægt MSY punktinn þá er afli mjög góður miðað við sóknareiningu, sem er einmitt ástæðan fyrir því að langt bil er á milli tekna og kostnaðar við slíkar aðstæður. Þannig er hægt að hámarka fiskveiðiarðinn til góðs fyrir greinina, fiskveiðasamfélögin og þjóðina alla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragnar Árnason er landráðamaður og úrþvætti sem ætti að afhausa eins og hvern annan hryðjuverkamann.
Enginn nú lifandi íslendingur fyrir utan Hannes Hómstein Gyssurason hefur valdið þjóð sinni meiri skaða en Ragnar Árnason.
Níels A. Ársælsson., 14.11.2008 kl. 17:03
Það eina sem ég hef að segja við þig Níels er þetta:
Þú ættir að skammast þín fyrir það sem þú lætur frá þér. Allur þinn máflutningur er órökstuddar dylgjur og bull. Ef þú vilt gera þig gildandi í þessari umræðu þá er það lágmarkskrafa að þú skiljir það sem þú ert að fjalla um. Ein leið til þess er að lesa sig til. Ég vona að þú ráðir við það. En málflutningur þinn lýsir þér betur en þeim sem þú fjallar um. Ég hef bent þér á það áður.
Gott ráð til þín. Haltu þig frá umæðunni á meðan þú ræður ekki við hana.
Gunnar Þórðarson, 17.11.2008 kl. 05:31
Gunnar !
Það er mín sannfæring að ég búi yfir mikilli og víðtækari þekkingu á sjávarútvegs og byggðamálum af mörgum einstaklingum ólöstuðum.
Það er ömurlegt að neyðast til að lesa bullið sem þú lætur frá þér fara og virkar á okkur marga íbúa Vestffarða líkt nöldur þorpsfífla.
Ég ætla ekki að fara í neitt persónulegt skítkast við þig ótilneyddur en ef þú hættir þér lengra út á þá braut þá tek ég á móti þér að fornum sið.
Níels A. Ársælsson., 17.11.2008 kl. 08:38
Sæll Gunnar.
Þú talar um að stjórnlaus fiskveiði sé "ógnun við byggðir og fjárhagsafkomu íbúa fiskveiðisamfélaga".
Mér leikur forvitni á að vita hvort það sé einlæg trú þín að núverandi fiskveiðistjórnun sé ekki einmitt það, þ.e. böðull sjávarþorpana?
Ársæll Níelsson, 17.11.2008 kl. 19:50
Gunnar
Ég vill ítreka spurningu mína hér að ofan og skora á þig að svara henni.
Eða kýstu kannski frekar að hundsa spurninguna þar sem svarið gæti falið í sér vísbendingu um galla kerfisins? Spurningin er hvorki ómálefnaleg né dónaleg. Er hún kannski of rómantísk?
Ársæll Níelsson, 21.11.2008 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.