Ofbeldi og átök

Hvernig í ósköpunum getur ofbeldi og átök hjálpað til í stórhættulegu ástandi sem Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir?  Hverju er þessi ofbeldismenn að mótmæla?  Ástandinu?  Er það að mótmæla kreppunni sem nú herjar á heimsbyggðina, eða bara þeim hluta sem snýr að Íslandi?  Eða er verið að mótmæla afleiðingum kreppunnar?

Það má líkja ástandinu á Íslandi við stríðsátök þar sem barist er fyrir framtíð ríkisins.  Aldrei hefur þjóðin þurft jafn mikið á samstöðu að halda og nú.  Svona mótmæli eru ekki til þess fallin að hjálpa til við þau gríðarlega mikilvægu verkefni sem landsstjórnin stendur frammi fyrir að leysa.  Ég hef áhyggjur af samningum okkar við IMF og afstöðu Breta og Hollendinga til þeirrar líflínu sem við þurfum frá alþjóðasamfélaginu.  Koma krónunni á flot og styrkja hana til að lækka verðbólgu þangað til önnur ráð gefast.  Það er ekkert val um þá hluti í dag og þó við viljum taka upp evru þá þurfum við krónuna í millitíðinni.  Staða Íslendinga stendur og fellur með því að þetta takist og stjórnvöld eru að reyna allt sem í þeirra valdi stendur til að svo megi verða.

Það verður nægur tími til uppgjörs.  Við lifum í lýðræðisríki þar sem borgarar hafa kosningarétt og þeir geta gert það sem þeim hugnast í næstu kosningum.  Þangað til munu hlutirnir skýrast og auðveldara verður fyrir fólk að gera það upp við sig hverjum eða hverju er um að kenna.  Hvort fólk vilji hafa núverandi stjórnmálaflokka við völd eða ekki.  En nú þurfum við að standa saman sem aldrei fyrr.  Nota hvern skjöld og hvert sverð fyrir sameiginlegri baráttu okkar Íslendinga.  Ekki að sundra þjóðinni með ofbeldi og átökum.


mbl.is Mótmæli á Austurvelli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það taka allir flokkar aðrir en sjálfstæðismenn þátt í þessum mótmælum. Þetta eru bara friiðsöm og þverpólitísk samstöðumótmæli gegn ríkisstjórninni, seðlabankanum og þessu ástandi, sem nú er við að stríða.

Sigurður Þórðarson, 8.11.2008 kl. 10:12

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Um hvaða ofbeldismenn ert þú að tala, kunningi? Það kannast að minnstakosti enginn við neitt ofbeldi eða ofbeldismenn í mótmælum síðustu vikna.

Getur máski verið, að hin fordómalausi frelsisunnandi líti þannig á, að þegar fólk kemur saman til að til að mótmæla einhverju sé það ofbeldi?

Þú virðist ekki gera þér grein fyrir, að stór hluti efnahagsvandans á Íslandi er heimatilbúinn og að þeir sem ábyrgðina bera sitja sem fastast að völdum. Hinn utanaðkomandi vandi stafar af fyrst og fremst af groddalegum frjálshyggjukapítalisma sem siglt hefur í strand. 

Þegar svo er komið, að almenningur verður að axla ábyrgðina af gjörðum gjörspilltra stjórnmálamanna og fjárglæfra- og glæpamanna, er ekki við öðru að búast en að fólk rísi upp og tjái hug sinn um ástandið. 

Jóhannes Ragnarsson, 8.11.2008 kl. 10:21

3 Smámynd: corvus corax

Maður gæti haldið að fíflið hann Birgir Ármannsson hefði skrifað þetta blogg þvílíkar rassasleikjur á Geira gungu og Ceaucescu Oddsson sem þetta eru!

corvus corax, 8.11.2008 kl. 11:05

4 identicon

Mér sýnist á skrifum þínum um sjálfan þig, höfundinn, karlinn minn að þú sért ekki einu sinni á Íslandi og þú heldur að þú getir babblað um ástandið hérna heima. Að þú skiljir reiðina og erfiðleikana sem við stöndum frami fyrir og vonleysið sem blasir við okkur. Auðvitað munnum við mótmæla og gera allt sem við getum til að tjónka við ríkisvaldinu sem ber jú ábyrgð á ástandinu í landinu og hefur nú misst allt traust. Skilaboðin eru einfold. Þið komuð okkur í þetta mess. Við viljum ekki að þið reynið einu sinni koma okkur úr því einfaldlega vegna þess að við treystum ykkur ekki til neins nema gera ástandið verra. Bless bless.

Ef þú höfundur minn ert hérna heima þá horfir málið allt öðruvísi við. Við erum í lýðræðisríki þar sem hugmyndin er að lýðurinn ræður. Ekki bara á fjögura ára fresti eins og okkur hefur verið kennt af þessum fíflum sem við viljum ekki núna heldur alltaf. Ef við treystum ekki leiðtogunum skulu þeir víkja áður en þeir verða látnir víkja með valdi. Það er það sem mun á endanum gerast ef reiðin og pirringurinn heldur áfram að vaxa. Það er raunveruleikinn og haltu bara kjafti með eitthvað ssamstöðukjaftæði. Það hefur ekki verið samstaða milli ríkis og þjóðar í mörg ár og er svo sannarlega ekki núna en það er það sem við, þjóðin, viljum svo mikið.

Vona að þú rífir hausinn úr pittinum og komir með á Austurvöll.

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 13:54

5 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ég get að sjálfsögðu skilið reiðina enda margir um sárt að binda eftir alla þessa skelfilegu atburði.  Hinsvegar skil ég ekki ofbeldið og lætin sem fylgja þessum málum.  Ég hugsa að þessar athugasemdir hafi verið skrifaðar áður en árásin var gerð á Alþingishúsið.  Það hlýtur að hafa verið skelfilegt að vera lögreglumaður fyrir frama þennan skríl.

Sú vinna sem núna fer fram til að bjagar Íslensku þjóðinni hefur ekkert með hugmyndafræði að gera.  Hvorki sósíalisma né frjálshyggju.  Nú fer fram vinna til bjargar, undir herstjórn Ásmundar Stefánssonar í náinni samvinnu við forsætisráðherra.  Það veit ég þó ég sé staddur í Afríku.  En ég endurtek að ég hef skömm á skrílslátum og ofbeldi.  Slíkt þjónar engum tilgangi í að leysa málin og koma þjóðinni á fætur aftur.  Það verður nægur tími til pólitísks uppgjörs og engin hætta á að almenningur fái ekki tækifæri til að jafna sakir við stjórnmálaflokka landsins.

Gunnar Þórðarson, 10.11.2008 kl. 05:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband