24.10.2008 | 15:57
Gróusögur
Það eru góðar fréttir að Íslendingar hafa sótt formlega um aðstoð frá IMF. Þetta eru viðsjáverðir tímar og nánast óhugnarlegt að fylgjast með því sem er að gerast í efnahagsmálum heimsins. Málið er að kanarífuglinn er dauður en námumennirnir eru ekki sloppnir út. Það stefnir í stórkostleg vandræði víðar en á Íslandi.
Á meðan bloggari fylgist gaumgæfilega með atburðum heima og heiman, áhyggjufullur en samt enn með vonarneista um að allt fari þetta nú vel, eru sumir að spinna sögur uppúr mjög svo vafasömum staðreyndum. Þessir aðilar nærast á ástandinu og leggja allt út á versta veg og ætla mönnum allt það versta. Að sjálfsögðu eru þeir sem mest eru áberandi og mestu ábyrgðina bera, þeir sem verða fyrir þessu aðkasti.
Davíð Oddsson er mönnum sérstaklega hugleikinn og menn hika ekki við að beygja til staðreyndir til að gera söguna mergjaðri. Hann ber ekki bara ábyrgð á ástandinu á Íslandi, heldur öllum heiminum líka. Kastljósviðtal á að hafa komið Bretum til að setja hryðjuverkalög á Íslendinga, og skiptir litlu þó það hafi fengið staðfest frá Darling sjálfum, að hann hafi ekki haft hugmynd um viðtalið við Davíð þegar hann tók sínar ákvarðanir gegn Íslendingum. Davíð á að hafa komið hruninu af stað með ummælum sínum í umræddum Kastljósþætti. Rædd er um að hann sé eini seðlabankastjóri í heiminum sem ekki hafi hagfræðimenntun. Lítið er talað um að hinir tveir bankastjórarnir eru hagfræðingar en Davíð hefur reynslu sem æðsti yfirmaður efnahagsmála Íslands til tólf ára.
Í þessu sambandi er gaman að geta þess að seðlabankastjóri Bretlands kom hruni af stað um allan heim í gær með óvarlegum yfirlýsingum um væntanlega kreppu þar í landi. Ameríkaninn Greenspan gerði gott betur í gærkvöldi þegar hann sagði að ástandið væri alvarlegra en ímyndunarafl hans hefði náð yfir, og hrinti því út af brúninni sem Bretinn skildi eftir. Davíð sagði ekkert í umræddum þætti annað en það sem þjóðin þurfti á að halda á þeim tíma. Maður með mikla reynslu sem var að stappa stáli í þjóð sína. Það hefði hinsvegar verið heppilegra ef hann hefði ekki verið seðlabankastjóri í þessu viðtali. Og það skal einnig viðurkennt stjórn Seðlabankans í peningamálum þjóðarinnar undanfarið vekur upp miklar efasemdir. En það er nauðsynlegt að skoða þessi mál þegar um hægist og málin verða upplýst, en ekki geta sér til og spinna sögur.
Miklar sögur hafa verið sagðar af fjármálaráðherra og hversu lélegur hann væri í ensku, enda hefði hann með heimskulegu símtali sínu til starfsbróður síns í Bretlandi, komið á milliríkjadeilu. Nú er komið í ljós, svo óyggjandi er, að Darling hrindi í starfsbróðir sinn á Íslandi, sem sat þá á ríkisstjórnarfundi, og allt samtalið ber með sér að breski ráðherrann var mjög óstöðugur í samtalinu og illa upplýstur um þau málefni sem hann vildi ræða um. Sem Íslendingur ber ég höfuðið hátt hvað þetta samtal varðar og ljóst að allar sögurnar voru komnar frá Gróu gömlu á Leiti.
Dómstóll götunnar er venjulega vondur og ráðlegt að bíða réttra upplýsinga áður en niðurstaða er fengin. Fettaþurrðin er óbærileg en hún réttlætir ekki gróusögur.
Bloggari var ánægður með sinn mann í kastljósinu á miðvikudagskvöldið. Geir sýndi mikla yfirvegun og þekking á því sem rætt var um, en Sigmar spyrill var sjálfum sér og Sjónvarpinu til skammar. Það er óþolandi að spyrill missi gjörsamlega stjórn á skapi sýnu í viðtali sem þessu. Okkur sem þyrstir í fréttir að atburðum, kemur ekkert við persónulegt álit eða ergelsi spyrilsins. Hann á að fá upplýsingar frá forsætisráðherra en ekki æpa hann í kaf. Stundum komu þrjár spurningar í einu þar sem Geir var ekki gefið færi á að svara fyrir látum í spyrlinum. Yfir það heila hafa Íslenskir fréttamenn staðið sig ömurlega í þessu gjörningaveðri öllu saman.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.