Hinir ábyrgðarlausu

Þessa dagana ganga fyrir skjöldu menn sem vilja leggja af kvótakefið og notfæra sér ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar til ná þessum markmiðum sínum fram.  Ganga eigi til bols og höfuðs á útgerðarmönnum, enda standi þeir hvort eða er höllum fæti þessa stundina, með erlendar lántökur á sama tíma og hrun hefur orðið á verði afurða á erlendum mörkuðum.  Ríkið skuli leysa til sín kvótann og endurdeila honum pólitískt.  Reyndar endar aðgerðaráætlunin hérna og ekki fæst skýrt hvernig á að standa að slíku.  Hvernig eigi að takmarka veiðar og tryggja hámarksnýtingu fiskistofna með sem minnstum tilkostnaði.  Einmitt það sem framseljanlegur kvóti hefur skapað og hefur skipað Íslendingum í einstak röð í heiminum hvað það varðar.  Norðmenn og Evrópusambandið eru að hugleiða að fylgja fordæmi Íslendinga.  Allar rannsóknir, sem eru margar, sem bloggari hefur kynnt sér bera með sér yfirburði kvótakerfis fram yfir önnur kerfi.  Það væri slæmt ef Íslendingar tækju negluna úr helsta fleygi sínu sem fleytt gæti þjóðinni út úr efnahagslegu hruni og komið fótum undir hana á ný. 

Annað mál sem er í sjálfu sér kvótakerfinu óskylt, er það magn sem tekið verður úr þorskstofninum á næstu árum.  Þungur áróður er fyrir því að auka hressilega við kvótann til að takast á við efnahagshremmingar, það er að segja það magn sem leyft verði að veiða.  Við ákvarðanir á veiði hafa stjórnvöld ákveðið að fylgja ráðgjöf Hafró, sem eru vísindaleg ráðgjöf og ekki önnur betri við að notast.  Um er að ræða svo kallað „Maximum Sustainable Yield" eða hámark endurnýjanlegs afla.  Það er að segja að taka það magn sem gefur hámarks afrakstur til langs tíma litið.

Ef við ætlum að auka veiði til að hjálpa til við erfiðleika dagsins, erum við að ákveða að leggja enn frekari byrðar á unga Íslendinga sem eiga að taka við þjóðfélaginu.  Við erum búin að koma öllu í kalda kol með ábyrgðarlausu framferði okkar og eyðslu um efni fram undanfarin ár.  Glannalegri útrás og lagt erfingja þjóðarinnar í þá klafa að greiða fyrir misgjörðirnar.  En nú viljum við bíta höfuðið af skömminni með því að taka frá þeim einn stærsta möguleikann til að standa undir ósköpunum.  Ofveiða þroskinn þannig að byrðar okkar, þeirra ábyrgu, verði minni um stundar sakir.

Bloggari þykist viss um að góður vinur hans, Sjávarútvegsráðherra, taki slíkt ekki í mál og láti langtíma sjónarmið ráða.  Það hefur verið nóg um ábyrgðarleysi á Íslandi undanfarin misseri og hin mesta smekkleysa að taka undir slíkt óráð sem þessar kröfur eru. 


mbl.is Aukinn þorskkvóti ekki útilokaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Bloggari skrifar:

"Annað mál sem er í sjálfu sér kvótakerfinu óskylt, er það magn sem tekið verður úr þorskstofninum á næstu árum."

Þar með er ljóst að bloggari þekkir ekki til úrlausnarefnisins. 

Sigurður Þórðarson, 23.10.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Hafþór.  Ég trúi á vísindin og hafna gerfivísindum.  Ég er ekki að segja að Hafró sé óskeikult, enda viðfangsefnið mjög flókið.  Það er ekkert betra að byggja á.

Sigurður.  Þú tekur stórt upp í þig.  En kvótakerfi og það magn sem ákveðið er að taka úr þorkstofninum eru tvö óskyld mál.  Ef þú hefur ekki áttað þig á því vil ég benda þér á að kynna þér málin.

Gunnar Þórðarson, 24.10.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband