23.10.2008 | 17:49
Hinir ábyrgðarlausu
Þessa dagana ganga fyrir skjöldu menn sem vilja leggja af kvótakefið og notfæra sér ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar til ná þessum markmiðum sínum fram. Ganga eigi til bols og höfuðs á útgerðarmönnum, enda standi þeir hvort eða er höllum fæti þessa stundina, með erlendar lántökur á sama tíma og hrun hefur orðið á verði afurða á erlendum mörkuðum. Ríkið skuli leysa til sín kvótann og endurdeila honum pólitískt. Reyndar endar aðgerðaráætlunin hérna og ekki fæst skýrt hvernig á að standa að slíku. Hvernig eigi að takmarka veiðar og tryggja hámarksnýtingu fiskistofna með sem minnstum tilkostnaði. Einmitt það sem framseljanlegur kvóti hefur skapað og hefur skipað Íslendingum í einstak röð í heiminum hvað það varðar. Norðmenn og Evrópusambandið eru að hugleiða að fylgja fordæmi Íslendinga. Allar rannsóknir, sem eru margar, sem bloggari hefur kynnt sér bera með sér yfirburði kvótakerfis fram yfir önnur kerfi. Það væri slæmt ef Íslendingar tækju negluna úr helsta fleygi sínu sem fleytt gæti þjóðinni út úr efnahagslegu hruni og komið fótum undir hana á ný.
Annað mál sem er í sjálfu sér kvótakerfinu óskylt, er það magn sem tekið verður úr þorskstofninum á næstu árum. Þungur áróður er fyrir því að auka hressilega við kvótann til að takast á við efnahagshremmingar, það er að segja það magn sem leyft verði að veiða. Við ákvarðanir á veiði hafa stjórnvöld ákveðið að fylgja ráðgjöf Hafró, sem eru vísindaleg ráðgjöf og ekki önnur betri við að notast. Um er að ræða svo kallað Maximum Sustainable Yield" eða hámark endurnýjanlegs afla. Það er að segja að taka það magn sem gefur hámarks afrakstur til langs tíma litið.
Ef við ætlum að auka veiði til að hjálpa til við erfiðleika dagsins, erum við að ákveða að leggja enn frekari byrðar á unga Íslendinga sem eiga að taka við þjóðfélaginu. Við erum búin að koma öllu í kalda kol með ábyrgðarlausu framferði okkar og eyðslu um efni fram undanfarin ár. Glannalegri útrás og lagt erfingja þjóðarinnar í þá klafa að greiða fyrir misgjörðirnar. En nú viljum við bíta höfuðið af skömminni með því að taka frá þeim einn stærsta möguleikann til að standa undir ósköpunum. Ofveiða þroskinn þannig að byrðar okkar, þeirra ábyrgu, verði minni um stundar sakir.
Bloggari þykist viss um að góður vinur hans, Sjávarútvegsráðherra, taki slíkt ekki í mál og láti langtíma sjónarmið ráða. Það hefur verið nóg um ábyrgðarleysi á Íslandi undanfarin misseri og hin mesta smekkleysa að taka undir slíkt óráð sem þessar kröfur eru.
Aukinn þorskkvóti ekki útilokaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bloggari skrifar:
"Annað mál sem er í sjálfu sér kvótakerfinu óskylt, er það magn sem tekið verður úr þorskstofninum á næstu árum."
Þar með er ljóst að bloggari þekkir ekki til úrlausnarefnisins.
Sigurður Þórðarson, 23.10.2008 kl. 18:24
Hafþór. Ég trúi á vísindin og hafna gerfivísindum. Ég er ekki að segja að Hafró sé óskeikult, enda viðfangsefnið mjög flókið. Það er ekkert betra að byggja á.
Sigurður. Þú tekur stórt upp í þig. En kvótakerfi og það magn sem ákveðið er að taka úr þorkstofninum eru tvö óskyld mál. Ef þú hefur ekki áttað þig á því vil ég benda þér á að kynna þér málin.
Gunnar Þórðarson, 24.10.2008 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.