Fréttaþurð af norðurslóðum

Fréttir af 600 milljarða láni frá Bretum til að ganga frá Icesave reikningum er reiðarslag.  Er það svo að Íslensk stjórnvöld ætli að skuldsetja þjóðin fyrir þessu og er ekkert annað í stöðunni?

Fréttaþurrðin af gangi mála er algerlega óþolandi.  Það er helst ef Íslenskur ráðamaður hringir í kollega sinn erlendis að fréttir komi þannig til landsins, í gegnum erlenda fjölmiðla.  Það þarf allavega góðar skýringar á þessum málum þegar bankakreppan verður gerð upp og þegar mesta fárið er gengið yfir.

Stjórnmálamenn bera þunga ábyrgð á því hvernig komið er.  Hvar var eftirlitskylda stjórnvalda og hvernig gat það gerst að djarfir útrásarvíkingar gátu skuldsett þjóðina um þúsundir miljarða króna?  Það hefur verið á það bent að almenningur beri sína ábyrgð með óhóflegri eyðslu undanfarin ár.  Hátt gengi hefur haft þar mikil áhrif og lágir vextir erlendis.  En hátt gengi er afleiðing peningamálastefnu stjórnvalda og því liggur mikil ábyrgð þar.  Endalaus innflutningur og hallað hefur verið á þá sem hafa staðið í útflutningi.  Viðskipta-ójöfnuður við útlönd hefur náð nýju hæðum undanfarin ár.

En það er annað sem miklu máli skiptir í þessu öllu saman.  Mesta eyðsluklóin, jafnvel með útrásarvíkingunum meðtöldum, eru stjórnvöld.  Ríkið hefur þanið sig út undanfarin ár og ausið fjármunum á báða bóga.  Þetta hefur verið falið með miklum tekjum ríkisins, sem hafa aukist gríðarlega vegna þenslunnar í þjóðfélaginu og miklum tekjum af bankastarfsemi.  Bankarnir hafa þanið út hagkerfið og ef það hefði ekki verið hefði ríkið ekki getað haldið þessa miklu veislu sem raunin er.  Taumlaus veisla hefur verið  hjá stjórnmálamönnum undanfari ár og gott dæmi um það er útþensla utanríkisþjónustunnar.  Var ekki sagt að það væri nauðsynlegt að hluta til vegna útrásarinnar?

Allt þetta verða stjórnmálamenn að gera upp á næstu misserum:

  • Ástæðru fyrir hruninu
  • Skortur á eftirliti hins opinbera með útrásinni
  • Upplýsingar um það sem var yfirvofandi var hundsað af stjórnmálamönnum og embættismönnum
  • Peningamálastefna Seðlabankans
  • Efnahagsstefna stjórnvalda
  • Viðbrögðin við hruninu
  • Fréttaþurrð ráðamanna til þjóðarinnar

Bloggari vonar að góðar og gildar skýringar fáist á þessum málum á næstu misserum.  Ef ekki má reikna með breyttu landslagi í Íslenskum stjórnmálum á næstu árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband