16.10.2008 | 18:03
Víkingar og sauðkindin
Nú eiga Íslendingar allt sitt undir að efnahagur heimsins rétti úr kútnum. Því miður er það ekki að gerast og hlutbréf falla í verði um allan heim. Það er þó örlítil týra samfara lækkun á liborvöxum á millibankamarkaði, en það er þar um táknræna breytingu að ræða en ekki marktæka. Þessir vextir segja okkur hvort bankar eru farnir að treysta hvor öðrum og lána fé sín á milli. Þessi vextir eru ennþá svimandi háir, í 6.18% í lok dagsins í dag.
Þá komum við að þeim háu vöxtum sem Íslensku bankarnir buðu víða um Evrópu á netbönkum og náðu með því undraverðum árangri í að ná í viðskipavini, illu heilli. Boðið var upp á 6 til 6.5 % vexti, sem var umtalsvert hærra en keppnautarnir gátu boðið. Hvernig má það vera að þeir töldu sig geta boðið slíka vexti? Það skyldi þó ekki vera að lántakendur þessara banka hafi verið í mikilli áhættu í viðskiptum sínum og því ekki getað róið á mið þeirra sem sýndu meiri varkárni í viðskiptum. Mikil áhætta þíðir hærri vextir og hærri ávöxtunarkrafa. Og þar voru Íslensku bankarnir og útrásarvíkingarnir.
Óvissan er gríðarleg þessa stundina og ekki sér fyrir endann á því hvaða ábyrgð skattgreiðendur landsins bera gagnvart erlendum kröfuhöfum bankana. Samningum Íslendinga í dag hefur verið líkt við Versala samninga Þjóðverja og uppgjöf þeirra eftir fyrri heimstyrjöldina. Þá vöruðu menn við því að með þeim samningum væri verið að kalla yfir sig aðra heimstyrjöld. Einn merkasti hagfræðingur síðustu aldar, John Maynard Keynes, var fulltrúi Breta við samningagerðina. Hann varaði eindregið við þeim afaskilmálum sem settir voru og taldi það ávísun á nýja styrjöld í Evrópu. En hvernig tengist það Íslandi og stöðu þess í dag?
Jú ef Ísland sætir afarkostum og settar verða klafar á íbúana sem þeir geta vart staðið undir, mun það buga þjóðina. Skattar munu verða óbærilegir og framfarir lítilfjörlegar. Það mun verða til þess að hæfustu einstaklingarnir mun einfaldlega flýja land og leita sér framtíðar annars staðar. Það má ekki gleyma því að við erum hluti EES með frjálsu flæði vinnuafls, sem dró duglegt verkafólk til Íslands á uppgangstímum, sem á sama hátt getur dregið efnilegasta fólkið í burtu á krepputímum. Það myndi umbreyta Íslandi í Nýfundnaland.
Íslendingar þurfa að standa saman í þeim þrengingum sem þeir horfa uppá. Við þurfum allan þann kraft sem í okkur býr til að endurreisa efnahag landsins og orðstír landsins á meðal þjóðanna. Við munu líka þurfa á þeim dugnaði og útsjónasemi útrásarvíkinganna sem komu okkur í þá stöðu sem við erum komin í. Hér er ekki verið að tala um að leysa menn undan ábyrgð þar sem lög eða reglur hafa verið brotnar, en láta Kjurrt liggja þar sem menn hafa farið fram af of miklu kappi og lítilli forsjá. Íslendingar þurfa á þessu fólki að halda og nauðsynlegt að gera þjóðarsátt um að fá þá í bátinn með okkur til að leggjast á áraarnar í þeim snarpa róðri sem framundan er. Það væri glapræði að henda þekkingu og reynslu þessa fólks fyrir róða af hefnigirninni einni saman. Góður stýrimaður en nauðsyn sem kann að sigla milli skers og báru, en slíkt er ganglaust ef árarnar eru ekki vel mannaðar.
Þjóðin á ekki að persónugera vandamálin sem að henni steðja, enda tók hún meira og minna öll þátt í ævintýrinu. Ég þekki bara tvo menn sem vöruðu við þessu og voru taldir úrtölumenn í staðinn. Ívar Pálsson og Ragnar Önundarson. Sjálfsagt eru þeir fleiri þó ég kunni ekki að nefna þá/þær hér og nú.
Að lokum vill bloggari leggjast í duftið og biðjast auðmjúkur afsökunar á afstöðu sinni gagnvart sauðfjárbændum landsins. Ef allt fer á versta veg verður sauðkindin okkur lífsspursmál. Ekki gengur að rækta svín eða kjúklinga á fóðurs frá útlöndum. Sauðkindin nagar bara grasið til fjalla, en nóg er af því á Vestfjörðum. Ef til vill verður það matarforðabúr Íslendinga ef illa sverfur að á komandi árum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 285613
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og ekki bara sauðkindin sem fær upprein æru heldur kemr kálfskinnið aftur í tísku ef fer sem horfir. Lifum aftur af skuldlausum dugnaði og þráum að endurheimta glatað frelsi heillar þjóðar.
Hörður Ingólfsson, 22.10.2008 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.