Alþjóða gjaldeyrisjóðurinn (IMF)

Nú liggur fyrir að staða Íslands ræðst af samningum við Breta og Hollendinga um Icesave reikningana, sem nú standa yfir.  Alþjóðabankinn hefur sett það sem skilyrði fyrir aðstoð að fundin verði lausn á þessum deilum.  Bretar og Hollendingar eru mættir til Reykjavíkur til viðræðna við Íslensk yfirvöld.

Í einfeldni sinni hélt bloggari að lán til þrautavara gegndi því hlutverki að koma í veg fyrir áhlaup á banka, lána honum fyrir úttektum og koma í veg fyrir vantraust viðskiptavina, þannig að þeir hættu við úttekt.  Ekki var gripið til þessa í kreppunni miklu 1931, sem kostaði að margir bankar fóru í gjaldþrot og peningamarkaðir þurrkuðust upp.  Eftir þessi mistök var það gert að einu hlutverki Sparisjóða að tryggja peningamagn í umferð.

Venjulegur innláns-banki lánar það sem lagt er inn níu sinnum út.  Það þíðir að enginn slíkur banki getur greitt allar inneignir á skömmum tíma.  Það má segja að meðan innlánin eru skammtíma fjármögnun, eru útlánin langtíma fjármögnun. 

Reiknað er með að banki sem fær lán til þrautavara standi eignalega vel, enda sé um skammtíma vanda að ræða.  Jafnframt þessu hafa yfirvöld tryggt innstæður á almennum reikningum, upp að tiltekinni uppæð á hverja kennitölu í hverjum banka.  Þetta er sömuleiðis gert til að koma í veg fyrir áhlaup á banka.  En þetta gildir ekki um upplýsta fjárfesta, eins og lífeyrisjóði, sveitafélög eða fyrirtæki.  Gert er ráð fyrir að þessir aðilar þekki þá áhættu sem þeir taka og ekki þurfi að tryggingu ríkisvaldsins á inneignum þeirra.

Þetta er nákvæmlega það sem er í gangi í Bretlandi og Hollandi þessa dagana.  Íslensk stjórnvöld hafa ekki neitað ábyrgð sinni á inneignum í Icesave, sem var Íslenskur banki.  Ef rétt er munað er upphæðin um þrjár milljónir á hvern reikning.  Viðkomandi ríki hafa síðan lofað að greiða það sem upp á vantar.  En upplýstir viðskiptavinir eru ekki með í þessum pakka og það stóð aldrei til.   Það er algjörlega óviðunandi að samið sé um slíkt eftir á og reiknað með ábyrgðum Íslendinga á þessum inneignum.  Viðbrögð Breskra stjórnvalda á þann veg að þau virðast snúast um póltík en ekki hagfræði.  Stjórnvöld séu að reyna að skora stig til að ná endurkjöri í næstu kosningum en þá er þetta farið að snúast um allt annað en upphafalega var lagt upp með.

 Vonandi næst viðunandi niðurstaða í þessum viðræðum við Breta og Hollendinga þannig að Íslendingar geti náð vopnum sínum.  Seinna mun uppgjör verða þar sem spurt verður áleitinna spurninga.  Hvernig gat það gerst að Íslenskir skattgreiðendur tóku á sig ábyrgðir í útlöndum fyrir einkafyrirtæki?  Það má ekki gleyma því að Landsbankinn og Kaupþing voru að lofa viðskiptavinum sínum verulega betri vexti en nokkur annar banki.  Hvernig var það hægt?  Er það ekki augljóst að þeir voru að taka meiri áhættu en samkeppnisaðilar þeirra til að ná í sparfé og sjóði í þessum löndum?  Mátti ekki sjá það fyrir?  Voru Íslensk stjórnvöld höfð með í ráðum?

En nú ríður á að leysa hnútinn og svör við þessum spurningum verður leitað seinna.

p.s. það skildi þó ekki vera að hvalveiðar Íslendinga væru að koma svolítið í bakið á þeim?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 285689

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband