11.10.2008 | 08:55
Alþjóða gjaldeyrisjóðurinn (IMF)
Nú liggur fyrir að staða Íslands ræðst af samningum við Breta og Hollendinga um Icesave reikningana, sem nú standa yfir. Alþjóðabankinn hefur sett það sem skilyrði fyrir aðstoð að fundin verði lausn á þessum deilum. Bretar og Hollendingar eru mættir til Reykjavíkur til viðræðna við Íslensk yfirvöld.
Í einfeldni sinni hélt bloggari að lán til þrautavara gegndi því hlutverki að koma í veg fyrir áhlaup á banka, lána honum fyrir úttektum og koma í veg fyrir vantraust viðskiptavina, þannig að þeir hættu við úttekt. Ekki var gripið til þessa í kreppunni miklu 1931, sem kostaði að margir bankar fóru í gjaldþrot og peningamarkaðir þurrkuðust upp. Eftir þessi mistök var það gert að einu hlutverki Sparisjóða að tryggja peningamagn í umferð.
Venjulegur innláns-banki lánar það sem lagt er inn níu sinnum út. Það þíðir að enginn slíkur banki getur greitt allar inneignir á skömmum tíma. Það má segja að meðan innlánin eru skammtíma fjármögnun, eru útlánin langtíma fjármögnun.
Reiknað er með að banki sem fær lán til þrautavara standi eignalega vel, enda sé um skammtíma vanda að ræða. Jafnframt þessu hafa yfirvöld tryggt innstæður á almennum reikningum, upp að tiltekinni uppæð á hverja kennitölu í hverjum banka. Þetta er sömuleiðis gert til að koma í veg fyrir áhlaup á banka. En þetta gildir ekki um upplýsta fjárfesta, eins og lífeyrisjóði, sveitafélög eða fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að þessir aðilar þekki þá áhættu sem þeir taka og ekki þurfi að tryggingu ríkisvaldsins á inneignum þeirra.
Þetta er nákvæmlega það sem er í gangi í Bretlandi og Hollandi þessa dagana. Íslensk stjórnvöld hafa ekki neitað ábyrgð sinni á inneignum í Icesave, sem var Íslenskur banki. Ef rétt er munað er upphæðin um þrjár milljónir á hvern reikning. Viðkomandi ríki hafa síðan lofað að greiða það sem upp á vantar. En upplýstir viðskiptavinir eru ekki með í þessum pakka og það stóð aldrei til. Það er algjörlega óviðunandi að samið sé um slíkt eftir á og reiknað með ábyrgðum Íslendinga á þessum inneignum. Viðbrögð Breskra stjórnvalda á þann veg að þau virðast snúast um póltík en ekki hagfræði. Stjórnvöld séu að reyna að skora stig til að ná endurkjöri í næstu kosningum en þá er þetta farið að snúast um allt annað en upphafalega var lagt upp með.
Vonandi næst viðunandi niðurstaða í þessum viðræðum við Breta og Hollendinga þannig að Íslendingar geti náð vopnum sínum. Seinna mun uppgjör verða þar sem spurt verður áleitinna spurninga. Hvernig gat það gerst að Íslenskir skattgreiðendur tóku á sig ábyrgðir í útlöndum fyrir einkafyrirtæki? Það má ekki gleyma því að Landsbankinn og Kaupþing voru að lofa viðskiptavinum sínum verulega betri vexti en nokkur annar banki. Hvernig var það hægt? Er það ekki augljóst að þeir voru að taka meiri áhættu en samkeppnisaðilar þeirra til að ná í sparfé og sjóði í þessum löndum? Mátti ekki sjá það fyrir? Voru Íslensk stjórnvöld höfð með í ráðum?
En nú ríður á að leysa hnútinn og svör við þessum spurningum verður leitað seinna.
p.s. það skildi þó ekki vera að hvalveiðar Íslendinga væru að koma svolítið í bakið á þeim?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.12.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 285689
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.