10.10.2008 | 05:36
Armageddon
Bloggari þorir varla orðið að opna fyrir erlendu sjónvarps-frétta rásirnar. BBC, CNN og Sky News eru með Ísland á heilanum. Það mætti halda að um stórþjóð væri að ræða sem skipti verulegu máli í efnagaslífi heimsins. En málið er að ,,útrásarvíkingarnir" voru orðnir svo stórtækir að gjaldþrot þeirra hefur töluverð áhrif í nágrannalöndum okkar, þó stærð hagkerfa þeirra séu tröllaukin miðað við það Íslenska.
Það var viðtal við leigubílstjóra á BBC í gær sem sagðist hafa lagt fjörutíu ára sparnað sinn inn á Icesave reikning í Bretlandi. Hann var reiður út í ,Íslendingana" og hvernig þeir höfðu farið með hann fjárhagslega. Viðtal var við sveitarstjórnarmenn, meðal annars borgarstjóra Lundúna, sem tapa verulegum upphæðum á Icesave. Borgarstjórinn sagði að hætta yrði við lagningu neðanjarðar-lestar-kerfis vegna Íslendinganna. Málið er að reikningar sem sveitarfélög leggja fé inn á njóta ekki ríkisverndar. Slíkir viðskiptavinir eru kallaðir ,,upplýstir" fjárfestar og talin regin munur á þeim eða hinum almenna borgara.
En málið er þetta. Hverjir eru Íslendingarnir? Bloggari átt ekkert í Íslensku bönkunum og hafði ekki einu sinni viðskipti við þá með því að eiga fé á innlánsreikninum. Bankarnir voru reknir að einkaaðilum og komu Íslenska ríkinu ekki að öðru leiti við en að þeir féllu undir bankaeftirlitið. Leigubílstjórinn og sveitarfélögin bera því meiri ábyrgð en bloggar, þó hann sé Íslenskur en þeir ekki. Þetta hefur ekkert með þjóðerni að gera og frekar vafasamt að Íslenskur ríkisborgari eigi að bera ábyrgð á þessum fjárfestingum fram yfir þá sem taka ,,upplýsta" ákvörðun um að gera slíkt. Eiga þannig þátt í öllum vitleysisganginum sem átt hefur sér stað.
Viðbrögð Gordon Brown´s og Alexsender Darling fjármálaráðherra eru vægast sagt einkennileg. Mennirnir hafa algerlega hlaupi út undan sér í þessum málum. Að láta viðtal í gegnum GSM síma duga til að byrja milliríkjadeilu, við útlending sem talar ekki ensku sem fyrsta tungumál, er furðulegt. Það er augljóst að báðir þessir menn eru farnir á taugum og láta tilfinningarnar bera sig af leið. Íslendingar eru svo sem öllu vön frá Bretum, sem dæmi settu þeir á okkur hafnbann 1952 og þá voru það Rússar sem komu okkur til bjargar og keypt allan fisk af Íslendingum.
Bloggar vill trúa því á þessu augnabliki að Íslendingar séu ef til vill að fara bestu leiðina. Ekki að bjarga bönkunum og þar með þeim sem hafa lánað þeim peninga, heldur láta þá rúlla og byggja nýa á rústunum. Bandaríkjamenn og Bretar ætla að fara þá leið að ríkisvæða banka, bjarga þar með lánveitendum þeirra en taka allt af hluthöfunum. Í því má ekki gleyma að stór hópur hluthafa er einmitt ekki ,,upplýstur" og naut þannig ekki sérfræðiráðgjafar við fjárfestingar sínar. Þeir voru flestir með ráðgjafa sem unnu í þessum bönkum og hér verður fullyrt að þeir gættu ekki hagsmuna þessa fólks, heldur bankana sem þeir unnu hjá.
Varðandi Bandaríkjamenn og Breta er ekki nokkur leið að átta sig á því hvert þeirra stefna leiðir þá. Hverjar verða ábyrgðir ríkisjóða þegar upp verður staðið. Bandaríkjamenn skulda yfir 10 trilljón dollara og vandséð hvernig þeir ætla að greiða það niður í framtíðinni. Bretar vita ekkert hvað tekur við með ,,björgun" stærstu banka og hversu miklu verður velt yfir á skattgreiðendur með slíkum aðgerðum. Íslenska leiðin er sennilega ill-skárst. Það er nákvæmlega ekkert sem segir að Íslensk þjóð eigi að greiða lán sem bankarnir tóku út um allan heim til að fjármagna ,,útrás víkingana". Að sjálfsögðu nutu þessir bankamenn þess að ríkisjóður Íslands stóð vel, nánast skuldlaus, en það var aldrei hægt að ganga út frá því sem vísu að ríkisábyrgð væru á þessum lánum. Engin reiknaði reyndar með Armageddon, nema Ívar Pálsson, en það er því miður skollið á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.12.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 285689
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.