6.10.2008 | 18:53
Á brattann að sækja
Síðustu sólarhringar hafa verið með ólíkindum og allt virðist hafa farið á versta veg. Í fyrstu var ég óánægður með ávarp forsetsráðherra, þangað til ég áttaði mig á að ekkert annað var að segja. Leggja áherslu á helstu gildi og snúa bökum saman til að takast á við erfiðleika framtíðar. Vilhjálmur Egilsson trúir að botninum sé náð og spurningin hvort brekkan sé brött framundan. Vonandi verður hún brött þannig að hún taki okkur hratt upp úr dalverpinu. Ég hef tekið eftir því við ánægjulegar ferðir mínar um hálendi Íslands og Hornstrandir, hversu gott er að ganga bratta brekku, því hún skilar manni hratt upp.
Ég er enn ekki í þeim gírnum að byrja sakbendingar og leita að blórabögglum og sökunautum. Það verður ekki fram hjá því horft að það sem harðast er deilt á þessa dagana er það sem allar þjóðir eru að reyna að endurvekja. Kjark og þor fjárfesta til að koma efnahagslífinu af stað aftur.
Ég las grein eftir Mario Soares, fyrrverandi forseta og forseturráðherra Portúgals í blöðunum í dag. Hann lítur á ástandið sem endalok kapítalismans og upphaf sósíalismans í heiminum. Ég er honum algerlega ósammála og kvika hvergi frá trú minni á frjálshyggju til að tryggja almenna velferð í þjóðfélögum heimsins, með frelsi, jafnrétti og lýðræði að leiðarljósi. Það er erfitt að fínstilla þá krafta sem fólgnir eru í einstaklingsframtakinu og láta þá blómstra á sama tíma og þeir fari ekki fram úr sér. Oftar en ekki hefur það kallað á markaðsleiðréttingu, og það er einmitt að gerast núna með verri afleiðingum en gerst hefur undanfarna áratugi.
Það sem hefur gerst var ótrúleg uppspretta fjármagns frá t.d. Kína og olíuríkjunum. Kína vildi halda gengi gjaldmiðils síns lágu til að auðvelda útflutning til vesturlanda, og í staðin fyrir að flytja fjármagn heim með tilheyrandi hækkun á gjaldmiðlinum, voru þessir fjármunir ávaxtaðir með kaupum á Bandarískum ríkisskuldabréfum og með því að lána þá til banka í þessum löndum. Þeir sem ákafastir voru að nýta sér þetta voru Engilsaxar og Íslendingar. Miðað við fréttaflutning af erlendum fréttamiðlum síðustu dagana er mikilvægi Bandaríkjanna númer eitt, Bretlands númer tvö og síðan Íslands. Önnur smærri ríki eins og önnur norðurlönd, Þýskaland, Frakkland koma síða á eftir í röðinni.
Reynar er það skelfilegt hve Ísland virðist hafa mikið vægi í alþjóðlegum fréttum. Sennilega er það vegna þess að staða okkar er miklu verri en nokkurra annarra. Efnahagsreikningur Íslensku bankanna er fimmtán til tuttugu sinnum stærri en landsframleiðslan. Það er ekki nokkur möguleiki að ríkið hafi bolmagn til að standa við bakið á þeim.
Heimurinn verður ekki samur eftir þetta en í þessu felast möguleikar. Það er engin vafi á því að tiltektin sem fylgir kreppu sem þessari mun hafa góð áhrif til lengri tíma litið. Þannig vinnur kapítalisminn. Refsar þeim sem ganga of langt og taka of mikla áhættur. Hendir út óhæfum stjórnendum og nýir koma í staðinn. Ný tækifæri og ný tækni sem leiðir nýtt hagkerfi til góðs fyrir þjóðfélög sem hafa innviði og mannauð til að nýta þau.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 285616
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt, Gunnar. Þótt einhverjir hafi farið illa með frelsið þá þýðir það ekki að við kjósum rimlana fyrir okkur öll. Nú sveiflast pendúllinn eflaust of langt í ríkis- þetta og hafta- hitt næstu árin. Vonandi ekki.
Ívar Pálsson, 7.10.2008 kl. 07:08
Þetta snýst um það hvort stjórnmálamönnum sé endilega treystandi til að standa í rekstri banka eða annarra fyrirtækja. Ég held að markaðsbrestur sé, þegar upp er staðið, ill nauðsyn til að leiðrétta markaðsbresti. Hversu sáraukafullt sem það kann að vera.
Gunnar Þórðarson, 7.10.2008 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.