5.10.2008 | 15:24
Víkingar í kröppum sjó
Það er ekkert lát á efnahagsfárviðrinu á Íslandi, þar sem vindhraði hefur farið í gömlu tólf vindstigin á meðan aðrar vestrænar þjóðir mæla þetta í stormi, eða níu vindstigum.
Það hefur komið bloggara á óvart hversu lítið ráðamenn upplýsa fjölmiðla um gang mála, en það litla sem fréttist, er í gegnum erlenda fjölmiðla. Meira að segja mbl.is er með aðra hvora frétt um gang mála í Íslensku efnahagslífi úr erlendum fjölmiðlum. Bloggari ber mikið traust til ráðamanna þjóðarinnar en þetta er nú aðeins of langt gengið. Ráðherrar bókstaflega hlaupa undan fjölmiðlum til að þurfa ekki að tala við þá. Á meðan reka Bandaríkjamenn þessi mál uppi á borðinu og allir vita hvað gengur á og um hvað málið snýst. En stöðugur fréttaflutningur er af Íslandi í erlendum fjölmiðlum þessa dagana, og við notuð sem dæmi um þá sem verst hafa hagað sér hvað eyðslu og ábyrgðarleysi varðar.
Ef til vill er ástanið svona graf alvarlegt heima á Íslandi og þess vegna sé þessi munur á fréttaflutningi. Upphæðirnar sem rætt er um eru svimandi háar, 1.500 til 2.000 milljarðar króna, eða nánast tvöfalda verga landsframleiðslu þurfi til sem innspýtingu á gjaldeyri inn í hagkerfið.
Bloggari tilheirir hófsömum hópi Íslendinga sem ekki hefur tekið þátt í þessari miklu veislu sem haldin hefur verið undanfarin ár. Ekur um á átta ára gömlum bíl og látið dýrar lúxusferðir eiga sig. Bloggar líður eins og hann hafi fengið reikning fyrir veislu sem hann tók ekki þátt í.
Ég heyrði í syni mínum frá Bretlandi í dag þar sem fólk er þegar farið að herða sultarólina. Þegar mælist að fólk hefur dregið úr ferðalögum og er hætt að fara út að borða á veitingastöðum. Hinsvegar er mikil aukning á bíóferðum og pítsusölu. Fólk fer í bíó til að gleyma baslinu, enda ódýr leið til að komast úr erfiðum raunheimum í smá tíma. En hvað með landann? Jú í viðtali við erlendan fréttamann sagði Siggi Hall, sem opnaði nýjan veitingastað fyrir um mánuði síðan, að hann ætti von á aukningu í viðskiptum. Íslendingar hefðu ekki lengur efni á að fljúga í kvöldmat til London eða Kaupmannahafnar, og yrðu að láta sér nægja að borða í Reykjavík. Svona getur landinn látið á móti sér og aðlagað sig kreppuástandinu.
Það verður spennandi að fylgjast með hvaða lausnir landsfeðurnir koma með fyrir morgundaginn. Vonandi verður það góð lausn fyrir landsmenn og þeir nái vopnum sínum í þessari baráttu við fárviðrið. Og vonandi læra Íslendingar af þessu öllu saman og hegðar sér skynsamlegar í framtíðinni. Í umræðu erlendra fjölmiðla þessa dagana eru Íslendingar notaðir sem dæmi um þá sem verst hafa hagað sér undanfarin ár, í kæruleysi og glannaskap í fjármálum. Það er óskemmtileg upplifun.
Að lokum vill bloggari gerast spámaður um framvinduna. Það er ljóst að seðlabankastjóri hefur ekki skilið á milli stöðu sinnar og pólítíkur. Hann verður látin fjúka enda hefur bankinn tapa trúverðuleika sínum undanfarið vegna þessa.
Ríkið mun draga úr fyrirhuguðum útgjöldum sínum og fjárlagafrumvarpinu verður breytt. Þó ekki verði nema til að halda sig innan Masstricht skilmála um inngöngu í myntbandalag ES, 3%.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:48 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 285616
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fólk fór mikið á kvikmyndasýningar eftir seinni heimsstyrjöldina. Fátækasta fólkið keypti mest allra af sælgæti fyrir krakka sína þegar systir mín var með sjoppu. Ætli brennivínssala aukist ekki líka?
Ívar Pálsson, 5.10.2008 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.