Markaðsbrestur

 

imagesNú er Öldungadeild BNA búin að samþykkja björgunar pakkann (rescue package) og komið að annarri umferð í fulltrúardeildinni.  Nú er það komið í ljós að þeir sem greiddu atkvæði á móti pakkanum á mánudaginn voru Lýðveldissinnar undir áhrifum úr kjördæmum sínum, en margir standa knappir í baráttu um endurkjör sem fram fer samhliða forsetakosningum. 

Spurningin er líka sú hvort pakkinn hefði farið í gegn ef hann hefði í upphafi verið skýrður ,,björgunarpakki fyrir þjóðina" (Rescue Package) en ekki  ,,Björgunarpakki fyrir Wall Street" (Bail out Package).  Það er ljóst að sá munur sem liggur í þessum hugtökum skiptir miklu máli fyrir umræðuna þessa dagana í BNA.  Almenningur er ævareiður og búinn að finna sinn blóraböggulinn, feitu kettina á Wall Street (The Fat Cats on Wall Street).  Ekki eigi að bjarga Wall Street heldur Main Street, þar sem átt er við almenning í Bandaríkjunum.  Auðvitað er það mikil einföldun á málinu og þegar upp er staðið liggur ábyrgðin hjá þeim sem tóku fasteignalán, vitandi þess að þeir réðu ekki við afborganir.

En átökin framundan munu nú verða milli þeirra sem vilja ríkisafskipti og þeirra sem enn trúa á frjálst hagkerfi.  Bloggari ætlar að halda í sína trú að frelsi í viðskiptum sé best til að tryggja hag almennings í framtíðinni eins og hingað til.  Slíkir markaðabrestir eins og nú eru uppi eru ef til vill óumflýjanlegir og kannski nauðsynlegir, eins og Austuríski hagfræðingurinn Scumpheter hélt fram.  Það er ekki kominn tími til að jarðsyngja kapítalismann þrátt fyrir það sem undan er gengið.

Hvers vegna ættum við að treysta stjórnmálamönnum betur en viðskiptajöfrum?  Það sýndi sig í atkvæðagreiðslunni í fulltrúadeild Bandaríkjaþings að þar hugsuðu margir þeirra fyrst og fremst um sjálfan sig og síðan þjóðina númer tvö.  Persónuleg staða þeirra var mikilvægari en Bandarískt efnahagslíf.  Auðvitað eru sumir þeirra sem greiddu atkvæði sitt gegn frumvarpinu gert það vegna eigin gilda og af prinsipp ástæðum, en flestir voru að hugsa um andstöðu kjósenda í sínu kjördæmi.  Þó sú andstæða byggðist á misskilning og þekkingarleysi á hagfræði.

Það má heldur ekki gleyma því að hluthafar eru að tapa gríðarlegum fjármunum.  Hluthafar Glitnis töpuðu 130 til 150 milljörðum króna eftir síðustu helgi.  Hluthafar Lemans Brothers töpuðu öllu hlutafénu og það á við fleiri banka sem hafa verið teknir yfir að ríki eða orðið gjaldþrota.  Að sjálfsögðu.  Hluthafar taka áhættu, hagnast þegar vel gengur en tapa þegar illa gengur.  Það er ,,græðgi" og áhættusækni sem dregur hagkerfið áfram.  Allt er steinstopp þegar þess nýtur ekki við. 

Sjálfur á bloggari óbeinna hagsmuna að gæta í Glitni og örlög bankans hefur veruleg áhrif á fjárhagslegrar stöðu hans í framtíðinni.  Hinsvegar er ríkið að taka mikla áhættu með því að leggja bankanum til áhættufé á erfiðum tímum.  Fé sem enginn annar var tilbúinn að leggja fram.  Ráðamenn þjóðarinnar verða fyrst og fremst að gæta hagsmuna Íslendinga, sem eru nokkuð berskjaldaðir í ólgusjó lausfjárkreppunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 285617

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband