2.10.2008 | 08:40
Markaðsbrestur
Nú er Öldungadeild BNA búin að samþykkja björgunar pakkann (rescue package) og komið að annarri umferð í fulltrúardeildinni. Nú er það komið í ljós að þeir sem greiddu atkvæði á móti pakkanum á mánudaginn voru Lýðveldissinnar undir áhrifum úr kjördæmum sínum, en margir standa knappir í baráttu um endurkjör sem fram fer samhliða forsetakosningum.
Spurningin er líka sú hvort pakkinn hefði farið í gegn ef hann hefði í upphafi verið skýrður ,,björgunarpakki fyrir þjóðina" (Rescue Package) en ekki ,,Björgunarpakki fyrir Wall Street" (Bail out Package). Það er ljóst að sá munur sem liggur í þessum hugtökum skiptir miklu máli fyrir umræðuna þessa dagana í BNA. Almenningur er ævareiður og búinn að finna sinn blóraböggulinn, feitu kettina á Wall Street (The Fat Cats on Wall Street). Ekki eigi að bjarga Wall Street heldur Main Street, þar sem átt er við almenning í Bandaríkjunum. Auðvitað er það mikil einföldun á málinu og þegar upp er staðið liggur ábyrgðin hjá þeim sem tóku fasteignalán, vitandi þess að þeir réðu ekki við afborganir.
En átökin framundan munu nú verða milli þeirra sem vilja ríkisafskipti og þeirra sem enn trúa á frjálst hagkerfi. Bloggari ætlar að halda í sína trú að frelsi í viðskiptum sé best til að tryggja hag almennings í framtíðinni eins og hingað til. Slíkir markaðabrestir eins og nú eru uppi eru ef til vill óumflýjanlegir og kannski nauðsynlegir, eins og Austuríski hagfræðingurinn Scumpheter hélt fram. Það er ekki kominn tími til að jarðsyngja kapítalismann þrátt fyrir það sem undan er gengið.
Hvers vegna ættum við að treysta stjórnmálamönnum betur en viðskiptajöfrum? Það sýndi sig í atkvæðagreiðslunni í fulltrúadeild Bandaríkjaþings að þar hugsuðu margir þeirra fyrst og fremst um sjálfan sig og síðan þjóðina númer tvö. Persónuleg staða þeirra var mikilvægari en Bandarískt efnahagslíf. Auðvitað eru sumir þeirra sem greiddu atkvæði sitt gegn frumvarpinu gert það vegna eigin gilda og af prinsipp ástæðum, en flestir voru að hugsa um andstöðu kjósenda í sínu kjördæmi. Þó sú andstæða byggðist á misskilning og þekkingarleysi á hagfræði.
Það má heldur ekki gleyma því að hluthafar eru að tapa gríðarlegum fjármunum. Hluthafar Glitnis töpuðu 130 til 150 milljörðum króna eftir síðustu helgi. Hluthafar Lemans Brothers töpuðu öllu hlutafénu og það á við fleiri banka sem hafa verið teknir yfir að ríki eða orðið gjaldþrota. Að sjálfsögðu. Hluthafar taka áhættu, hagnast þegar vel gengur en tapa þegar illa gengur. Það er ,,græðgi" og áhættusækni sem dregur hagkerfið áfram. Allt er steinstopp þegar þess nýtur ekki við.
Sjálfur á bloggari óbeinna hagsmuna að gæta í Glitni og örlög bankans hefur veruleg áhrif á fjárhagslegrar stöðu hans í framtíðinni. Hinsvegar er ríkið að taka mikla áhættu með því að leggja bankanum til áhættufé á erfiðum tímum. Fé sem enginn annar var tilbúinn að leggja fram. Ráðamenn þjóðarinnar verða fyrst og fremst að gæta hagsmuna Íslendinga, sem eru nokkuð berskjaldaðir í ólgusjó lausfjárkreppunnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 285617
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.