26.9.2008 | 09:00
Íslenskur landbúnaður
Ég las ræðu Museveni´s forseta Úganda sem hann hélt á allsherjarþingi Sameiniðuþjóðanna í vikunni. Hreint frábær ræða og vekur mann til umhugsunar sem viðhorf vesturlandabúa til Afríku. Hann skammar þróuð ríkin fyrir tollvernd gegn innflutningi landbúnaðarvara og niðurgreiðslur vesturlanda til landbúnaðarframleiðslu. Forsetinn segir að vandamálið sé ekki framleiðslan í Úganda, heldur markaðshindranir og áður nefndar niðurgreiðslur í þróuðum ríkjum sem bændur hér í landi geti ekki keppt við.
Úganda er sérlega gróðursælt ríki og hægt að vera með þrjár uppskerur á ári. Umframframleiðsla hefur verið töluverð, sérstaklega í mjólkurvörum og ávöxtum. Á tímum matarskorts hafa bændur hér í landi þurft að fleygja óseldum matvælum.
Museveni hrósar þó Bandríkjamönnum, Evrópusambandinu, Indlandi, Kína og Japan fyrir að opna markaði sína fyrir útflutningi frá Afríku.
Heimsmeistarar í ríkisstyrkjum til bænda og innflutningshöftum á landbúnaðarvörum eru Íslendingar. Beinir styrkir til bænda eru um 15 miljarðar króna á ári og þá er ótalið það óhagræði fyrir neytendur sem innflutningshömlur valda í hærra matvöruverði. Engin landbúnaðarráðherra hefur viljað taka á þessum málum, enda virðist embættið vera einskonar málsvari og verndari bænda, en síður en að gæta hagsmuna almennings.
Nú er það ekki svo að Íslenskir bændur flái feitan gölt vegna þessa, en ríkisstyrkir hafa einmitt þau áhrif að halda viðkomandi grein í gildru fátæktar. Markaðaöflin fá ekki að vinna og skapa þær framfarir sem fylgir heilbrigðri samkeppni á markaði.
Endalaust er talað um að bændur þurfi aðlögun, en það hefur maður heyrt undanfarna áratugi, en sjálf breytingin virðist láta á sér standa.
Við eigum að nota svigrúmið sem skapast hefur við aukin umsvif í Íslensku hagkerfi til að fækka bændum verulega. Losna við þessi láglaunastörf og hvetja menn til að fást við eitthvað annað sem skilar þeim betri framfærslu. Losa þjóðina undan þeim krossi að halda uppi óhagkvæmum landbúnaði og greiða óhóflegt verð fyrir matvörur. Opna síðan fyrir viðskipti við Afríkuþjóðir og kaupa af þeim landbúnaðarvörur á hagstæðu verði. Báðir aðilar, Íslendingar og Afríkubúar, munu njóta góðs af.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.