Íslenskur landbúnaður

 

imagesÉg las ræðu Museveni´s forseta Úganda sem hann hélt á allsherjarþingi Sameiniðuþjóðanna í vikunni.  Hreint frábær ræða og vekur mann til umhugsunar sem viðhorf vesturlandabúa til Afríku.  Hann skammar þróuð ríkin fyrir tollvernd gegn innflutningi landbúnaðarvara og niðurgreiðslur vesturlanda til landbúnaðarframleiðslu.  Forsetinn segir að vandamálið sé ekki framleiðslan í Úganda, heldur markaðshindranir og áður nefndar niðurgreiðslur í þróuðum ríkjum sem bændur hér í landi geti ekki keppt við. 

Úganda er sérlega gróðursælt ríki og hægt að vera með þrjár uppskerur á ári.  Umframframleiðsla hefur verið töluverð, sérstaklega í mjólkurvörum og ávöxtum.  Á tímum matarskorts hafa bændur hér í landi þurft að fleygja óseldum matvælum.

Museveni hrósar þó Bandríkjamönnum, Evrópusambandinu, Indlandi, Kína og Japan fyrir að opna markaði sína fyrir útflutningi frá Afríku.

Heimsmeistarar í ríkisstyrkjum til bænda og innflutningshöftum á landbúnaðarvörum eru Íslendingar.  Beinir styrkir til bænda eru um 15 miljarðar króna á ári og þá er ótalið það óhagræði fyrir neytendur sem innflutningshömlur valda í hærra matvöruverði.  Engin landbúnaðarráðherra hefur viljað taka á þessum málum, enda virðist embættið vera einskonar málsvari og verndari bænda, en síður en að gæta hagsmuna almennings. 

Nú er það ekki svo að Íslenskir bændur flái feitan gölt vegna þessa, en ríkisstyrkir hafa einmitt þau áhrif að halda viðkomandi grein í gildru fátæktar.  Markaðaöflin fá ekki að vinna og skapa þær framfarir sem fylgir heilbrigðri samkeppni á markaði.

Endalaust er talað um að bændur þurfi aðlögun, en það hefur maður heyrt undanfarna áratugi, en sjálf breytingin virðist láta á sér standa.

Við eigum að nota svigrúmið sem skapast hefur við aukin umsvif í Íslensku hagkerfi til að fækka bændum verulega.  Losna við þessi láglaunastörf og hvetja menn til að fást við eitthvað annað sem skilar þeim betri framfærslu.  Losa þjóðina undan þeim krossi að halda uppi óhagkvæmum landbúnaði og greiða óhóflegt verð fyrir matvörur.  Opna síðan fyrir viðskipti við Afríkuþjóðir og kaupa af þeim landbúnaðarvörur á hagstæðu verði.  Báðir aðilar, Íslendingar og Afríkubúar, munu njóta góðs af. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband