22.9.2008 | 09:45
,,Nýfrjálshyggja" ?
Ekki er allt vandað sem sett er fram í netheimum. Ég rakst á úrklippu úr bloggi Guðumundar Gunnarssonar verkalýðsforkólfs í Viðskiptablaðinu á föstudaginn var, of fannst mér stóryrði, upphrópanir og lítil þekking á þeim málum sem um er fjallað einkenna málflutning hans. Orðræðan minnti óneitanlega á umræðuna um fiskveiðastjórnunina undanfarna áratugi.
Við skulum byrja á þar sem Guðmundur lýkur máli sínu með spádómi um endalok ,,nýfrjálshyggjunnar" Maður verður að gera þá lágmarkskröfu til þeirra sem vilja gera sig gildandi í umræðu um t.d. efnahagsmál, að þeir skilgreini ný hugtök sem ekki eru þekkt eða viðurkennd fyrir. Ekki þekki ég neina skilgreiningu á ,,nýfrjálshyggju" og hef ekki hugmynd um hvað það hugtak stendur fyrir. En þetta er einhver óskilgreindur hópur manna sem hefur með bíræfnum hætti hefur höndlað með fyrirtæki og sjóði í almenningseigu sem hinn vinnandi maður hefur komið upp með brauðstriti sínu. Guðmundur nefnir þarna lífeyrissjóði, Eimskip, Orkuveituna og Flugleiðir. Ég verð nú að viðurkenna að ég skil ekkert hvað hann er að fara.
Ég sem frjálshyggjumaður er svolítið órólegur yfir skyldleika hugtaka eins og ,,frjálshyggja" og ,,Nýfrjálshyggja" og velti því fyrir mér hvort þau tengist á einhvern hátt og ég sé kannski ábyrgur fyrir öllum þeim ósköpum sem Guðmundur nefnir. Frjálshyggja er skilgreind þannig að það séu viðhorf einstaklinga sem trúi á frelsi og réttlæti. Yfirvöld hafi eins lítil afskipti af einstaklingum og mögulegt sé til að halda uppi lögum og reglu og engum sé mismunað. Það þíðir að þjóðfélag sem virðir ekki jafnrétti kynjanna, sem dæmi, er ekki frjálshyggjumönnum að skapi.
En hvað er þessi ,,Nýfrjálshyggja" Einhverjir hafa verið að tala um stjórnarfarið í Kína í því sambandi, en þá hefur það ekkert við klassíska frjálshyggju að gera. Ekkert í stjórnarfari Kínverja tengist frelsi og jafnrétti.
Guðmundur nefnir skattalækkanir sem hin miklu hagstjórnarmistök þar sem yfirvöld hefðu átt að skattleggja almenning meira, leggja í sjóði til að greiða niður kreppuna sem nú er skollinn á. Þarna greinir á milli vinstri og hægri í stjórnmálum. Það kemur ekki á óvart að kommúnistar og sjósíalistar vilji hafa skatta háa, og hafi ofurtrú á visku stjórnmálamanna í að ráðstafa fjármunum. En þarna verður Guðmundi tvísaga, því að á sama tíma og hann treystir stjórnmálamönnum best til að stýra fjármálum almennings, þá treystir hann ráðamönnum á Íslandi alls ekki. Reyndar er greininn að mestu orðskrúð og upphrópanir sem gerir hana óskiljanlega, að öðru leiti en því að höfundur er mjög pirraður, pólitískt séð. Hinsvegar nær hann ekki að skilja viðfangsefnið né tjá sig um efnahagsmálin. Ef hann heldur að marg-umrætt erlent lán ríkisins sé tekið vegna bágrar stöðu ríkissjóðs, þá veður hann í villu og svima.
Ég er sjálfur sannfærður um að staða Íslendinga sé sterk. Tiltölulega ung og vel menntuð þjóð, með miklar eignir og rík af auðlindum, hefur alla möguleika á að koma ár sinni vel fyrir borð í samkeppni þjóðanna. Við þurfum að draga úr þenslu ríkisins, sem hefur verið gríðarlegt á síðustu góðæristímum. Umræðan nú um að ríkið þurfi að auka umsvif sín, að Kenískum hætti, til að auka hagvöxt, veldur mér miklum áhyggjum. Ríkið á ekki að blása sig út þó vel gangi og alls ekki þegar illa gengur. Einu áhrifin af slíku er að með aukinni þátttöku ríkisins í hagkerfinu munu vextir haldast háir, sem dregur úr getu fyrirtækja og almennings til athafna. Eftir stendur samfélag sem er engu ríkara, en ríkið er stærri þátttakandi en áður og einkaframtakið minna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.