Tíðindalítið af norðurslóðum

Það virðist vera tíðindalítið af norðurslóðum.  Enn stendur Íslenskt efnahagslíf af sér ólgusjói afþjóðlegrar fjármálakreppu.  Ekki er annað að sjá en bankarnir séu traustir og almennt sé staðan nokkuð góð hjá örþjóðinni í norðri.

Það er helst að Geimskipafélagið valdi manni ugg í brjósti.  Miðað við hvað menn hafa flogið hátt mætti halda að þetta væri Mír endurfædd.  Góustaðastrákurinn virðist hafa tapað öllu jarðsambandi og farið á flug.  Ekki virðast öll kurl komin til grafar og næstu vikur gætu skorið úr um hvort flaggskip íslenskra fyrirtækja nái ekki að reisa sig við  í næstu brotsjóum. 

Íslendingar eiga hinsvegar mikla möguleika.  Ung þjóð, vel menntuð og almennt góð eignastaða þó skuldir séu vissulega háar.  Vonandi lærir þjóðin af glannaskapnum og sýnir meiri fyrirhyggju í framtíðinni. 

Forseti Úganda er í heimsókn á Íslandi.  Er að kynna sér það sem við gerum best, nýtingu sjálfbærra náttúruauðlinda eins og fiskveiðar og virkjanir.  Ég er viss um að Úgandamenn geta lært mikið af örþjóðinni í norðri.  Alla vega var umfjöllun um land og þjóð í blöðum hér í morgun til að fylla mann stolti sem Íslendingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Gunnar. Það eru sannarlega tíðindi héðan, allt er í rúst. Fyrirsögnin þín vitnar enda eflaust í bókina „Tíðindalítið af Vesturvígstöðvunum“, sem lýsir hryllingi fyrri heimsstyrjaldar (á Wikipedia):

„He is deployed to the western front, where he experiences the devastating physical and psychological effects of intense combat, including the horrific wounding or death of his comrades and close friends. Bäumer reflects on the war as he witnesses the dehumanizing conditions of combat and the robbing of soldiers of their individuality and love of life.“ 

Þótt dramatíkin sé ekki alveg jafn mikil hér, þá snarversnar sannarlega ástandið.  Ísland stendur ekki af sér ólgusjói alþjóðlegrar fjármálakreppu og bankarnir eru alls ekki traustir. En orkumál og útflutningur halda okkur gangandi. Hvað fær þig og Davíð til þess að telja að bankarnir séu traustir? Fáránlega hátt skuldatryggingarálag? (10%+). Hrapandi eignastaða? Á meðan meginþorri banka hins vestræna heims afskrifa hundruð milljarða dollara, þá afskrifa þeir íslensku lítið eitt og halda meir að segja viðskiptavild hátt metinni. Lausafjárkreppan erhrikaleg núna og skuldugir bankar eiga bágt.

Skuldir eru vissulega háar.  Nettóskuldir Íslendinga eru amk. þrjú þúsund milljarðar, eða tíu milljónir á hvert mannsbarn. En hverjir eru vextirnir af 13.000.0000.0000.0000 kr. (þrettán Evrópskum billjónum) skuldum Íslendinga á ári? Rétt er að ríkið fór sem betur fer varlega, en bankarnir gerðu það t.d. ekki og við sitjum í súpunni. Staðan er hrikaleg og það er ekki lýðskrum að ræða það umbúðarlaust.

Ívar Pálsson, 19.9.2008 kl. 06:44

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Þarna eru við ósammála Ívar.  Sem er ekki reglan hjá okkur.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendi hingað (til Íslands) nefnd í haust eftir úttekt á Íslensku efnahagslífi var niðurstaða þeirra að við værum öfundsverð Íslendingar af efnahagslegum horfum til lengri tíma.

Málið er að þó heimilin séu skuldum vafinn, er eignarstaðan góð.  Eignir hafa aukist umfram skuldir en að vísu hefur gengi krónunnar þar mikil áhrif.  

Það má ekki gleyma því að við erum tiltölulega ung þjóð og búum við besta lífeyriskerfi veraldar.  Með góðar tekjur, mikinn jöfnuð og góða menntun.  Við erum svo lánsöm að fara vel með auðlindir okkar, eins og fiskveiðar, og náð þar árangri sem eingin önnur þjóð.  Ég er að vona að tímabundin svartsýni slái á umhverfis-öfgamennina og við getum farið að nýta okkur bráðandi jökla sem auðlind.  Eins og ég hafi heyrt þetta áður frá einhverjum.

Ég skrifaði grein um gengin Austurískan hagfræðing um daginn sem taldi að kreppur væru nauðsynlegar.  Þær eru það og fylgir þeim góð hreingerning.  Hann hélt því einnig fram að við tækju nýjar hugmyndir og nýjar uppgötvanir.  Nú er talað um að næsta hagkerfi heimsins muni snúast um orku og nýjar hugmyndir um nýtingu auðlinda.  Losna undan oki olíuríkjanna og við taki þekking og sjálfbær nýting.  Þar munum við, Íslendingar, blómstra.  Hræðslan sem þessi kreppa hefur skapað jafnar jarðveginn fyrir því fyrir okkur.

Við erum í góðum gír Ívar.  Vertu viss.

Gunnar Þórðarson, 19.9.2008 kl. 17:16

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Gunnar. Nei, eins og vanalega erum við sammála um flest. Ég tók fram að orkan og útflutningurinn bjargi okkur. Menntunin náttúrulega líka, en nógu sprenglærðir voru afleiðustrákarnir sem gíruðu okkur upp í herlegheitin og ekki dugði það ti. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hlýtur að hafa tekið mest tillit til orkunnar og bætts útflutnings. Auk þess hafðiallt sem gerðist í september ekki enn gerst þá. 

Þú segir: „Málið er að þó heimilin séu skuldum vafinn, er eignarstaðan góð. Eignir hafa aukist umfram skuldir en að vísu hefur gengi krónunnar þar mikil áhrif“. Ég efast um að þetta sé rétt. Eignastaðan er ekkert góð ef skuldir eru 2-3 þús. ma. yfir eignum. Þá er hún hrikalega í mínus og fer þar að auki versnandi. Ég tók líka eftir að þú forðaðist að velta fyrir þér vaxtagreiðslum af 12-13 billjónunum.

Kreppur eru nauðsynlegar og ríkisyfirtökur á völdum skuldurum eru sósíalismi af verstu gerð, kryddaður með ofdælingu Seðlabankanna til þess að lina þjáningar en auka áþján. Nú falla helstu vígi eins og BNA, þar sem öldungardeildarþingmenn hafa áhyggjur afþví að Federal Reserve fari á hausinn. Það á að leyfa hinum ráðdeildarsömu að njóta stöðu sinnar, ekki að verðlauna afleiðustráka og aðra gamblera.

Ívar Pálsson, 19.9.2008 kl. 17:43

4 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ég er alveg smmála þér með USU og föllnu vígin.  Ég sá að gamla kempann hann Mc Cain er algjörlega á móti því að hlaupa undir bagga með gömblurunum.  Ég óttast samt að aðgerðarleysi gæti orðið verra ef það verður til þess að menn missi traust á markaðinum.  En skuldir Íslendinga eru ekki eins slæmar og þú vilt vera láta.  Það verður að reikna eignir á móti og vonandi fáum við vexti á það sem við eigum útistandandi.  Lífeyriskerfið okkar er það besta í heimi og er með nokkuð dreifða áhættu.

Það sem er hinsvegar að gerast núna er að þeir sem engan þátt áttu í risagamblinu eru að lenda í vandræðum.  Engum hafði dottið í hug að nokkrar af stærstu bankastofnunum gætu farið á hausinn.  Bæði eru það hluthafar og eins aðilar sem áttu fé inni hjá þessum fyrirtækjum.  En heimurinn er ekki réttlátur og ekki rétt að reikna með því.

Gunnar Þórðarson, 22.9.2008 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband