Í miðri kreppunni

 

 Hér kemur smá umfjöllun um hin merka hagfræðing, Scumpheter, sem hugarró fyrir fólk í miðri efahangskreppu.  Ef til vill eru kreppur nauðsynlegar til að taka til, svona eins og veghefill sem fer yfir holóttan veg og sléttir hann.

Scumpheterismi

,,Full atvinna" og ,,hagvöxtur" eru þau orð sem einkum hafa verið notuð síðustu áratugina til réttlætingar auknum ríkisafskiptum þar sem því er haldið fram að skipulag einkaframtaksins sé í eðli sínu óstöðugt þar sem takist á þensla og samdráttur.  Ríkið verði því að láta til sín taka og stilla hagkerfið af með stjórnun ríkisfjármála.

Fram að tíma kreppunnar hafði skort á skýringar klassískra hagfræðinga á hagsveiflum en Karl Marx hafði sett fram sínar kenningar á þeim með spádómum um að auðvaldskerfið myndi tortíma sér með sífellt stækkandi kreppum.  Þær kenningar skorti hinsvegar algerlega fræðilega rökfærslu og byggðu alls ekki á sögulegum staðreyndum eða tölfræði.

Árið 1912 setti austurríski hagfræðingurinn Joseph A. Scumpheter (1883-1950) fram rit sitt Theroy of Economic Development, þar sem settar voru fram kenningar um hagsveiflur.  Hann var Austurríkismaður og lærisveinn Carl Menger, aðhylltist almennu jafnvægiskenningu Walras en taldi hana þó ekki skýra nema hluta af þeim drifkröftum sem verkuðu á hagkerfið.  Hann setti fram kenningar um hagsveiflur sem stjórnuðust af drifkröftum eins og frumkvöðlum og nýjum uppgötvunum.  Hann taldi hagsveiflur ekki aðeins vera óumflýjanlegar heldur nauðsynlegar til að hreinsahagkerfið.  Nýir frumkvöðlar kæmu fram með nýjungar þar sem bankar lána peninga, nýjar uppgötvanir eru gerðar sem auka hagkvæmni og framleiðni og hafa mikil áhrif á hagkerfið (t.d. Microsoft -innskot höfundar) og koma af stað hagvexti.  Í framhaldi kemur eyða þar sem nýjar hugmyndir skortir og við stjórnvölum fyrirtækja taka við stjórnendur sem ekki hafa þá leiðtoga- og frumkvöðlahæfileika sem frumherjarnir höfðu.  Þetta komi af stað niðursveiflu og jafnvel efnahagskreppu sem síðan hreinsi til fyrir nýjum mönnum og nýjum hugmyndum.

Scumpeter var hugmyndaríkur íhaldssamur hagfræðingur með rómantískar skoðanir á framtíð hagvaxtar og kapítalismans.  Hann taldi reyndar að kapítalisminn myndi líða undir lok, en ólíkt skoðunum Karl Marx, að það yrði vegna eigin velgengni og kosta sem fjármagnshyggjan hafði og frjálshyggjan myndi líða undir lok vegna þess.  Afskipti ríkisstjórna yrðu meiri og meiri og áhrif stjórnmálamanna aukast sem myndi koma í veg fyrir að frumkvöðlar fengu þrifist til að viðhalda drifkrafti atvinnulífsins.

Kenningar Scumpeter geta því útskýrt hvers vegna vesturlönd náðu sér út úr efnahagskreppunni 1936 en önnur kreppa tók við upp úr 1970.  Mjög mikil undirliggjandi tækifæri voru í hagkerfinu um 1930 þar sem Tailorismi, færibandatækni með möguleika á fjöldaframleiðslu voru fyrir hendi en stöðnun og hugmyndaleysi einkenndi 1970 ásamt olíuverðhækkunum.  Upp úr 1980 kom tölvutækni, internet og fleira. til og kom á stað nýju hagvaxtarskoti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband