12.9.2008 | 07:07
Í miðri kreppunni
Hér kemur smá umfjöllun um hin merka hagfræðing, Scumpheter, sem hugarró fyrir fólk í miðri efahangskreppu. Ef til vill eru kreppur nauðsynlegar til að taka til, svona eins og veghefill sem fer yfir holóttan veg og sléttir hann.
Scumpheterismi
,,Full atvinna" og ,,hagvöxtur" eru þau orð sem einkum hafa verið notuð síðustu áratugina til réttlætingar auknum ríkisafskiptum þar sem því er haldið fram að skipulag einkaframtaksins sé í eðli sínu óstöðugt þar sem takist á þensla og samdráttur. Ríkið verði því að láta til sín taka og stilla hagkerfið af með stjórnun ríkisfjármála.
Fram að tíma kreppunnar hafði skort á skýringar klassískra hagfræðinga á hagsveiflum en Karl Marx hafði sett fram sínar kenningar á þeim með spádómum um að auðvaldskerfið myndi tortíma sér með sífellt stækkandi kreppum. Þær kenningar skorti hinsvegar algerlega fræðilega rökfærslu og byggðu alls ekki á sögulegum staðreyndum eða tölfræði.
Árið 1912 setti austurríski hagfræðingurinn Joseph A. Scumpheter (1883-1950) fram rit sitt Theroy of Economic Development, þar sem settar voru fram kenningar um hagsveiflur. Hann var Austurríkismaður og lærisveinn Carl Menger, aðhylltist almennu jafnvægiskenningu Walras en taldi hana þó ekki skýra nema hluta af þeim drifkröftum sem verkuðu á hagkerfið. Hann setti fram kenningar um hagsveiflur sem stjórnuðust af drifkröftum eins og frumkvöðlum og nýjum uppgötvunum. Hann taldi hagsveiflur ekki aðeins vera óumflýjanlegar heldur nauðsynlegar til að hreinsahagkerfið. Nýir frumkvöðlar kæmu fram með nýjungar þar sem bankar lána peninga, nýjar uppgötvanir eru gerðar sem auka hagkvæmni og framleiðni og hafa mikil áhrif á hagkerfið (t.d. Microsoft -innskot höfundar) og koma af stað hagvexti. Í framhaldi kemur eyða þar sem nýjar hugmyndir skortir og við stjórnvölum fyrirtækja taka við stjórnendur sem ekki hafa þá leiðtoga- og frumkvöðlahæfileika sem frumherjarnir höfðu. Þetta komi af stað niðursveiflu og jafnvel efnahagskreppu sem síðan hreinsi til fyrir nýjum mönnum og nýjum hugmyndum.
Scumpeter var hugmyndaríkur íhaldssamur hagfræðingur með rómantískar skoðanir á framtíð hagvaxtar og kapítalismans. Hann taldi reyndar að kapítalisminn myndi líða undir lok, en ólíkt skoðunum Karl Marx, að það yrði vegna eigin velgengni og kosta sem fjármagnshyggjan hafði og frjálshyggjan myndi líða undir lok vegna þess. Afskipti ríkisstjórna yrðu meiri og meiri og áhrif stjórnmálamanna aukast sem myndi koma í veg fyrir að frumkvöðlar fengu þrifist til að viðhalda drifkrafti atvinnulífsins.
Kenningar Scumpeter geta því útskýrt hvers vegna vesturlönd náðu sér út úr efnahagskreppunni 1936 en önnur kreppa tók við upp úr 1970. Mjög mikil undirliggjandi tækifæri voru í hagkerfinu um 1930 þar sem Tailorismi, færibandatækni með möguleika á fjöldaframleiðslu voru fyrir hendi en stöðnun og hugmyndaleysi einkenndi 1970 ásamt olíuverðhækkunum. Upp úr 1980 kom tölvutækni, internet og fleira. til og kom á stað nýju hagvaxtarskoti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:09 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.