9.9.2008 | 13:03
Umferðin í Kampala
Það er gott að vera í Úganda. Loftslagið eins og best verður á kosið. Það er svona eins og að hafa fjarstýringu og maður réði þessu sjálfur. Þá myndi maður hafa veðrið eins og það er í Kampala.
Hér eru almenningssamgöngur nokkuð merkilegar. Strætó eru Hi Ace bílar sem eru gefnir upp fyrir 14 farþega, en oft er vel troðið í þá. Þeir eru ekki á neinni sérstakri áætlun, né er gefið út verð á fargjöldum. En einhver skikkan er á allri óreiðunni hjá þessum bílum, og verðið fer eftir framboði og eftirspurn. Það er dýrara að fara með þeim á morgnana og seinni partinn þegar allir þurfa að komast til og frá vinnu. Verðið hrynur svo niður um miðjan daginn. Áfangastaður ræðst af þeim farþegum sem koma í bílinn. Ef t.d. þrír koma í hann og ferðinni heitið á tiltekin stað í úthverfi Kampala, byrjar aðstoðarmaður bílstjórans að gefa merki út um gluggann með fingrunum. Úr þessu lesa heimamenn og skilja hvert ferðinni er heitið, og ef þeir eru á sömu leið, stoppa þeir strætóinn. Það er dásamleg regla á allri þessari óreiðu og hámörkun á nýtingu bílsins aðal málið.
Síðan eru það boda-boda. Það eru mótorhjól sem koma í staðin fyrir leigubíla annarsstaðar. Eða þríhjólin sem notuð eru í S-Asíu. Sagan segir að á tímum Idi Amin hafi fólk oft þurft að flýja harðæðið og fengið einhvern á mótorhjóli til að skutla sér til landamæra Kenía eða Tansaníu. Nafnið sé dregið af ,,border - border" og hafi styst í boda-boda.
Boda-boda eru eins of flugur í umferðinni, krökkt af þeim og ökumenn þeirra taka lítið tillit til umferðareglna. Þessir ,,leigubílar" þekkjast á hnakknum fyrir farþegann sem er með bólstruðum púða fyrir mjóhrygginn. Hjálmar eru nánast óþekktir á boda-boda, allavega fyrir farþegann. Ég sá í blöðunum í morgun að 60% dauðsfalla í umferðinni tengist þessum ferðamáta.
Boda-boda er ekki bara notað fyrir farþegaflutninga, heldur alls kyns vöruflutninga. Algengt er að sjá slíkt hjól hlaðið varning, og fyrir helgina sá ég tvö boda-boda með sitt hvora líkkistuna, þversum á hnakknum á fullu á þjóðveginum til Entebbe.
Síðan eru það reiðhjólin, sem eru ódýrari ,,leigubíll" en boda-boda. Þau eru mikið notuð til farþegaflutninga, og þekkjast á bólstruðum hnakki fyrir farþegann. Þau eru einnig notuð til vöruflutninga og má sjá þau oft á tíðum hlaðin varningi. Nokkrum sinnum hef ég séð reiðhjól sem eru að flytja lifandi kjúklinga. Ekki sést í þau fyrir hænum sem bundnar eru saman á fótunum og hengdar utan á reiðhjólið. Einnig er algengt að sjá hjól reiða 50 ltr. mjólkurbrúsa til að dreifa mjólk um hverfi borgarinnar.
Ég kann bara vel við þetta og verð að segja eins og er að mikið er gott að vera laus við Leyland strætóana á Srí Lanka. Hávaðinn og lætin í þeim er hrikalegur, bæði vélargnýrinn og eins loftflauturnar sem þandar eru til hins ýtrasta. Þetta er svona rólegra hérna og lítið um flaut og læti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að þessum lýsingum, Gunnar. Border- border, góð saga! Hafðu það gott í Langtbortistan, eins og það var kallað í Anders And- blöðunum í gamla daga.
Ívar Pálsson, 10.9.2008 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.