5.9.2008 | 14:39
Back to normal
Nú er lífið farið að falla í fastar skorður hér í Úganda eftir ótrúlega skemmtilegt frí á Íslandi í ágúst. Frí sem að mestu var tekið í sumarbústað í Tunguskógi í faðmi fjölskyldu og vina. Það er notalegt að finna að bæði fjölskylda og vinir fyrirgefa manni flakkið og fjarveruna og þráðurinn er tekinn upp þar sem frá var horfið eins og maður hafi aldrei farið neitt.
Hér í Kampala er lífið töluvert öðruvísi en á Srí Lanka og menningin allt önnur.
Það sem uppúr stendur úr fríinu er ferð til Fljótavíkur með fjölskyldunni. Við flugum með lítilli flugvél og lentum á túninu á Atlastöðum þar sem við höfðum sumarhús fjölskyldunnar útaf fyrir okkur þá daga sem valið var.
Með í för var afabarnið, Jón Gunnar, sem er rétt orðin tveggja ára. Á þeim þremur dögum sem við áttum í Fljótavíkinni tók sá litli út mikinn þroska. Ég er ekki frá því að andi langa-langa afa hans, Júlíusar Geirmundssonar, hafi svifið yfir vötnum. Sá tveggja ára kom í Fljót sem barn en fór með þroska fimm ára snáða í burtu. Hann fór margar ferðir út á Langanes til að veiða silung á þessum dögum og síðan niður í Grundarenda til að horfa á Atlantshafið berja á sandströndinni. Hlaupa undan briminu þegar það skall í fjörunni með öllum sínum þunga. Eins og sönnum fljótvíking sæmir stóð hann sig vel og naut verunnar í víkinni fögru.
Ég bauð vinkonu minni Boggu Venna í heimsókn á Atlastaði, sem hún þáði og eyddi kvöldstund með okkur fjölskyldunni. Bogga hjálpaði mér á sínum tíma að skrá hundruð örnefna í Fljótavík og setja á heilmikið kort, loftmynd af Fljótavík, sem nú hangir veggnum í vesturálmu óðalsins. Við vitum af tveimur eða þremur villum í kortinu en höfum rætt um að laga þetta í ein fimm ár. Framkvæmdin kemst aldrei af umræðustigi, og þessi heimsókn var engin undantekning frá því. Þetta endar með að villurnar okkar Boggu festast í sessi og verða notuð sem ,,rétt" örnefni í framtíðinni.
Í Birkilaut, sumarhúsinu í Tungudal, var stöðugur gestagangur fjölskyldu og vina. Hver veislan af annarri töfruð fram og sú ánægjulega staðreynd blasti við að bústaðurinn væri ekki nógu stór. Það þarf að stækka hann verulega sem kemur sér vel fyrir Íslenskt efnahagslíf sem þarf á smá innspýtingu að halda á næsta ári. Framkvæmdir munu því ýta undir viðreisn efnahagslífsins á Íslandi á þessum erfiðu tímum.
Það eru margir hissa á sumarbústaðabyggðinni í Tunguskógi sem samanstendur af fimmta tug bústaða sem eru nánast horfinn í trjágróður. Aðeins í stein snar frá heimilum flestra eiganda, sem flestir dvelja þarna langdvölum á sumrin. Ég náði ekki einni nóttu heima á Silfurtorgi og bjó í skóginum allt fríið, fyrir utan stutt ferðalag um Ísland.
Verslunarmannahelgin stendur upp úr dvölinni í skóginum þar sem góðra vina fundur er haldin á hverju ári. Í fyrra var í Asíu og missti af öllu saman. Nú var þetta hinsvegar tekið rækilega út. Grillið hjá okkur Stínu fyrir brennu og hádegisveðarhlaðborðið hjá Flosa og Brynju.
Íslandsferðinni var svo slúttuð með góðum vinum í Reykjavík áður en þrjátíu tíma ferðalag til Afríku hófst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.