12.7.2008 | 14:47
Hafnarrölt
Félagi minn Amaralal hefur verið að hjálpa mér við rannsóknarþátt meistararitgerðarinnar. Við fórum á höfnina í Negombo s.l. nótt til að fylgjast með löndun báta, uppboði á afla og afla upplýsinga um virðiskeðju gul-ugga á Sri Lanka. Negomgbo er ein mikilvægasta höfnin fyrir gul-ugga, en vegna nálægðar við alþjóðaflugvöllinn við Colombo eru flestar verksmiðjur sem flytja út túnfisk í Negomgbo.
Amaralal er með meistaragráðu frá Tromsö í Noregi og lokaritgerðin hans var einmitt um virðiskeðju sjávarútvegs á Sri Lanka. Hann hefur aðstoðað mig við rannsóknir og viðtöl við milliliði hér í landi. Enn er töluvert eftir af þessari vinnu en þetta er ótrúlega skemmtilegt.
Negomgbo er norður af Colombo og undirstöðu atvinnugreinin er sjávarútvegur en ferðamannaþjónusta er einnig mikilvæg. Á markaðinum í morgun benti Amaralal mér á hversu margar konur væru að vinna við uppboð og sölu á fiski, og útskýrði málið þannig að hér væri mikið um kaþólikka og meðal þeirra væri eðlilegt að konan ynni úti og hjálpaði til við að afla tekna fyrir heimilið. Hjá búddistum, eins og honum sjálfum, væri það nánast óþekkt, enda hlutverk konunnar að sjá um heimilið. Það er reyndar áhugavert að velta fyrir sér mismunandi menningu og áhrif hennar á hagkerfið og framleiðni. En það er ekki viðfangsefni minnar rannsóknar.
Hinsvegar að sjá tuttugu daga gamlan gul-ugga og þrefa við kaupanda fyrir útflutningsfyrirtæki um gæðin, og efast um að neytandi í Evrópu myndi sætta sig við fiskinn á matardiskinn, er hinsvegar viðfangsefnið. Hann sagði mér að metverð hefði fengist fyrir gul-ugga í gær, enda væri þetta fyrir utan vertíð og mikil vöntun á markaði. Sem að sjálfsögðu breytir skyni John & Mary í Bretlandi á hvað séu gæði og þau skilja mjög vel að monsoon sé í algeymi í Indlandshafi og bragðið því örlítið öðruvísi.
Negomgbo er við árósa og við dagrenningu mátti sjá rækjuflotann sigla út, í orðsins fyllstu merkingu. Á Sri Lanka eru togveiðar bannaðar nema á seglbátum. Stór floti dregur trollin úti fyrir árósnum með seglum þöndum og nota kröftugan monsoon vindinn sem aflgjafa.
Við hittum marga á markaðinum og síðar fórum við í heimsókn í verksmiðju Tropical Frozen sem eru leiðandi framleiðendur og útflytjendur á túnfiski frá Sri Lanka. Síðan var komið við á smásölumarkaðinum í Negombo þar sem smásalar voru teknir tali og formlegir spurningalistar notaðir til að afla ganga fyrir rannsóknina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þessa túnfiskgrein, Gunnar. Ekki hefði ég trúað því að menn væru enn að eyðileggja gæðafisk á skipulagðan hátt. Á myndinni má sjá allan þennnan óísaða fisk safna Histamínum og krákuskít á jörðinni, á meðan heimsmarkaðinn sárvantar fiskinn. En nú þegar Indland (og Sri Lanka) vex hratt, hvað heldur þú að það taki milljarð manna langan tíma að ganga frá stofninum og það á þennan hátt?
Hafðu það gott í árstíðinni einu (eða var það austan- monsúninn?).
Ívar Pálsson, 15.7.2008 kl. 07:42
Það er mikil umræða hér um að bæta gæði gul-ugga. Veiða hann eingöngu á línu, ekki í reknet, kæla hann um leið og hann er tekin um borð, chill-bath og síðan að fylgja ákveðnum aðferðum við dráp, blóðgun og slægingu. Nánast engin er að gera þetta í dag og það er einmitt viðfangsefni rannsóknar minnar. Möguleikarnir blasa við en lítið gerist.
En það eru suð-vestan monsoon sem blæs núna. Regntími í Colombo en sól og blíða á austurströndinni. Þangað megum við enn ekki fara þar sem öryggi er ekki að fullu tryggt. Hér hefur rignt síðan í gær og þessa stundina gengur yfir ,,grenjandi rigning"
Gunnar Þórðarson, 16.7.2008 kl. 02:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.