13.6.2008 | 11:26
Afrikaninn
Tíminn líður hratt í Úganda. Styttist óðum í ferð mína aftur til Sri Lanka þar sem ég verð út júlí.
Eins og áður segir er loftslagið gott hér í landi. En mengunin er verri. Það liggur mengunarský yfir borginni í eftirmiðdaginn, enda umferðin mikil og bílarnir gamlir og slitnir og reykja eins og kolaverksmiðjur.
Þess vegna nota ég tímann á morgnana til að skokka en þá er reyndar niðarmyrkur. Ég fékk reyndar dótið mitt frá Colombo í gær, og þar á meðal var hellkönnunarbúnaður (ennisljós) sem Jón sonur minn skildi eftir í Colombo um jólin. Nú nota ég hann og þau fáu farartæki sem leið eiga um Bugalobi sjá þó bleikskinnan þar sem hann klýfur dimman morguninn. Ég hef verið að rekast á hjólreiðarmenn sem koma út úr myrkrinu án nokkurs fyrirvara. Nú sjá þeir mig en umferðin er mjög róleg á þessum tíma og götur breiðar og plássmiklar.
En það er golfið sem hugann á allan fyrir utan vinnuna. Við tókum þátt í norrænu golfmóti, Nordic Competition, á sunnudaginn var og var skipulagt af Karli, starfsmanni sænska sendiráðsins. Mótið var nú ekki fjölmennt en mjög skemmtilegt en það var haldið á golfvelli í eigu sykurplantekru. Völlurinn heitir Mehtagolf Course og einstaklega fallegur og skemmtilegur. Mjög hæðóttur og spennandi brautir þar sem mikið reynir á hæfileikana.
En sjálfur er í hálfgerðri klípu í golfinu. Það gengur reyndar mjög vel, enda mikið æft og spilað alla daga. En ég óttast mest af öllu að ég hafi byggt upp slíkar væntingar meðal vina minna heima á Íslandi, að annað hvort verði ég að ná raunverulegum árangri á velli, ekki bara fræðilegum árangri, eða mæta með hendi í fatla þegar ég kem heim í ágúst. Ég er búinn að taka svo stórt upp í mig varðandi árangurinn í golfinu að erfitt getur að standa undir væntingum þegar spilamennskan hefst í Tungudalnum.
Þessa dagana er ég að rembast við að læra inna á Kampala og rata um borgina. Hér verður maður að keyra sjálfur og engin elsku mamma með það. Ég er orðin nokkuð vanur vinstri umferðinni frá Colombo, en málið er að þekkja leiðirnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.