Á ferð og flugi

GunnarÞað er mikið um ferðalög framundan næstu vikurnar.  Í fyrramálið förum við félagarnir, undirritaður, Leslie, Nishantha og Kumara í úttektarferð um suður Sri Lanka.  Við erum að taka út starfsemi löndunarstöðva sem Íslendingar hafa byggt til uppbyggingar fiskimannasamfélaga hér á landi.  Við munum gista í bæ sem heitir Matara næstu nótt og komum til baka til Colombo á föstudagskvöld.

En bloggari mun stoppa stutt við og aðfararnótt laugardagsins flýgur hann í austur til Bankok í Tælandi.  Þaðan verður flogið í vestur til Uganda í Afríku.  Þetta verður langt og strangt ferðalag og lending á Entebbe um sólarhring eftir brottför hér.

Eftir tvær vikur í Uganda verður haldið til Sri Lanka aftur og sama dag og eiginkonan lendir hér í borg frá London, hún er að koma í heimsókn hingað, lendir bloggari úr flugi frá Uganda via Tæland. 

 Á myndinni hér að ofan er bloggari að drekka úr kókóshnetu í einkennisklæðnaði við úttekt á löndunarstað.  Sú neðri sýnir hóp manna draga inn landnót.

Nótin dregin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Blessaður Gunnar. Long time no see. Rakst á bloggið þitt inni á bloggsíðu Kaffisins. Þú hefur ekkert breyst. He he.

Kveðja Bylgja fyrrum samstarfsfélagi þú veist hvar. Áfram Sigló.

Bylgja Hafþórsdóttir, 23.4.2008 kl. 20:58

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Sæl Bylgja.  Gaman að heyra frá þér.  Þetta hét nú Pólar er það ekki.  Ef ég man rétt varstu að vinna á skrifstofunni og Ómar var framkvæmdastjóri.  Bestu kveðjur á Sigló.

Gunnar Þórðarson, 25.4.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband