20.4.2008 | 11:20
Kvótakerfið, enn og aftur
Hagræn stjórnun fiskveiða
Umhverfið í kringum setningu kvótalaga einkennist af gríðalegu tapi útgerðar og leituð því menn að hagrænni stjórnun fiskveiða. Ekki ríkti samkomulag hagsmunaaðila um málið, þar sem ausfirðingar sóttu á kvótaleiðina en vestfirðingar voru á móti.
Haustið 1983 stóð sjáverútvegurinn frammi fyrir þríþættu vandamáli:
1. Þorskstofninn var i mikilli lægð þannig að stórdraga þurfti úr veiðum
2. Mikill hallarekstur
3. Lengi hafði ríkt ósamstaða í röðum hagsmunaaðila um hvernig haga skyldi stjórnun botnfiskveiða og ekki hafði komið til stjórnmálalegt frumkvæði að úrlausn málsins (Kristinn Hugason 2001)
Það var ljóst á þessum árum að fiskiskipastóllinn var allt of stór miðað við veiðistofna og því varð að leita leiða til að draga úr veiðigetu og auka hagkvæmni. Ekki þurfti kvótakerfi til að ákveða hámarksafla, enda hægt að gera það með hvaða kerfi sem var.
Hefðbundnar leiðir til fiskveiðastjórnunar hafa verið að takmarka veiðagetu fiskveiðiflotans til að vernda fiskistofna fyrir ofveiði, með útgáfu veiðileyfa. Þessi leið hefur hinsvegar kallað á miklar og óhagkvæmar fjárfestingar í flotanum, til að auka veiðigetu einstakra skipa í ólympískri keppni um veiðar á takmörkuðum stofnum. Evrópusambandið hefur brugðist við þessu vandamáli með því að takmarka tæknilega veiðagetu skipa, en Norðmenn hafa hinsvegar farið þá leið að miða eingöngu við lengd skipa. Ekki hefur tekist að brúa þetta bil milli takmörkunar og hagkvæmni þar sem þessi leið virðist ætíð kalla á sóun með lélegri nýtingu fjármagns.
Takmörkun með setningu heildarkvóta á veiðar eru síðan önnur leið sem þjóðir hafa reynt. Þessi leið hefur jafnframt kallað á aukna sóun fjármuna, þar sem keppt er um afkastagetu einstakra skipa til veiða á sameiginlegum kvóta. Þetta hefur oft verið kallað ,,raunir almenninga" (Tragety of the Common) þar sem hver reynir að hámarka hag sinn án tillit til annarra þátttakenda í veiðunum eða sameiginlegra hagsmuna allra.
Íslendingar ákváðu hinsvegar að nota kerfi þar sem kvóta væri skipt upp á milli veiðiskipa sem hlutfalli af úthlutuðum heildarkvóta. Útgerðarmönnum var svo í sjálfsvald sett hvernig, eða hvenær, þeir veiddu sína hlutdeild innan fiskveiðaársins. Enn frekar hefur verið aukið við hagkvæmni þessa kerfis með því að heimila sölu og leigu á kvótum milli skipa. Þetta hefur aukið hagkvæmni mikið þar sem kerfið hvetur hvern einstakling til að hámarka þann arð sem hann getur fyrir þær veiðiheimildir sem honum er fólgið. Góð tengsl við markaði hefur verið einn helsti kostur þessa kerfis, sem hefur hámarkað afkomuna.
Kvótakerfið
Það er mikil einföldun að kenna kvótakerfinu um ástand veiðastofna, eins og t.d. þorsks. Ef menn skoða málið af einhverri sanngirni blasir við að slíkar fullyrðingar standast ekki. Í fyrsta lagi hafa stjórnvöld heimilað mun meiri veiði en ráðleggingar Hafró hafa verið í gegnum árin, en mestu munar um innkomu smábáta í gegnum tíðina, undir formerkjum réttlætis á kostnað hagkvæmni. Smábátar voru undanþegnir kvóta í upphafi en höfðu sameiginlegan kvóta til að veiða úr sem stjórnvöld úthlutuðu þeim. Veiði þeirra fór langt fram úr þessum áætlunum og sem dæmi var umframveiði smábáta 1984 um 70% og tæplega 130% árið 1985. Aðeins síðust tvö ár eru undantekning frá umframveiði frá ráðgjöf Hafró ásamt árunum 1982 og 1983. Umframveiðin fór sum árin yfir 120% og ekki fyrr en upp úr 1990 að ástandið fór að batna.
Það er því hrein rökleysa að kenna kvótakerfinu um ástand veiðistofna enda allat aðrar breytur áhrifavaldar.
Fullyrðingar um að veiðigeta flotans hafi stóraukist síðan kvótakerfið var sett á er vísað til föðurhúsanna. Hvaðan hafa menn slíkar upplýsingar? Málið er að engin hvati er í dag fyrir menn að hafa meiri afkastagetu en hagkvæmt er að nota til að sækja úthlutaðan kvóta. Það þarf ekki nema að líta til togaraflotans til að sjá hverslags bábilja þetta er.
Kvótinn og landsbyggðin
Það má með sama hætti kalla fullyrðingar um breytingar á byggðamynstri á Íslandi sé kvótakerfinu um að ,,kenna" Í fyrsta lagi er ekki víst að flutningur fólks úr fámenni í fjölmenni á Íslandi sé endilega slæmt. Ekki hef ég séð nokkurn mann sýna fram á það, en fólk er einfaldlega að flytja til að auka lífsægæði sín, þar sem fjölmennið býður upp á fleiri tækifæri og aukna þjónustu.
En látum það liggja milli hluta og skoðum áhrif kvótakerfisins á búsetu Íslendinga undanfarin 25 ár. Eina rannsóknin sem ég hef séð var gerð fyrir tveimur árum að Sigmundi Annasyni, þar sem hann ræddi við 1000 brottflutta Ísfirðinga. Nánast engin tengsl virtust vera milli kvótakerfisins og ákvörðunar fólksins til að flytja á mölina. Það verður einnig að skoða þá staðreynd að atvinnuleysi hefur verið óþekkt á Vestfjörðum síðan kvótakerfið var sett á, og þurft að flytja inn til landsins starfsfólk í fiskvinnslu í stórum stíl.
Skuldir sjávarútvegsins
Rætt er um að skuldir sjávarútvegsins hafi stór aukist eftir setningu kvótalaga. Undirritaður hefur skoðað ársreikninga þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem voru í kauphöllinni á sínum tíma. Öll hafa þau dregið sig þaðan út undanfarin ár. Ekkert var athugavert við skuldastöðu þessara fyrirtækja. Það er þekkt í viðskiptafræði að fyrirtæki reikna út hagkvæmustu blöndu skulda, hlutafjár og lausafjár. Ekkert benti til annars en skuldastaða þessara fyrirtækja væri eðlileg og hagkvæm. Það að heildarskuldir greinarinnar hafi hækkað skiptir engu máli. Það er arðsemi fyrirtækjanna sem máli skiptir. Þar greina íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sig algerlega frá flestum erlendum, en arðsemi sjávarútvegs er alger undantekning á Íslandi og Nýja sjálandi.
Réttlæti
Það sem virðist helst fara fyrir brjóstið á fólki er aðferðin sem notuð var við að úthluta kvótanaum á sínum tíma. Það er skiljanlegt enda um afdrifaríka ákvörðun að ræða, sem engin gerði sér grein fyrir 1984. Stjórnvöld fóru þá leið að afhenda veiðiréttinn til þeirra sem voru í greininni á þessum tíma. Það er ekki svo fráleit aðferð en skipti ekki höfuðmáli til að ná megin markmiðum kerfisins, að auka hakvæmni sjávarútvegs.
Hinsvegar gengur ekki endalaust að líta í baksýnisspegilinn og geta ekki tekið þátt í upplýstum umræðum um málefni sjávarútvegs vegna þessa. Þetta er búð og gert og ekkert sem gert verður héðan af mun breyta því sem orðið er hvað þetta varðar. Menn hafa selt sig út úr greininni og það skiljanlega farið fyrir brjóstið á mörgum, en á móti kemur hefur það losað um fjármagn til margvíslegra annarra nota, og bætt hagkvæmni þeirra sem eftir sitja í sjávarútveg. Færri stærri fyrirkæki gefa íslendingum mikið tækifæri til sóknar í þessari grein. Rétt er að taka því fram að meira en 80% af kvótanum hefur skipt um hendur og því eru það nýir aðilar sem koma inn eftir kvótakerfið sem halda verulegum hluta veiðiheimilda.
Ég hef litla samúð með þeim sem göslast í að gera út kvótalaust með því að leigja til sín heimildir á uppsprengdu verði. Allt liggur þetta fyrir þegar lagt er af stað og því ákvörðun þessara manna sjálfra. Hvort sem það eru útgerðarmenn eða sjómenn sem ráða sig í slíkt pláss. Þetta er takmörkuð auðlind og því verður alltaf takmarkaður aðgangur að henni. Þeir hæfustu munu halda velli og það er grundvöllurinn af þessu öllu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.