29.3.2008 | 09:08
Back to the golf
Það er ágætt að vera komin í vanafarið hér í Colombo, eftir frábært frí heima á Íslandi meðal fjölskyldu og vina.
Hluti af vana einverunnar hér er gríðarlegt regluverk og skipulagðir dagar. Lítið sem ekkert drukkið af áfengi, sofnað klukkan tíu á kvöldin og farið á fætur kl. 5:45 og sprangað við dagmál hitabeltis Sri Lanka.
Ein aðal ástæðan fyrir regluverkinu er golfáhugi skrifara. Eftir að hafa hangið á bjargbrún uppgjafar við að ná tökum á golfsveiflunni var lagst í vísindaleg vinnubrögð. Ekki hafði dugað til að sækja kennslu mörgum sinnum í viku og hvorki rak né gekk við að að tileinka sér þessa stórmerkilegu íþrótt, og því lagst í akademískt nám. Og síðan að skilgreina hugtök og breytur og hvernig væri hægt að hafa áhrif á þær til árangurs.
Akademíkin kenndi skrifara að íþróttin byggi á afslöppun, yfirvegun og tækni, en alls ekki á aflsmunum eða átökum. Nauðsynlegt er að hafa mikla sjálfsstjórn, vera afslappaður og geta tæmt hugann um leið og hárrétt vöðvaminni sveiflunnar er framkvæmt. Nota stóra heilann við almenna hugsun og spekulasjón og til að kenna litla heilanaum að taka yfir við sveifluna sjálfa, sem hann nær ekki að framkvæma á þeirri örskot stund sem hún tekur. Grundvöllur þess að litli heilinn geti framkvæmt rétta sveiflu, og bætt hana við aukna æfingu, er yfirvegun og afslöppun. Við ákafa og æsing tekur sá stóri ósjálfrátt yfir og kemur í veg fyrir rétta hreyfingu og orsakar mistök í sveiflunni.
Þegar kraftur og ákafi fer saman má segja að andstæða yfirvegunar og afslöppunar sé fundinn. Það að ná innri ró til að geta endurtekið síendurteknar hreyfingar með það í huga að bæta ferli sveiflunnar, sé markmiðið útaf fyrir sig. Ef við skilgreinum hugtökin um að vera yfirvegaður og afslappaður sem; ,,að vera andlega og líkamlega afslappaður og líkamstarfsemina þannig að hugur nái tök á athöfn" má ímynda sér að nota mætti breytur eins og spennu vöðva og hjartslátt til að mæla ástandið. Hvortveggja er auðvelt að mæla og reyndar finnur maður það á þess að nota einhver tæki til þess.
Þá er komið að því að hafa áhrif á þessar breytur til að hámarka árangur í golfi. Það hefur ekki farið fram hjá skrifara að kaffi eykur hjartsláttur sem oft fylgir líkamleg spenna. Þannig var þeim drykki hent út fyrir alllöngu síðan og te sett inn í staðin.
Áfengi er örvandi en það hefur einnig áhrif daginn eftir neyslu, mismikið eftir magni en þó einhver eftir aðeins tvo til þrjá bjóra. Flestir hafa fundið fyrir skort á afslöppun og yfirvegun við aksturs bifreiðar daginn eftir gleðskap. Einnig því óöryggi og spennu sem fylgir því að fljúga til Ísafjarðar í vondu veðri og hristast í Djúpinu á leið inn á Skutulsfjörð við sömu aðstæður. Það var ekkert annað að gera en ýta áfenginu út, meðan golfið er stundað. Þess má milli telur skrifari besta mál að njóta þessara lystisemda lífsins.
Reglulegur svefn og holt mataræði skapar yfirvegun og ró, þó skorti hér á vísindalega útlistingu á því. Ekki það hún liggi ekki fyrir en erfitt er að koma því til skila í stuttu máli.
Skrifari tók einnig eftir því hversu gaman var að bregða út af regluverkinu í fríinu á Skíðaviku heima um páskana. Ef drukkið er alla daga og borðaður veislumatur verður það venjulegt og leiðigjarnt. Hinsvegar sem tilbreytingu á réttum stöðum og stundum verður það stórkostlega skemmtilegt. Gleðskapur og veislur eru ólíkar golfi hvað varðar árangur. Í golfi bæta menn sig og sífellt er verið að mæla árangurinn. Því meira sem spilað er, ef rétt er á haldið, eykst leiknin. Slíku er ekki að dreifa við gleðskapinn og þó hann sé stundaður stíft í tugi ára verða menn ekki endilega betri eða auka árangurinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkominn á staðinn, akademíski golfari!
Ívar Pálsson, 29.3.2008 kl. 16:34
Sæll aftur. Þú og lesendur hafa eflaust gaman af þessari færslu Atla Hermannssonar um Sri Lanka:
http://floyde.blog.is/blog/floyde/entry/415489/
Ívar Pálsson, 30.3.2008 kl. 23:51
Sæll Ívar. Takk fyrir ábendinguna. Ég las þetta blogg. Þetta er nú eitthvað að lagast en samstarfsmaður minn sagði mér í morgun að þessi hátíðarhöld, sem tengjast nýju ári búddista, hafi verið ansi bagaleg fyrir íbúa höfuðborgarinnar. Allt stoppað í tíu daga og ekki einu sinni hægt að fá brauð. Þetta er nú allt að nútímavæðast, ef það er þá til bóta.
Gunnar Þórðarson, 1.4.2008 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.