24.3.2008 | 17:25
Frí á Ísafirði
Það er gaman að vera í fríi heima á Ísafirði um páska. Að þessu sinni með nægum snjó og frábæru skíðaveðri. Og fyrir utan að hitta fjölskylduna eru allir vinirnir sem maður hefur vanrækt síðustu átta mánuðina.
Það er gaman að velta fyrir sér þeim hópum sem maður tilheyrir. Fyrrum Rótarýmenn hitti ég daginn eftir komuna til Ísafjarðar, þar sem ég sá um erindi kvöldsins á fundi hjá þeim. Næsta laugardag hittist matarklúbburinn sem ég hef verið í um áraraðir þar sem boðið var upp á hrefnu og svartfugl.
Síðan var kvöldverður á miðvikudag í dymbilviku með Hallgrími Bláskó, heimsfrægum gönguklúbbi sem ég tilheyri. Klúbburinn hefur gengið Hornstrandir þverar og endilangar og hefur lagt að baki tvær ferðir til útlanda. Hann hefur það fyrir mottó að ef hægt er að velja um tvær leiðir, er sú erfiðari farin.
Báða laugardagana hitti ég félaga mína í gufuklúbbnum í Bolungarvík. Okkur tókst ekki að gera út um kvótamálin frekar en endranær, þrátt fyrir að ráðherrann væri mættur seinni laugardaginn. En félagar í gufuklúbbnum eru sammála um olíuhreinsistöð í Dýrafirði en erfiðari mál,eins og kvótaumræðan, verður að bíða eftir frekari eftirgjöf hormóna þessara vösku manna.
Okkur hjónum var boðið til veislu á Kúabúið sem er svona nokkurskonar Valhöll Tungudals, þar eigum við sumarhús og eyðum venjulega öllum stundum frá vori til hausts innan um birkigróður og góða nágranna.
Ég tilheyri einnig hópi mikkilla skíðamanna er haldið hafa uppi skíðamenningu í fjöllum Tungudals, eftir að Seljalandsdalur var og hét. Á milli ferða ræðum við heimsmálin og sögur fljúga milli manna, sannar og lognar. Einstaka sinnum er dreypt á tappa af eðal viskí eða rommi laumað í súkkulaði drykk. Allt fyrir stílinn og góða skapið.
Þá eru ónefndir vinir sem eiga svo bágt að búa í Reykjavík, og sækja mann á Keflavíkurflugvöll og annar sem skýtur yfir manni skjólshúsi milli flugvéla.
Framundan er áframhaldandi vinna á Sri Lanka fram eftir sumri. Ég reikna með því að skreppa til Uganda í apríl til að skoða aðstæður þar en eftir sumarfrí í ágúst geri ég ráð fyrir að halda þangað til vinnu við svipuð verkefni og áður á Sri Lanka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.