19.3.2008 | 10:21
Frjálslyndir og hagfræðin
Ég heyrði viðtal við þingmann Frjálslandaflokksins RÚV í gær, Kristinn H. Gunnarsson. Þar átaldi hann stjórnvöld fyrir að hafa ekki undirbúið þjóðina undir þau slæmu tíðindi sem dynja yfir þessa stundina. Fall krónunnar og hlutabréfamarkaðarins. Ríkisstjórnin hefði setið með hendur í skauti sér á meðan Róm brennur. Fréttamaður spurði þá Kristinn hvað hann hefði viljað gera í þessu ástandi. Ekki stóð á svarinu frá þingmanninum.
Draga úr peningamagni í umferð og slá á þenslu í þjóðfélaginu.
Semsagt að halda stýrivöxtum háum! Stýrivextir eru notaðir til að ákvarða peningamagn í umferð og virkar almennt vel til að slá á þenslu þar sem dýrara verður að slá lán og sparnaður verður meira aðlaðandi. Hinsvegar ætti þingmaðurinn að átta sig á þeirri staðreynd að peningamálin eru í höndum Seðlabankans og þar á bæ skrifa menn bara ríkisstjórninni bréf ef þeir ná enni verðbólgumarkmiðum sem þeim eru sett. Slík bréf hafa verið nokkur undanfarin misseri. Í öðru lagi hefur Seðlabankinn einmitt haldið vöxtum á endurhverfum lánum mjög háum, 13,75% og ekki öllum líkað það vel. Kristinn er sem sagt mjög ánægður með aðgerðir Seðlabankans en virðist bara ekki vita að hann hefur verið að beita þessum einu vopnum sínum.
Þingmaðurinn ætti kannski frekar að beina spjótum sínum til ríkisstjórnarinnar sem eytt peningum á báða bóga með Keyniskum boðaföllum. Ríkið hefur þanið sig út á undanförnum árum velgengni í þjófélaginu og þannig mun það sitja upp með stærri sneið af þjóðarbúskapnum þegar kreppir að. Það hefur alltaf verið erfitt að bakka með ríkisútgjöld þegar búið er að koma þeim á.
Sem frjálshyggjumaður myndi ég þiggja alla aðstoð, jafnvel frá K.H.G. til að stöðva útþenslu ríkisins og þá forsjárhyggju sem í henni felst. Hinsvegar get ég róað þingmanninn með því að peningamálin eru ekki lengur í höndum stjórnmálamanna, guði sé lof. Stjórnmálamenn eru óheppilegir til að taka vaxtaákvörðun þar sem þær eru oftar en ekki óvinsælar. Ef þær eru skynsamlegar.
Við munum sjá það á næstunni að einstaklingar munu slá á sína eyðslu sem dregur úr þenslu, en ríkið mun fara í allt aðra átt. Eina ljósið í þessari stöðu er hugsanleg innspýting í atvinnulífið með byggingu álvera og annarra stóriðju. Olíahreinsistöð á Vestfjörðum væri mjög gott tækifæri til að vega upp á móti samdrætti í atvinnulífi landsmanna samfara þeirri kreppu sem nú virðist hreiðra um sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.