Skíðaveisla á Ísafirði

Páskar 2008 001Það hefur viðrað vel fyrir skíði síðan ég kom heim á Ísafjörð.  Glampandi sól og blíða og færið eins og best verður á kosið um helgina.  Á föstudeginum var Sandfellið með mátulegu púðurlagi þá hófst keppni við brettakrakkana að nýta það vel í frjálsri skíðamennsku.  Það er toppurinn og tekur meira í en troðnar slóðir.

Í norðri blasti gamla góða brekkan við, yfir Seljalandsdal.  Rústir lyfturnar sem við félagarnir höfðum nánast klárað að byggja þegar hún fór í snjóflóði 1999.  Fyrir utan nokkur snjósleðaför upp í brekkuna var hún sem óspjölluð mey og blasti við í sólskyninu.  Brekkan var áskorun um að marka spor okkar í hana.

Við lögðum þrír af stað klukkna níu á laugardagsmorgun.  Við sukkum í hné í hverju spori en puðið gleymdist í spjalli í góðra vina hópi og með skíðin á bakinu þjörkuðum við upp í skál.  Útsýnið þaðan á sólríkum morgni þegar fjörðurinn skartar sínu fegursta í vetrarham er ólýsanlegt.  Það vekur upp gamlar minningar frá skíðun í þessari bestu, og bröttustu, brekku íslenskrar skíðasögu.  Hér ólumst við upp á skíðum og áttum okkar bestu stundir.

Páskar 2008 003Í þetta sinn var rennslið niður erfitt.  Það hafði myndast skán í efsta lagi og mjúkt púður undir.  Við köllum þetta brotasnjó og þarf að hafa sig allan við til að ráða við það.  En gaman var það og neðar lagaðist færið og þar var hægt að hleypa á fulla ferð þannig að hvein í eyrum.

Síðan drifum við okkur beint upp í Tungudal þar sem troðnar brekkur og púður var valið til skiptis.  Við hefðum getað haldið á fram á kvöld, en skíðamenn mæta alltaf í gufu á laugardagseftirmiðdögum.  Þar látum við þreytuna líða úr okkur undir skemmtilegum umræðum og sögum.  þetta var mín fyrsta gufa í 10 mánuði og því um mikilvæga upprifjun að ræða.  Stimpla sig inn og halda á með söguna síðan í fyrra vor.

 

 

Páskar 2008 002


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 285834

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband