5.3.2008 | 13:20
Raunir almenninga
Undanfarði hef ég fengið tækifæri til að hitta marga úr fiskiðnaði Sri Lanka, sem tengist verkefni sem við Íslendingar erum að stýra. Í þessari viku hef ég átt fundi með fjölda útgerðamanna og heimsótt fiskmarkaði í leiðinni. Það er margt sem flýgur um hugann við náin kynni af vanþróuðum sjávarútveg þar sem lítið fer fyrir regluverki og eftirliti. Frjáls aðgangur að auðlindinni og lítil þekking sem flæðir um virðiskeðjuna er einkennandi. Þetta er svona draumastaða fyrir Vinstri græna og Frjálslandaflokkinn. Útópían og fagnaðarerindið sem þeir hafa verið að breiða út undanfarin ár og áratugi.
Hér hafa engar marktækar stofnmælingar átt sér stað og menn alveg lausir við átök um fiskifræðinga og vitlausa ráðgjöf þeirra. Slíkt er ekki til í orðaforðanum hér og þar sem aðgangur er galopin og allir sem vilja geta keypt sér bát og hafið veiðar, enda eru orð eins og sægreifar og kvótabrask ekki til umræðunni.
En skildi þá ekki allt vera dásamlegt og smjör drjúpi af hverju strái?
Það sem vantar hér er fiskveiðiarður. ,,Raunir almenninga" eru í algeymi þar sem allt fer í kostnað við útgerðina og lítið er til skipta. Fiskimenn eru fátækir og útgerðarmenn barma sér. Engin stendur upp úr þar sem "Tragety of the Common" sér til þess að sótt er þar til engin arður er til.
Það hefur alltaf vantað inn i umræðu andstæðinga kvótakerfis, hvað eigi að koma í staðin verði það lagt af. Ef menn eru að boða frjálsan aðgang "Free Access" að fiskimiðum þá er auðvelt að sjá hverju það skilar. Eini munurinn á fiskveiðum í þróunarlöndum og þeim þróuðu, þar sem fiskveiðistjórnun er lítil eða ómarkviss, er að ríku þjóðirnar dæla peningum inn í sjávarútveginn sem einhverskonar byggðastefnu. Það hefur aldrei legið fyrir Íslendingum að geta það þar sem fiskveiðar eru of mikilvægar í þjóðarbúskapnum. Þannig að við myndum lenda í flokki með þróunarlöndunum.
Það má vel vera að sýnin sé rómantísk þar sem veiðimenn geta bara gert það sem þeim dettur í hug og sækja sjóinn og brosað í stafni við sæfeykta strönd. En ég upplifi það ekki þannig þegar litast er um í slíku umhverfi. Fiskveiðistjórnun sem ekki lýtur lögmálum hagfræðinnar er dæmd til að sólunda auðlindum. Öllum til tjóns þegar upp er staðið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 285834
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.