Raunir almenninga

Túnfiskur 002Undanfarði hef ég fengið tækifæri til að hitta marga úr fiskiðnaði Sri Lanka, sem tengist verkefni sem við Íslendingar erum að stýra.  Í þessari viku hef ég átt fundi með fjölda útgerðamanna og heimsótt fiskmarkaði í leiðinni.  Það er margt sem flýgur um  hugann við náin kynni af vanþróuðum sjávarútveg þar sem lítið fer fyrir regluverki og eftirliti.  Frjáls aðgangur að auðlindinni og lítil þekking sem flæðir um virðiskeðjuna er einkennandi.  Þetta er svona draumastaða fyrir Vinstri græna og Frjálslandaflokkinn.  Útópían og fagnaðarerindið sem þeir hafa verið að breiða út undanfarin ár og áratugi.

Hér hafa engar marktækar stofnmælingar átt sér stað og menn alveg lausir við átök um fiskifræðinga og vitlausa ráðgjöf þeirra.  Slíkt er ekki til í orðaforðanum hér og þar sem aðgangur er galopin og allir sem vilja geta keypt sér bát og hafið veiðar, enda eru orð eins og sægreifar og kvótabrask ekki til umræðunni.

 

 

Túnfiskur 003En skildi þá ekki allt vera dásamlegt og smjör drjúpi af hverju strái?

Það sem vantar hér er fiskveiðiarður.  ,,Raunir almenninga" eru í algeymi þar sem allt fer í kostnað við útgerðina og lítið er til skipta.  Fiskimenn eru fátækir og útgerðarmenn barma sér.  Engin stendur upp úr þar sem "Tragety of the Common" sér til þess að sótt er þar til engin arður er til. 

Það hefur alltaf vantað inn i umræðu andstæðinga kvótakerfis, hvað eigi að koma í staðin verði það lagt af.  Ef menn eru að boða frjálsan aðgang "Free Access" að fiskimiðum þá er auðvelt að sjá hverju það skilar.  Eini munurinn á fiskveiðum í þróunarlöndum og þeim þróuðu, þar sem fiskveiðistjórnun er lítil eða ómarkviss, er að ríku þjóðirnar dæla peningum inn í sjávarútveginn sem einhverskonar byggðastefnu.  Það hefur aldrei legið fyrir Íslendingum að geta það þar sem fiskveiðar eru of mikilvægar í þjóðarbúskapnum.  Þannig að við myndum lenda í flokki með þróunarlöndunum. 

 

Túnfiskur 007Það má vel vera að sýnin sé rómantísk þar sem veiðimenn geta bara gert það sem þeim dettur í hug og sækja sjóinn og brosað í stafni við sæfeykta strönd.  En ég upplifi það ekki þannig þegar litast er um í slíku umhverfi.  Fiskveiðistjórnun sem ekki lýtur lögmálum hagfræðinnar er dæmd til að sólunda auðlindum.  Öllum til tjóns þegar upp er staðið.

 

 

 

 

Túnfiskur 016


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband