25.2.2008 | 14:44
Nuwara Eliya
Enn og aftur var skroppið til fjalla, nánar tiltekið til Nuwara Eliya til að spila golf. Við gistum á lúxus hóteli sem byggt er um miðja síðustu öld í nýlendustíl. Allt minnir á England og maður sér fyrir sér nýlenduherrana njóta veðurblíðunnar í fjöllunum þegar hitinn er kæfandi niður í Colombo.
Við ókum á föstudagskvöldi og náðum síðbúnum kvöldverði á Grand Hotel. Við komum út skömmu eftir birtingu á laugardagsmorgun og hitastigið var sex gráður. Maður fann lyktina af kuldanum. Svona eins og heima og ekki laust við smá heimþrá. Golfvöllurinn er í nokkurra mínútna göngu við vorum byrjaðir að spila fyrir kl. átta. Fallegur sólskinsdagur og náttúrufegurðin ólýsanleg. Við fengum okkur hádegisverð í klúbbnum eftir góðan hring á vellinum. Það var ekki svitadropi á okkur enda hitastigið rétt um 25° C. Í golfferðum er bara drukkið límonaði, þó maður leyfi sér rauðvínstár að kvöldi. Smá Viskí fyrir svefninn, en menn fara í háttinn upp úr klukkan tíu.
Nuwara Eliya er langt fyrir ofan regnskóginn sem umlykur mest alt Sri Lanka. Teakrar teygja sig yfir hæðótt landslagið ,,Hill Country" og allt er iðagrænt. Enn er hagstætt að heimsækja svæðið og verðlag ótrúlega hagstætt fyrir Íslendinga. Það breytist hinsvegar í apríl þegar vertíðin byrjar upp til fjalla. Verðlag þrefaldast en þá er reyndar allt í blóma og svæðið skartar sínu fegursta.
Eftir góðan hring á sunnudagsmorgun og hádegisverð á hótelinu var ekið af stað í bæinn. Við komum við í teverksmiðju þar sem hægt er að kaupa úrvals te á góðu verði. Single Estate Fine Te frá Mackwoods verksmiðjunni sem er í nærri 2000 metra hæð. Bragðmesta og besta teið er ræktað hátt upp í fjöllum. Ég keypti nóg til að færa vinum mínum heima sem kunna að meta þennan eðaldrykk. Sjálfur hætti ég að drekka kaffi fyrir þremur mánuðum síðan og nú er drykkurinn te. Bjórinn settur út á gaddinn og límonaði tekið inn. Það er ekki pláss fyrir bjór með vinnu, ritgerðarsmíð og golfsveiflu. Svo hann varð að víkja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.