Nuwara Eliya

Grand HotelEnn og aftur var skroppið til fjalla, nánar tiltekið til Nuwara Eliya til að spila golf.  Við gistum á lúxus hóteli sem byggt er um miðja síðustu öld í nýlendustíl.  Allt minnir á England og maður sér fyrir sér nýlenduherrana njóta veðurblíðunnar í fjöllunum þegar hitinn er kæfandi niður í Colombo.

Við ókum á föstudagskvöldi og náðum síðbúnum kvöldverði á Grand Hotel.  Við komum út skömmu eftir birtingu á laugardagsmorgun og hitastigið var sex gráður.  Maður fann lyktina af kuldanum.  Svona eins og heima og ekki laust við smá heimþrá.  Golfvöllurinn er í nokkurra mínútna göngu við vorum byrjaðir að spila fyrir kl. átta.  Fallegur sólskinsdagur og náttúrufegurðin ólýsanleg.  Við fengum okkur hádegisverð í klúbbnum eftir góðan hring á vellinum.  Það var ekki svitadropi á okkur enda hitastigið rétt um 25° C.  Í golfferðum er bara drukkið límonaði, þó maður leyfi sér rauðvínstár að kvöldi.  Smá Viskí fyrir svefninn, en menn fara í háttinn upp úr klukkan tíu.

Nuwara Eliya er langt fyrir ofan regnskóginn sem umlykur mest alt Sri Lanka.  Teakrar teygja sig yfir hæðótt landslagið ,,Hill Country" og allt er iðagrænt.  Enn er hagstætt að heimsækja svæðið og verðlag ótrúlega  hagstætt fyrir Íslendinga.  Það breytist hinsvegar í apríl þegar vertíðin byrjar upp til fjalla.  Verðlag þrefaldast en þá er reyndar allt í blóma og svæðið skartar sínu fegursta.

Á golfvellinum

 Árni við golfklúbbinn

 

 

 

 

 

 

 

Eftir góðan hring á sunnudagsmorgun og hádegisverð á hótelinu var ekið af stað í bæinn.  Við komum við í teverksmiðju þar sem hægt er að kaupa úrvals te á góðu verði.  Single Estate Fine Te frá Mackwoods verksmiðjunni sem er í nærri 2000 metra hæð.  Bragðmesta og besta teið er ræktað hátt upp í fjöllum.  Ég keypti nóg til að færa vinum mínum heima sem kunna að meta þennan eðaldrykk.  Sjálfur hætti ég að drekka kaffi fyrir þremur mánuðum síðan og nú er drykkurinn te.  Bjórinn settur út á gaddinn og límonaði tekið inn.  Það er ekki pláss fyrir bjór með vinnu, ritgerðarsmíð og golfsveiflu.  Svo hann varð að víkja. 

Baksveifla í golfi

Nuwara Eliya

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband