19.2.2008 | 12:03
Golfsveifla
Það er sólskyn og blíða á sjöttu gráðu norður, og skuggarnir frekar stuttir. Svitinn perlar af berum handleggjum og rennur niður í lófann sem heldur um kylfuna. Ég gríp um skaftið, fyrst með vinstri hendinni, með svokölluðu sterku lokuðu gripi. Kylfan liggur í fingrunum þannig að kverkin milli vísifingurs og þumals bendir í átt að hægri öxl. Ég sé greinilega þrjá hnúa á hendinni þegar ég gríp með þeirri hægri neðan við vinstri höndina. Þumalinn leggst vinstra megin við skaftið og eins og áður bendir bilið milli vísifingurs og þumals á hægri öxl. Vinstri höndin lætur aðdráttaraflið ráða og liggur beint niður en kylfan hallar frá að austurhveli kúlunnar.
Hnén láta aðeins eftir og ég halla mér fram með bakið beint. Ég færi vinstri fótinn aðeins fram fyrir hnöttinn og síðan hægri fótinn jafn langt aftur. Fæturnir eru í lóð við axlir og fjarlægðin frá höndum að líkama er um þverhandarbreidd. Það er komið að "take off autapilot" og aftursveiflan hefst þegar kylfan er dregin af stað í andhverfa stefnu við skotlínu. Varlega snýst upp á líkamann um mjaðmir og axlir og báðir handleggir beinir þar til kylfan er lárétt í 270° frá skotstefnu. Þunginn er nú allur kominn á hægri fótinn, sem er örlítið útskeifur til að auðvelda snúninginn upp á líkamann. Höfuðið stöðugt enda augun á höggpunkti kúlunnar, og passað að rétta ekki úr hægra hné. Nú fer að myndast brot á vinstri úlnlið og hægri olnbogi fer að gefa eftir. Aftursveiflan heldur á þar til snúningur á mjöðm og öxlum hefur náð um 90 gráðum og ég horfi yfir öxlina á kúluna. Kylfu hausinn bendir nú fram og niður fyrir ofan höfuðið á mér.
Hér er komið að hárfínu augnabliki þar sem aðdráttarafl jarðar tekur þátt í ævintýrinu í brot úr sekúndu. Tilfinningin er að kylfan byrji að falla og hægri olnbogi leggur af stað í átt að líkamanum. Hér tekur vinstri höndin öll völd og byrjar framsveifluna. Tilfinningin er að ég sé að berja ryk úr teppi sem hengt hefur verið upp við hliðina á mér.
Vinstri höndin dregur kylfuna með auknum hraða þar til augnabliki fyrir árekstur við kúluna, að það réttist úr úlnliðinum. Þarna tekur hægri höndin völdin og klárar sveifluna.
Það má líkja þessu við þegar nagli er negldur með hamri. Ef reynt er að negla með beinum úlnlið er mjög erfitt að reka niður tommu nagla. Með því að sveigja úlnliðinn og rétta úr honum á réttu augnabliki reynist auðvelt að negla niður fimm tommu gaur.
Við vindingin ofan af úlnlið samfara sveiflunni fer kylfuhausinn á um 150 km hraða, akkúrat áður en snertingin á sér stað og kúlan flýgur um 110 metra leið í beinum fögrum boga. Tregðulögmálið í sveiflunni dregur líkamann upp og þunginn flyst allur yfir á vinstri fótinn en sá hægri er kominn á loft með tána niður. Tregðan er svo mikil í sveiflunni að kylfan er komin aftur fyrir hnakka þegar búið er að stöðva hana. Allan tímann hafa mjaðmir ekkert sveiflast til, heldur bara snúist upp á þær.
Þetta var hin fullkomna golfsveifla. Stundum er talað um að hugur og hönd þurfi að vinna saman en líffræðilega er þetta samstarf á milli litla og stóra heila. Sá stóri hugsar en litli framkvæmir lærðar endurteknar hreyfingar. Eins og að stikla á steinum í stórgrýttri fjöru eða hreinlega að aka bíl.
Ánægjan sem fylgir hinu fullkomna höggi er ólýsanleg. Eins og rauðvínssmökkun er golfsveiflan list. Þeir sem stunda hið fyrrnefnda hafa fundið alls kyns samlíkingar til að útskýra hið fullkomna bragð og tilfinningu við snertingu víns og skynfæra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 285582
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.