Bókin á náttborðinu

IMG_6529Þessa dagana er ég með bókina Undir Snjáfjöllum eftir vin minn Engilbert S. Ingvarsson á náttborðinu.  Bókin er góð lýsing á lífi fólks undir Snæfjallaströnd á fyrri hluta síðustu aldar.  Þetta er mér hugleikið enda á ég ættir mínar að rekja þangað en afi minn í móður hætt, Hjalti Jónsson, var fæddur á Skarði. 

Ég hef í tvígang gengið ströndina frá Berjadalsá að Dalbæ sunnan við Unaðsdal.  Það er reyndar með ólíkindum hversu fögur bæjarnöfn og örnefni eru á þessum slóðum.  Berjadalsá, Gullhúsaá, Unaðsdalur, Snæfjöll, Tyrðilmýri, Sandeyri og Lyngholt. 

Í fyrra skiptið gekk ég undir leiðsögn Jóns Reynis félaga míns og jafnaldra og síðar með öðrum skólafélaga, Snorra Grímssyni.  Báðir eru þeir miklir viskubrunnar og þekkja vel til sögu strandarinnar og þess mannlífs sem hún ól á sínum tíma.  Nú er stöndin komin í eyði fyrir utan sumargesti sem koma og fara án þess að treysta á þær auðlindir sem náttúran gaf íbúum fyrr alda.

Þó ströndin líti kuldalega út séð frá Ísafirði er það að hluta til blekking.  Skaflarnir safnast undir hjalla í hlíðinni en skjól við norðanáttinni veitir aðhald og gerði útræði auðvelt á gjöful fiskimið í Ísafjarðardjúpi.  Einnig er sólríkt á Snæfjallaströnd og nær sólin að verða æsæ þegar hún er hæst á lofti í kringum jónsmessu.

IMG_6399Það sem vakti mig til umhugsunar við lestur bókarinnar var sá félagslegi kraftur sem Engilbert lýsir í í bók sinni þar sem stofnun og rekstur ungmennafélaga á þriðja og fjórða áratug tuttugustu aldar ber hæst.  Þrátt fyrir bág kjör og litla peninga voru menn tilbúnir að leggja fé og vinnu við að byggja upp félagsaðstöðu til að halda leiksýningar, böll og stóðu fyrir útgáfu menningarrits.  Efniviður til húsbygginga var keyptur frá austanverðum ströndum, rekaviður sem lónað hafði með straumum í mörg ár frá skógarhöggi í Síberíu, og síðan sagað niður í borð með handsög.  Með samtakamætti reistu menn síðan Ásgarð sem varð félagsheimili íbúa við Snjáfjallaströnd.

Ég sagði frá því í gær að ég kom við í þorpi sem reyst var fyrir fólk sem misst hafði heimili sín í tsunami flóðinu 2004.  Fyrr um daginn hafði ég séð um afhendingu löndunarstöðvar sem var gjöf frá Íslensku þjóðinni til fiskimannasamfélags hér í landi.  Mér varð hugsað til þess að íbúar þessara fiskimannasamfélaga eru ekkert verr settir hvað efnahag varðar en íbúar Snæfjallastrandar voru í upphafi síðustu aldar.  En þarna er hinsvegar grundvallar munur á framtaki og þrótti við að halda uppi félagslegum þáttum en lítið ber á slíku hér í fiskimannasamfélögum Sri Lanka.  Hvergi heyrist í tónar eða ber á öðrum listviðburðum.  Lífið einskorðast við að hafa í sig og á okki rúm fyrir neitt annað.

Hópur í upphafi ferðarÍ sveitum Íslands í fátækt fyrri aldar var alltaf einhver sem komst yfir harmonikku sem dugði til að halda gott ball.  Enda kemur fram í bók Engilberts að slíkar samkomur voru haldnar, fyrst í heimahúsum og síðar í félagsheimilum sem íbúarnir komu sér upp.

Ekki kann ég skýringu á þessum mun sem hér er nú og var við svipaðar efnahagslegar aðstæður 1930 á Snæfjallaströnd, en það væri frekar hlutverk mannfræðinga að finna út úr því en hagfræðinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Þú verður bara að læra á nikku, Gunnar minn!

Ívar Pálsson, 30.1.2008 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband