30.1.2008 | 16:09
Bókin á náttborðinu
Þessa dagana er ég með bókina Undir Snjáfjöllum eftir vin minn Engilbert S. Ingvarsson á náttborðinu. Bókin er góð lýsing á lífi fólks undir Snæfjallaströnd á fyrri hluta síðustu aldar. Þetta er mér hugleikið enda á ég ættir mínar að rekja þangað en afi minn í móður hætt, Hjalti Jónsson, var fæddur á Skarði.
Ég hef í tvígang gengið ströndina frá Berjadalsá að Dalbæ sunnan við Unaðsdal. Það er reyndar með ólíkindum hversu fögur bæjarnöfn og örnefni eru á þessum slóðum. Berjadalsá, Gullhúsaá, Unaðsdalur, Snæfjöll, Tyrðilmýri, Sandeyri og Lyngholt.
Í fyrra skiptið gekk ég undir leiðsögn Jóns Reynis félaga míns og jafnaldra og síðar með öðrum skólafélaga, Snorra Grímssyni. Báðir eru þeir miklir viskubrunnar og þekkja vel til sögu strandarinnar og þess mannlífs sem hún ól á sínum tíma. Nú er stöndin komin í eyði fyrir utan sumargesti sem koma og fara án þess að treysta á þær auðlindir sem náttúran gaf íbúum fyrr alda.
Þó ströndin líti kuldalega út séð frá Ísafirði er það að hluta til blekking. Skaflarnir safnast undir hjalla í hlíðinni en skjól við norðanáttinni veitir aðhald og gerði útræði auðvelt á gjöful fiskimið í Ísafjarðardjúpi. Einnig er sólríkt á Snæfjallaströnd og nær sólin að verða æsæ þegar hún er hæst á lofti í kringum jónsmessu.
Það sem vakti mig til umhugsunar við lestur bókarinnar var sá félagslegi kraftur sem Engilbert lýsir í í bók sinni þar sem stofnun og rekstur ungmennafélaga á þriðja og fjórða áratug tuttugustu aldar ber hæst. Þrátt fyrir bág kjör og litla peninga voru menn tilbúnir að leggja fé og vinnu við að byggja upp félagsaðstöðu til að halda leiksýningar, böll og stóðu fyrir útgáfu menningarrits. Efniviður til húsbygginga var keyptur frá austanverðum ströndum, rekaviður sem lónað hafði með straumum í mörg ár frá skógarhöggi í Síberíu, og síðan sagað niður í borð með handsög. Með samtakamætti reistu menn síðan Ásgarð sem varð félagsheimili íbúa við Snjáfjallaströnd.
Ég sagði frá því í gær að ég kom við í þorpi sem reyst var fyrir fólk sem misst hafði heimili sín í tsunami flóðinu 2004. Fyrr um daginn hafði ég séð um afhendingu löndunarstöðvar sem var gjöf frá Íslensku þjóðinni til fiskimannasamfélags hér í landi. Mér varð hugsað til þess að íbúar þessara fiskimannasamfélaga eru ekkert verr settir hvað efnahag varðar en íbúar Snæfjallastrandar voru í upphafi síðustu aldar. En þarna er hinsvegar grundvallar munur á framtaki og þrótti við að halda uppi félagslegum þáttum en lítið ber á slíku hér í fiskimannasamfélögum Sri Lanka. Hvergi heyrist í tónar eða ber á öðrum listviðburðum. Lífið einskorðast við að hafa í sig og á okki rúm fyrir neitt annað.
Í sveitum Íslands í fátækt fyrri aldar var alltaf einhver sem komst yfir harmonikku sem dugði til að halda gott ball. Enda kemur fram í bók Engilberts að slíkar samkomur voru haldnar, fyrst í heimahúsum og síðar í félagsheimilum sem íbúarnir komu sér upp.
Ekki kann ég skýringu á þessum mun sem hér er nú og var við svipaðar efnahagslegar aðstæður 1930 á Snæfjallaströnd, en það væri frekar hlutverk mannfræðinga að finna út úr því en hagfræðinga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú verður bara að læra á nikku, Gunnar minn!
Ívar Pálsson, 30.1.2008 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.