Löndunarstöð í Nilwella

Nilwella landing center 004Það var annarsamur dagur í dag og óhætt að fullyrða að unnið var myrkrana á milli.  Lagt af stað fyrir sólarupprás á suðuodda Sri Lanka til að afhenda löndunarstöð frá Íslensku þjóðinni til fiskimálasamfélagsins í Nilwella.  Eftir klukkutíma ræðuhöld og veislu var lagt af stað heim aftur en komið við hjá frænda bílstjórans okkar sem stýrði okkur í gegnum ótrúlega kúnstuga umferð landsins.

Við komum að byggð sem reist hafði verið fyrir fórnarlömb tsunami, um 400 hús alls.  Ekkert nema íbúðarhús, engin vinna né þjónusta á staðnum.  Fólkið hafði lifað af sjónum fyrir flóðölduna en var nú sett upp í afdal án tilgangs í tæplega átta kílómetra fjarlægð frá ströndinni.

En það var tekið á móti okkur með kostum og kynjum og boðið upp á fisk og kjöt í karrý og bjór til að skola niður.  Það var gaman að spjalla við fólkið en alls bjuggu sex fjölskyldur í þessu húsi sem var um hundrað rúmmetrar.  Umræðurnar fóru í gegnum tíu ára stúlku sem talaði reiðbrennandi ensku.

Nilwella landing center 026Ég frétti af syni mínum Jóni á þessum slóðum og við höfðum mælt okkur mót til tedrykkju í virkinu í Matara.  Jón er á flakki um Sri Lanka en kemur heim til sín (á Hyde Park Residency) á miðvikudags kvöld.  Ekkert varð af feðrafundi í þetta sinn þar sem rútan tafðist sem hann tók úr fjöllum niður á strönd.  En við höfum ákveðið aðra golf ferð til Nuwara Eliya um helgina. 

Golf og aftur golf.  Lífið snýst um það þessa stundirnar og reynt að ná tökum á sveiflunni.  Kuma, golfkennari, er með okkur báða í meðhöndlun til að gera okkur að golfleikurum.  Það gengur betur með Nonna en mig en karlinn er orðin heltekin af því að temja mig inn í þessa göfugu íþrótt.  Örugglega metnaðarfyllsta hlutverk sem hann hefur tekið sér fyrir hendur.  Fá mig til að vera mjúkur og nota ekki krafta.  Töfraorðið er bros til að ná spennunni úr skrokknum og ná þessar einu sönnu mjúku sveiflu.  Sú sveifla verður tekin í tvö þúsund metra hæð um helgina.  Ég held að sjálfur fari ég í sextíu þúsund fet ef það tekst.

Nilwella landing center 031Nilwella landing center 040


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 285610

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband