15.1.2008 | 11:11
Mannréttindamál
Það er með ólíkindum að fylgjast með umræðu um meint mannréttindabrot íslenskra stjórnvalda héðan frá Sri Lanka. Ekki hafði ég heyrt af þessari mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna, en Álit þeirra á fiskveiðikerfi Íslendinga vekur upp efasemdir um þekkingu þeirra tólfmenninga sem sitja í nefndinni.
Mér er reyndar alvarlega misboðið að ræða um fiskveiðistjórnunarkerfið með þessum hætti í samhengi við mannréttindabrot. Mannréttindi eru hornsteinn lýðræðis og fáar þjóðir njóta þeirra í meira mæli en Íslendingar. Þeir Erlingur Haraldsson og Örn Sveinsson brutu íslensk lög og voru dæmdir fyrir það. Lög sem sett voru af lýðræðiskjörnu löggjafarþingi Íslendinga, og eru reyndar mjög gegnsæ og auðskilin. Eftirlit með þessum lögum er síðan í höndum eftirlitsaðila sem vinna kerfisbundið og án pólitískra áhrifa og þeir sem staðnir eru af brotum á þessum lögum eru dæmdir af sjálfstæðum dómstólum.
Ég sá að Morgunblaðið, í forystugrein, sá ástæðu til þess að óska lögbrjótunum til hamingju með álit þessarar dæmalaus mannréttindanefndar S.Þ. Morgunblaðið hefur að vísu alltaf verið á móti kvótakerfinu en það vekur hinsvegar athygli að blaðið skuli styðja lögbrjóta.
Látum nú mannréttindamálin liggja milli hluta í þessu máli og spyrjum okkur að því hvað skuli koma í staðin fyrir kvótakerfið, ef það er svona óréttlátt. Eða þarf ekkert að takmarka ásókn í fiskimið Íslendinga? Er þetta óþrjótandi auðlind? Dettur einhverjum heilvita manni í huga að halda því fram?
Ég sit hér á Sri Lanka og meðal annars skrifa meistararitgerð mína sem fjallar um virðiskeðju í sjávarútvegi landsins. Því fylgir að lesa mikið af rannsóknarskýrslum og ritgerðum, meðal annars mikið af efni frá Matvælastofnun Sameiniðuþjóðanna (FAO). Það gengur eins og rauður þráður í gegnum þessar skýrslur að ein helsta ástæða fyrir fátækt fiskimanna og lítillar tekjumyndunnar í sjávarútveg þróunarlanda, eins og Sri Lanka, er það sem kallað er frjáls aðgangur að auðlindinni (open access). Skortur á einkarétti á nýtingu auðlindarinnar kemur í veg fyrir hagræðingu þar sem harmleikur almenninga (Tragety of the Common) er alls ráðandi. Ég kannast ekki við að hafa lesið neitt í þessum lærðu skýrslum frá S.Þ. sem mælir með frjálsum aðgangi að fiskveiðum. Ég held að allir lærðir menn átti sig á þessu en ritstjóri Morgunblaðsins lætur hinsvegar stjórnast af barnalegri rómatík sinni í þessu mikla hagsmunamáli þjóðarinnar.
Ekki veit ég hvort tólfmenningarnir í mannréttindanefnd S.Þ. hafa séð eitthvað af þessum skýrslum fræðimanna stofnunarinnar á sviði fiskveiðimála en það er alveg á hreinu að þeim veitti ekki af að lesa sig svolítið til. En hvers vegna er dómstóll á vegum S.Þ. að gefa álit sitt á slíkum málum? Mér skilst að þessi dómstóll hafi aldrei gefið nein álit á Norður Kóreu, Mayamar, Kína eða öðrum slíkum löndum. Þeir hafa hinsvegar verið ósínkir á álit sitt á mannréttindabrotum í Hollandi, Svíþjóð og núna síðast á Íslandi. Þetta er náttúrlega allt saman djók, nema óábyrg afstaða Morgunblaðsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitt augnablik hvarflaði að mér að greinarhöfundur væri með hitasótt á alvarlegu stígi, og þess vegna væri ekki með rétta hugsun eða trúboði ofsatrúar LÍÚ safnaðarins. Þetta er ekki meint sem móðgun
Ég vil upplýsa um vanþekkingu mína á sjávarútvegi á Sri Lanka, en er það mat þitt að ástæðan hvernig komið er fyrir heimamönnum þarna suður frá það að heimamenn sjálfir hafi rústað sínum fiskimiðum, eða gæti ástæðan verið gengdarlaus ofveiði fiskiskipa annara landa, sem ég tel vera sennilega alveg eins og gerðist hjá ennþá þróaðara ríki þ.e. Kanada.
Eins og þú veist þá var fyrir núverandi kvótakerfi kvóti, þ.e. heildarkvóti, en mér þætti samt vænt um ef þú getur bent mér á þann ávinning sem núverandi kerfi hefur fært okkur síðan það var sett á 1984? Hér stefnir nefnilega í sömu átt að undanskildu því að það eru ekki erlendar útgerðir sem valda því, heldur innlendar. Ekki hafa skuldir sjávarútvegsins minnkað, heldur aukist, og svo lengi mætti telja.
Hvað álit(dóm) nefndar SÞ varðar, þá lætur þú að því liggja að nefndarmenn hafi ekki haft neina greinargerð eða nokkuð til þess að styjast við í sínum úrskurði. Svona rökfærsla er náttúrulega alveg út í hött, er bara rökleysa.
Þær eru misjafnar forsendurnar sem settar eru fyrir takmörkun til atvinnu, t.d. þega kvóti var setuur á í landbúnaði, þar sem ríkið er stór þáttakandi í formi styrkja á t.d. per/lltr. mjólkur, eða per/kg. lambakjöts, það kerfi kom til þegar til margra ára var búið að berjast við smjörfjöll, ár við mjólkurbú lituðust á stundum mjólkurhvít eða allir frystiklefar landsins fullir út að dyrum af lambakjöti. Eftir þær aðgerðir hefur ekki borið á þessum vandamálum svo ég muni, en forsendur þessarar aðgerðar tókust. Allt annað er uppi á teningnum þegar kemur að fiskveiðistjórnunarkerfinu, þar hafa forsendur algjörlega brugðist, og ekki orðið neinum til góðs nema þeim sem fengu kvótan sinn að gjöf.
Jóhanna Guðný Baldvinsdóttir, 15.1.2008 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.