30.12.2007 | 06:16
Harmleikur almenninga
Umræðan um fiskveiðistjórnun Íslendinga hefur verið áberandi undanfarna tvo áratugi, og ekki að furða sig á því þar sem miklir hagsmunir þjóðarinnar eru í húfi. Íslendingar skera sig úr í samfélagi þjóðanna þegar kemur að stjórnun fiskveiða og umgengni um auðlindina og eru ein af örfáum þjóðum heims sem reka fiskveiðar á viðskiptalegum grunni þar sem greinin er hagnaðardrifin.
Mér varð hugsað til þessa þegar ég dvaldi á strandhóteli á Sri Lanka yfir jólin og fylgdist með veiðum fiskimanna með strandnót. Notaðir eru tveir bátar til að róa með nótina út á víkina og henni síðan kastað í hálfhring. Úr hverjum væng liggur lina upp á land sem síðan er dregin upp á höndum, en við töldum 47 manns við ádráttinn. Nótin er gríðarstór og þessi var framleidd úr snæri ofnu úr kókoshnetum, fyrir utan pokann sem var úr gerviefni. Nótinni var kastað um sjö leitið um morguninn og búið að draga hana upp á strönd fyrir hádegi. Aflinn var um 20 kg á aðfangadag en aðeins um 5 kg á jóladag. Við reiknuðum út að afrakstur fiskimannsins væri að meðaltali u.þ.b. einn dollar fyrir dagsverkið. Eigandi nótarinnar tekur helminginn og hitt skiptist á milli þátttakanda við ádráttinn.
Á átti síðar samræður við menn sem vel þekkja til fiskveiða á Sri Lanka og kom fram hjá þeim að fyrir 20 árum hafi verið algengt að veiðin væri nokkur hundruð kíló í kasti. Ef marka má frásögn þeirra (sérfræðinga í veiðum) er veiðin 10% af því sem hún var áður. Almennt eru menn sammála um að ofveiði sé um að kenna á grunnslóð landsins en lítið fer fyrir veiðistjórnun stjórnvalda.
Gerrett Harding skrifaði fræga grein árið 1968 sem hann kallaði Tragety of the Common" (harmleikur almenninga) Í einföldustu útfærslu má lýsa þessu fyrirbæri með sögu af fimm bændum sem búa í kringum dal þar sem þeir deila sameiginlegum bithaga. Bithaginn er almenningur og fljótlega er hann fullnýttur, þ.e.a.s. ágangur er jafn mikill og afrakstur hans. Þá er komið að svolítilli leikjafræði en hver bóndi hugsar með sér að hagkvæmt sé að bæta við hjörðin, enda sé lítill sem engin breytilegur kostnaður samfara því. Hver bóndi hugsar einnig á þann veg að ef hann fjölgi ekki þá munu hinir gera það. Þrátt fyrir að allri bændurnir geri sér fulla grein fyrir afleiðingunum sem þetta kallar á, ofbeit á bithagann, fjölgar hver um sig í hjörðinni. Niður staðan er harmleikur almenningsins þar sem ofbeitin veldur hríðfallandi fallþunga og í framhaldi af því minnkandi tekjum allra bændanna. Til lengri tíma verður landið örfoka, blæs upp og hrun verður í dalnum.
Nákvæmlega það sama gerist þar sem um sameiginlega fiskveiðiauðlind er að ræða. Á Sri Lanka er haldið á að veiða ofveidda stofna og veiði á sóknareiningu hefur hrunið, öllum þeim sem stunda greinina til tjóns. Hefðu Íslendingar ekki tekið þá sársaukafullu ákvörðun að setja á kvótakerfi upp úr níunda áratug síðustu aldar, væru lífskjör þjóðarinnar með öðrum og verri hætti en raunin er. Íslendingar eru í efsta sæti þjóða heims í lífsgæðum, ef marka má nýlega úttekt sem framkvæmd er af alþjóðastofnum og meðal annars rataði inn í helstu fréttastofur á Sri Lanka í síðasta mánuði.
Fiskveiðistjórnun er samt meira en kvótakerfi, en það var sett á vegna gríðarlegs taps á útgerðinni þar sem fiskveiðiflotinn var orðin allt of stór miðað við afrakstur auðlindarinnar. Við notum vísindamenn Hafrannsóknarstofnunnar til að fylgjast með ástandi nytjastofna og gera tillögur um veiðimagn. Einhverskonar kerfi þarf til að ákveða síðan veiðimagn sem vonandi er í takt við ráðleggingar vísindamanna okkar. Hafrannsóknarstofnun leggur síðan til friðun svæða til að gefa fiskistofnum möguleika á að viðhalda sér. Fiskistofa fylgist með veiðileyfum báta og lönduðum afla og ásamt Landhelgisgæslunni sér um eftirlit með að lögum og reglum sé hlýtt. Allt gengur þetta út á að hámarka fiskveiðaarðinn, fiskiðnaðinum til heilla og ekki síður Íslensku þjóðinni.
Í dæmi um veiðar á Sri Lanka sem hér er talað um fer öll innkoman í kostnað. Engin af þeim sem stunda veiðarnar geta lagt hluta af innkomunni til hliðar til að auka afkomuöryggi fjölskyldu sinnar. Ef einhver arður væri myndi hann fara í bankann sem síðar myndi lána hann út að jafnið níu sinnum. Slíkt eykur hagvöxt og möguleika á nýjum sóknarfærum fyrir þjóðina alla. Þó að kvótaleiga kunni að fara í taugarnar á fólki, sem telur að gengið sé á réttlæti fyrir hagkvæmni, er sá ,,kostnaður" hluti af fiskveiðaarðinum. Þar eru fjármunir sem streyma úr fiskiðnaði sem arður og hægt að nota við ný sóknarfæri þjóðarinnar.
En umræðan hefur oft verið í skötulíki á Íslandi. Margur maðurinn ræðst fram með skoðanir sínar án þess að taka tillit til þessara grunnþátta. Slá um sig meiningar litlum stóryrðum og setja sig aldrei inn í málin. Benda ekki á hvaða leiðir séu færar vegna harmleiks almenninga og tilgangurinn snýst oftar en ekki um persónulega hagsmuni þeirra. Þessir aðilar eiga það sameiginlegt að skilja ekki að einhver geti borið hagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti og geti litið út fyrir þrönga eiginhagsmuni sína. Það verður að gera kröfu til þess að menn haldi sig við rök en ekki upphrópanir, sérstaklega þá sem hafa mikil áhrif á þessa umræðu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 285605
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sannleikanum er hver sárreiðastur.
Gunnar Þórðarson, 2.1.2008 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.