26.12.2007 | 01:54
,,Réttlæti" veiðigjalds
Ég hef fylgst með umræðu um lækkun kvótagjalds sem sjávarútvegráðherra beitti sér fyrir vegna niðurskurðar veiðiheimilda í þorski á yfirstandandi fiskveiðiári.
Það er alveg með ólíkindum að íbúar Vestfjarða skuli styðja slíka skattheimtu sem með beinum hætti vegur að kjörum þeirra. Þessi skattur var hugsaður til að sætta sjónarmið vegna kvótakerfisins og hugmyndin sú að útgerðaaðilar væru að greiða fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, fiskimiðunum. Þannig sé ákveðnu réttlæti náð og huggun harmi gegn vegna ,,gjafakvótans"
Ég minnist þess að hafa lesið fyrir margt löngu dálk um heimspeki í Morgunblaðinu þar sem sagði frá hversu nauðsynlegt það væri öllum að sættast við fortíðina og horfa fram á veginn. Ég þekki einmitt nokkra sem ekki geta lifað fyrir framtíðina þar sem þeir bruna í gegnum lífið, horfandi í baksýnisspegilinn. Það má líkja þessu ,,réttlæti" veðiðgjaldsins við slíkt ferðalag, þar sem fólk sér ekki möguleikana framundan vegna þess að horfir bara um öxl.
Ef við tökum þá sem upp úr standa í útgerð á Vestfjörðum í dag er ljóst að lítill hluti þeirra notar ,,gjafakvóta" til að braska með hann. Flestir hafa þurft að kaupa sig inn í greinina, eftir að kvótinn var settur á, og þeir sem hafa fengið hann í arf eru að nota hann við veiðar og vinnslu. En upp úr stendur að tæplega 90% kvótans hefur gengið kaupum og sölum síðan kerfinu var komið á.
Ríkið þarf skatttekjur af illri nauðsyn til að fjármagna umsvif sín. Öll skattlagning er óhagkvæm en þó misjafnlega mikið eftir því hvers eðlis hún er. Neysluskattar eru skárri en tekjuskattur, sem dregur úr vinnuvilja og kallar á ólöglega starfsemi. En skattar á atvinnugreinar, eins og veiðigjaldið, er verst af þessu öllu. Skattur sem hugsaður er sem réttlætisaðgerð er í sjálfu sér mjög óréttlát og mismunar atvinnugreinum, og þannig landsvæðum.
Sjávarútvegsráðherra átti ekki að leggja til lækkun á veiðigjaldi heldur afnámi. Vestfjörðum er það nauðsynlegt að sjávarútvegur blómstri og standist samkeppni um mannauð við aðrar greinar atvinnulífsins. Íslenskur sjávarútvegur er sá fremsti í heimi en það kemur ekki af sjálfu sér. Við megum ekki við því að leggja óhagkvæman og óréttlátan skatt á grein sem Íslendingar hafa byggt góð lífskjör sín á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 285604
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta "auðlingagjald" var á sínum tíma sett á að tilhlutan útgerðamanna. Þetta var gert á sínum tíma til að hægt væri að leigja, veðsetja og jafnvel selja óveiddan fisk í hafi, sameign þjóðarinnar.
Niðurstaðan er að sjávarútvegurinn skuldar 350% af ársveltu og er í raun gjaldþrota.
Þeir sem leigja þorskkílóið út á 200 kr til leiguliða væla nú yfir 1.70 kr gjaldi sem hefur ekki hækkað þó fiskverð hafi margfaldast. Þetta gjald breytir engu fyrir leiguliðana og því styðja þeir það.
Sigurður Þórðarson, 26.12.2007 kl. 03:31
Voðalega hefuru asnalega sýn á þetta Gunnar ! Hverjum ertu að reyna að þóknast með þessum málflutningi þínum ? Þetta er algjört rugl hjá þér og í þversögn við raunveruleikann.
Níels A. Ársælsson., 28.12.2007 kl. 20:51
Ég þakka innlitið félagar en verð að lýsa vonbrigðum með málflutninginn. Ég tel mig rökstyðja mál mitt ágætlega í greininni en þið eruð allir þrír langt frá því. Engin ykkar nefnir nein rök heldur berið fyrir ykkur gömlum tuggum og orðagláfri.
Ástæða veiðigjaldsins liggur alveg fyrir og lágmark að sá sem ryðst á ritvöllinn til að stjá sig um málið þekki þá sögu. Og minn kæri vinur Níels, skoðanir manna eru ekki asnalegar. Slíkur málflutningur er þér ekki til sóma. Þú getur haft aðrar skoðanir en þá er að setja þær fram með rökstuðningi. T.d. hvers vegna þú ert ósammála mér í því að gjaldið sé landbyggðaskattur og okkur Ísfirðingum ekki til góðs!
Þú ert ekki svaraverður Bjarni enda er þetta bara dylgjur og dónaskapur.
Gunnar Þórðarson, 29.12.2007 kl. 02:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.