Einkavæða rafmagnsframleiðslu

Við Gísli Marteinn erum skoðanabræður í þessu máli.  Það er alveg merkilegt eins og oft er talað illa um stjórnmálamenn, þá virðast fjöldi manna treysta þeim best til að standa í rekstri framleiðslufyrirtækja.  Hlutverk stjórnvalda er að tryggja lög og reglu, öryggi ásamt því að sjá um menntun og heilsugæslu.  Stjórnvöld eiga ekkert erindi í framleiðslu á samkeppnismarkaði, enda hefur það aldrei verið til heilla.

Sem betur fer hafa íslensk stjórnvöld verið að draga sig út úr slíku með umfangsmikilli einkavæðingu undanfarin ár.  Hagurinn er ekki fólgin í söluverði fyrirtækjanna heldur þeim krafti einstaklingsframtaks sem losnar úr læðingi.  Eins og sást vel með bankana.

Gunnar Þórðarson

Sri Lanka 


mbl.is Vill einkavæða Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Birgisson

Almennt þá er ég einnig fygjandi einkarekstri því það er eins og þú segir að einkaaðilar, sem eiga fyrirtækin sjálfir, gæta sinna hagsmuna og reka þetta betur.

Spurningin er hinsvegar hvar lendir ávinningurinn og það eru möguleikar á samkeppni sem stýra því. Ef litlir sem engir möguleikar eru á samkeppni þá má gera ráð fyrir að ávinningurinn lendi hjá eigendunum en ekki orkunotendunum. Vegna þess að uppbygging á orkufyrirtækjum byggir á aðgangi að orkulindum þá eru möguleikar á samkeppni mjög takmarkaðir.

Til samanburðar á vísa í einkavæðingu á orkufyrirtækjum og orkudreifingu í Bandaríkjunu, þá sérstaklega Kaliforniu. Þar hefur hún ekki gengið vel. Verð til orkunotenda hefur hækkað og áreiðanleiki í orkudreifingu minnkað því einkaaðilaðilarnir vilja ekki frjárfesta í umfram afköstum til að brúa mögulega toppa.

Þó einkavæðing bankanna, símafyritækjanna og fleiri ríkisfyrirtækja hafi heppnast vel þá er ekki sjálfgefið að það eigið við í öllum greinum og ég hef miklar efasemdir um að einkavæðing sé til hagsbóta í orkugeiranum. 

Georg Birgisson, 18.12.2007 kl. 13:49

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Kæri Woot.  Ef ég skil þig rétt er hinn hinn almennimaður fífl.  Hann tekur ekki lán i bönkum heldur véla illmenning sem reka þessi hræðilegu einkavæddu vítismaskínur þá til þess.  Á Íslandin í þessu fámenni eru stjórnmálamenn þeir einu sem vita hvað er best fyrir almenning.  Ég sá einmitt viðtal við enn skoðanabróður þinn sem menntaði sig í hagfræði í Austur Þýskalandi á sjötta áratugnum í Moggannum.  Í dag er þessi maður, Þór Vigfússon að reyna að hvítþvo sig af þeirr illmensku sem hann tók þátt í.  Sem betur fer hefur þessi hugmhyndafræði farið á öskuhauga sögunnar.  Engin þjóð, aldrei hefur náð árangri fyrir þegna sína með ofurvaldi stjórnmálamanna og því að hafna markaðslögumálum.  Íslendingar eru kominir í fremstu röð þjóða í velmegun vegna þess að þeir hafa hafnað þínum hugmyndum.

Gunnar Þórðarson, 21.12.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Gleðilega hátíð, Gunnar. Við sem erum enn uppi á klaka höldum upp á jólin með ærlegum rafmagnstoppum sem munar æ minna um af því að heildarframleiðslan hefur sem betur fer aukist, þrátt fyrir mótbyrinn. Eignarhaldið vefst fyrir mér enn, en þó færist ég hægt í þína átt þar sem ýmiss sveitarfélög hafa sýnt og sannað að þau kunni ekkert með eignarhald á orkufyrirtækjum að fara, nær óháð flokkslínum. Þetta þarf nána ígrundun, t.d. hvað stærð varðar, þ.e. hvort það sé bæjarlækur, á, stór á, fljót eða stórfljót. Stærð borgar sig, en á þá mestöll veiða að eiga sér stað með togurum og mestöll raforkuframleiðsla í gígavattavirkjunum? Við geymum okkur umræðu til 2008!

Ívar Pálsson, 26.12.2007 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 285832

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband