14.10.2007 | 13:16
Sögustund
Já nú verður skrúfað frá Grímsævintýrum. Í kvöld ætla ég að hefja sögustund þar sem Grimsarar og fleiri koma við sögu og byrja árið 1976. Margt gerist fyrir þann tíma en sögurnar verða ekki sagðar í tímaröð.
Ég byrja á skútusögum þar sem við æskuvinirnir Jón og Gunnar, ásamt Hjalta bróður keyptu skútu og sigldu til Íslands. Við höfðum áður lent í ævintýrum saman sem sagt verður frá seinna. Ég hef svo sem ekkert annað en eigið minni til að styðjast við og sumt hef ég reyndar eftir öðrum, þar sem ég var sjálfur ekki viðstaddur.
Ég vil taka því fram að við Jón eru sálufélagar og höfum haldið góðri vináttu í gegnu tíðina. Grímur og Jóhanna voru miklir vinir mínir og það var Bárður líka. Ekki er meiningin að gera lítið úr neinum með þessum sögum, nema síður sé. Reyndar eru sögurnar rýndar beggja vegna Altansála fyrir birtingu en engu að síður eru þær sagðar eftir mínu minni.
Þó Bárði hafi verið hálf troðið upp á okkur Nonna í fyrstu siglinguna átti hann eftir að súpa marga fjöruna með mér á siglingum eftir það. Sigldi með mér suður yfir til Bretlands aftur og síðar frá Spáni til Grikklands.
Það er rétt að segja frá því að dóttur sonur minn heitir Jón Gunnar. Sömu nöfnin og saga að segja frá því. Í gamla daga bundust við Jón vinur minn fasmælum um að ef við eignuðumst son myndum við skýra hann í höfuðið á hvorum öðrum. Jón hefur ekki þurft að standa við sinn helming en 1984 eignaðist ég son sem skýrður var í höfuðið á mínum besta vin. Reyndar var Jón viðstaddur hríðirnar hjá Stínu og taldi tímann á milli þeirra þangað til ákveðið var að skutla henni niður á fæðingadeild.
Dóttir mín skýrði síðan sinn frumburð sinn í höfuðið á bræðrum sínum, Jóni og Gunnari Atla.
Eins og vinur minn Ívar myndi orða þetta þá liggur þetta í stjörnunum og eru forlög. Örlögin verða ekki umflúin.
En nú bíð ég eftir að vinur minn Jón vakni í Seattle til að gefa grænt ljós á fyrstu birtingu Grímsævintýra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:21 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 286598
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja Gunnar, nú erum við tilbúin til þess að taka örlögum okkar. Út með sögur, bara ekki um mig takk, annars koma tvær fyrir hverja eina!.
Ívar Pálsson, 14.10.2007 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.