9.10.2007 | 15:24
Skapvonska
Það hefur verið ýtt við mér vegna bloggleti undanfarið og spurt hvað valdi slíkri ómennsku við að höggva í googlesteininn. Málið er að ég hef verið í vondu skapi. Ósköp einfaldlega.
Reyndar er ég frekar skapgóður og liggur sjaldan illa á mér. Það kemur þó fyrir að ég vakna upp að morgni og finn að ég er í vondu skapi. Fyrir löngu fór ég að taka því eins og hverju öðru hundsbiti, vitandi að með nýjum degi væri vandamálið leyst og aðeins spurning um að komast í gegnum einn dag. Eftir góðan nætursvefn tekur við nýr dagur með nýjum tækifærum og möguleikum og vonda skapið flogið út í veður og vind. Að öllu jöfnu tel ég mig vera jákvæðan mann sem lætur ekki smáatriði pirra sig né málar skrattann á vegginn í einhverjum andskotagang.
En það eru ekki allir þannig gerðir og ég man eftir kunningja mínum sem stundum heimsótti mig í vinnuna þegar ég var framkvæmdastjóri HSV. Hann kom bölmóður innum dyrnar með hornin úti þannig að flísaðist úr hurðakarminum. Ýmislegt annað hafði hann á hornum sér og lét móðan mása um hvernig allt væri að fara til andskotans. Það eru fleiri þannig og þeim er reyndar vorkunn. Það getur ekki verið notalegt líf að fara þannig í gegnum lífið og illt fyrir þá sem eru samferðamenn.
En ég var bara skapvondur í nokkra daga en hef nú jafnað mig. Það tók nokkurn tíma að vinna sig út úr erfiðleikum í umhverfinu hérna og tækla hlutina rétt. Fara í svona SWOT greiningu og átta sig á styrkleikum sínum og veikleikum til að takast á við það umhverfi sem umleikur mann. Skoða þau tækifæri og þær ógnanir sem sem það bíður uppá. Hvernig hægt sé að nota styrkleika sína til að nýta tækifæri eða sigrast á ógnunum. Hvernig hægt sé að breyta veikleikum í styrkleika og þannig snúa mótvind í meðbyr. Stekkja svolítið á fokkunni og draga inn stórseglið þannig að réttri stefnu sé náð og auka hraðan um tvær mílur í leiðinni.
Það er ótrúlegt hvernig erfiðleikar geta falið í sér tækifæri og hægt að snúa þeim sér í hag. Allt er þetta undir manni sjálfum komið og hafa stjórn á hlutunum. Hagræða seglum og nýta mótvind sem meðbyr.
Mér er því engin vorkunn að takast á við erfitt umhverfi og tækla það rétt. Taka sjálfan sig svolítið í gegn og hafa stjórn á sér en berjast ekki um eins og þang í fjöru. Það er hinsvegar erfitt fyrir nefndan félaga minn, vaðandi um eins og naut í flagi, að tækla sitt líf. Hann kann ekki að hagræða seglum. Og þannig eru því miður margir gerðir.
Ég hef hinsvegar hugsað mér að hvíla mig á skrifum um Sri Lanka og láta upplifun mína hér bíða betri tíma í góðra vina hópi. Ég hef verið í góðu sambandi við æskufélaga minn í Seattle, Jón Grímsson, en við höfum marga fjöruna sopið saman. Mig langar til að segja sögur af ævintýrum okkar sem eru mörg og merkileg. Jón er aðeins í skype lengd frá mér en það merkilega er að við munum ekki allar sögurnar eins.
Ég ætla ekki endilega að segja þessar sögur í réttri tímaröð og ætla að byrja árið 1976 þegar við fórum til Englands til að kaupa skútu og sigldum henni heim. Síðan mun ég segja frá Ísraelsævintýrum okkar og akstri í gegnum Evrópu árið 1973. Meðal annars höfum við troðið upp á 3000 manna tónleikum þar sem við sungum ,,Ríðum og ríðum,, Báðir gersneyddir tónlistarhæfileikum. Margar sögur hafa orðið til með Jóni og ekki síður föður hans, Grími. Þetta verða svona Grímsævintýri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:29 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gunni, lægðir þínar í lund eru hæðir margra annarra. Það er alltaf gaman að lesa þessi blogg þín, þó að ekki væri nema til þess að fá almennilega sjómanna- íslensku beint í æð. Strekktu á fokkunni! Heyrum sögurnar ykkar!
Ívar Pálsson, 9.10.2007 kl. 16:14
Það er alltaf gaman að heyra (eða lesa) sögur af Nonna Gríms. Maðurinn er ótrúlegur, sannkölluð goðsögn:) Skilaðu kveðju til hans og Grettis frá mér.
Hafdís Gunnarsdóttir, 10.10.2007 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.