26.9.2007 | 13:50
Rokk í Viktoríugarði
Rolling Stones skokkið gekk vel í dag. Ég fór reyndar í hádeginu, end Poja dagur og frí í vinnunni, með ,,Time is on me side" til að gefa tóninn.
Á leiðinni út í Viktoríugarð rifjaðist upp skemmtileg saga sem tengist Rolling Stones. Við höfðum verið með skógarbrennu í Tunguskógi og Jón Björn spilaði undir fjöldasöng á gítar og stýrði söng af mikilli reisn. Þegar líða tók á kvöldið og búið taka öll Kötukvæðin var byrjað af fikra sig yfir í Stones. Hann fékk mig til að syngja með sér en var ekki ánægður með árangur né kunnáttu í Rollingalögum. Ég var svona hálf rekinn úr dúettinum og sofnaði með þau ósköp seinna um nóttina.
Morguninn eftir var ég kominn snemma morguns niður í bæ og var að rölta um með minni spúsu, þegar ég rekst á engan annan en Mick Jagger sjálfan. Við spjölluðum við kappann og síðan dreif að fólk og fréttamenn. Að lokum kom sýslumaðurinn sjálfur, aðdáandi Rolling Stones númer eitt á Íslandi.
Nú var aðal málið hjá mér að ná í Jón Björn til að segja honum að ég hefði fundið verðugan meðsöngvara til að leysa mig af. Ekki tókst mér að hafa upp á kappanum fyrr en langt var liðið á dag og Jagger kominn um borð í snekkjuna á Ísafjarðarpolli þar sem hann var sem gestur.
Næsta lag er ,,Playing with the fire" sem minnti mig á Ívar vin minn sem telur að ég fari glannalega með frásagnir mínir af hernaði á Sri Lanka. Kannski er það leikur að eldi en ég vona að stríðandi fylkingar kunni ekki íslensku ef þeir álpast inn á heimasíðuna mína.
Það er 33°C hiti og góðviðrisbólstrar á annars heiðskýrum himninum. Fjölmennt í garðinum en enginn annar að hlaupa á þessum tíma dags. Máið er að hitinn á mjög vel við mig. Ég fór iðulega að skokka í Mexíkó í síestunni, og þar var hitinn 45°C. Ég er hinsvegar óttaleg kuldaskræfa og hugsa með hrylling til vetratíma á togara í 15° frosti og 12 vindstigum úti á dekki við að bæta troll klukkutímum saman.
,,I cant get no satisfaction" glymur nú í hlustunum sem minnir mig á alla 10.000 km heim til Ísafjarðar. Nú er komið að hröðum takti og ég valhoppa eftir göngustígunum og nú tekur sýndarveruleikinn við. Ekki geta Rolling Stones dregið mig út á Halamið í frosti og brælu. Hinsvegar svífa minningar sumarsins á Íslandi mér fyrir hugskotsjónum. Fyrst er ég á leið upp á Snækoll í Kerlingafjöllum með góðum vinum mínum í sól og blíðu. Útsýni miðhálendisins blasir við með öllum sínum tignarleika og fegurð. Næst liggur leiðin upp á Bláhnjúk og Háöldu við Landmannalaugar þar sem sést til 13 jökla úr sömu sporum.
Nú eykst takturinn og fjörið flæðir um mig allan. Ég sé fyrir mér gönguferð upp snarbratta hlíð Hlöðufells, skriðurunna og klettótta. Félagi minn fór fyrir hópnum en eiginkonan var neðar í hálfgerðri sjálfheldu. Mér líst ekkert á félaga minn sem nú klifrar upp snarbratt klettabeltið. Ég elti þó og þegar upp á brún er komið sést að við höfðum lokið við ókleifa brekku en rétta leiðin lá skammt vestan við okkur. Bara að skella sér niður og láta eiginkonuna vita af réttu leiðinni. Á toppnum í sól og blíðu blasir við fegursta útsýni sem ég hef séð. Langjökull við fætur okkar með skriðjöklum sínum. Í vestri blasir Snæfellsjökull við og í austri sést langt upp á Vatnajökul. Við sáum hreinlega yfir Ísland endilangt.
Nú er komið að ,,Ruby Tuesday". ,,Dont question why see needs to be so free" ,, se will tell you it is the only way to be" Það flýgur um hugann ástæðan fyrir veru minni hér. Hvers vegna ég get ekki sætt mig við hversdagslega vinnu heima og látið áskorunina eiga sig. ,,There is no time to loose" Geta ekki sætt sig við hversdagsleikann og vilja lifa lífinu lifandi. Læra nýja hluti og takast á við erfið verkefni.
Það er eins gott að fylla vel á vatnstankinn fyrir svona hlaup þar sem kælikerfið er þarf mikin vökva. Eftir hlaupið er nauðsynlegt að kæla sig niður í svalri sundlauginni á annarri hæðinni, annars er maður að svitna allan daginn. Þessum góða tungldegi er síðan lokið með hundrað boltum æfingavellinum á Water Edge golfvellinum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hefur góða frásagnarhæfileika, Gunnar. Gaman þegar þú lætur þetta flæða. Afsakið að draga ykkur upp í illfæra klettana á röngum stað á Hlöðufelli.
Sanna sagan um ykkur Stínu og Mick Jagger er ótrúleg en lýsandi fyrir þitt líf, Gunnar Indíafari.
Ívar Pálsson, 27.9.2007 kl. 10:17
Sæl Sunneva. Það var leiðinlegt að missa af brúðkaupinu þínu í sumar. Eru hveitibrauðsdagarnir ekki liðnir? Hvað ertu að gera í Danmörku?
Ívar þú átt heiður skilið fyrir að draga okkur upp á Hlöðufell. Af öllum fjallaferðum sem ég hef farið stendur þessi ferð uppúr. Manstu eftir ökuferðinni heim að Apavatni? Aksturinn þennan endalausa dal í 22° hita og sól, og eyðumerkursandurinn allt í kring.
Gunnar Þórðarson, 27.9.2007 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.