25.9.2007 | 13:21
Átökin á Sri Lanka
Ég fékk ábendingu vegna skrifa minna um stríðið á Sri Lanka um að fáir heima vissu um hvað það snérist og hvort ég gæti í stuttu máli sagt frá upphafi þess og helstu ástæðum.
Íbúar Sri Lanka tilheyra einkum fjórum trúarbrögðum sem hver um sig hefur sína menningu og siði og ólík tungumál. Sinhalese eru buddatrúar og tala sinhalee og eru um 73% þjóðarinnar með ráðandi stöðu. Upphaf þeirra á eyjunni má rekja tæp þrjú þúsund ár aftur í tímann þegar Indverskur prins settist að í Kandy. Tamilar eru um 18% þjóðarinnar, eru hindúar og tala tamil. Flestir þeirra komu fyrir löngu síðan yfir grynningar sem liggja milli meginlandsins og Sri Lanka frá Tamil á Indlandi, og settust að í norður héruðum eyjarinnar. Annar hópur Tamila, sem á ekkert mena upprunan sameiginlegt við norðanbúa, var fluttur inn af Bretum á nítjándu öld til að vinna við te-plantekrur í hálendi Nuwara Eliya. Múslímar eru um 8% þjóðarinnar, tala tamil og koma hingað sem kaupmenn. Margir þeirra eru vel stæðir og hafa ítrekað orðið fórnarlöm stríðsins þar sem mikið er um mannrán þar sem krafist lausnargjalds af þeim. Kristnir íbúar eru um 1% þjóðarinnar og er þjónustukonan mín ein af þeim. Flestir íbúar tala þó ensku, einkum þeir sem tilheyra milli- og yfirstétt.
Sri Lanka fékk sjálfstæði 1948 og fyrst í stað gekk þeim allt í haginn. Í rúm tíu ár eftir sjálfstæði landsins var enska sameiginlegt móðurmál þjóðarinnar og notuð til kennslu í öllum skólum. Sinhalese fannst enska vera tungumál kristinna íbúa og fannst það brjóta gegn þjóðerniskennd sinni sem búddistar. Það var síðan forsetinn og þjóðernissinninn Bandaranaikes sem kom á lögum um sinhalese sem þjóðtungu sem kom öllum illindunum af stað. Bandaranikes fjölskyldan hélt síðan völdum meira og minna næstu áratugi og fyrir utan aðra öfgastefnur voru þetta kommúnistar og stóðu fyrir mikilli þjóðnýtingu á framleiðslutækjum. Þeir m.a. breyttu nafni landsins í ,,Socal Republic of Sri Lanka" sem það heitir enn í dag.
Það var einkum tvennt fyrir utan þjóðtunguna sem ýfði Tamila upp og undirbjó jarðveginn fyrir hernaði þeirra seinna meir. Í fyrsta lagi voru sett takmörk á háskólagöngu Tamila, en þeir höfðu fram að þeim tíma haft mikla yfirburði í menntun yfir Sinhalese. Einnig að gera búddisma að þjóðtrú og innleiða margar lagasetningar sem tengjast þeim trúarbrögðum. Sem dæmi er Poya dagur á morgun sem er almennur frídagur þar sem haldið er upp á fullt tungl að búddískum sið. Þá má hvorki selja kjöt eða brennivín. Einnig er bannað að deyða dýr og er bundið í landslögum að ekki má drepa flækingshunda.
Árið 1983 sauð algerlega upp úr milli Tamila og Sinhalese þegar skæruliðar, sem þá voru byrjaðir að láta að sér kræða, sátu fyrir herdeild stjórnarinnar í Jaffna og stráfelldu þá. Í nokkra daga á eftir hefndu Sinhalese öfgamenn þessa og drápu milli 400 og 2000 Tamila. Ríkisstjórnin, herinn og lögreglan létu þetta óátalið. Þetta breyttu smá skærum sem verið höfðu í borgarastyrjöld sem hefur staðið yfir síðan með illvígum átökum. Á því hafa öfgamenn Tamila þrifist og berjast fyrir sjálfstæði norður og austurhéraða Sri Lanka.
Það er rétt að geta þess að Indverjar blandast inn í þessa deilu, enda sendu þeir á níunda áratug síðustu aldar ,,friðaðgæslulið" til Jafna. Um tíu þúsund Indverskra hermanna féllu á þessum tíma og hrökkluðust þeir til baka og þykir örugglega nóg að fást við tamilina heima fyrir. Tamil tígrarnir ,,The Liberation Tigers of Tamils Liberation" (LTTE) eru aðallega hernaðarsinnar og skilja ekkert í pólitík. Það gerir alla friðarsamninga erfiða þar sem ofbeldi er eina tungumálið sem þeir skilja. Foringi þeirra, Velupillai Prabhakaran er einn eftirsóttasti hryðjuverkamaður heimsins og svífst einskis í herstjórn sinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:29 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vissi part af þessu frá Shirani litla, en það er gott að fá restina af þessari sögu. Þetta er harmsaga fyrir ekki stærri land og ég óska þess að til friða komi á næstu misserum.
Það er eins gott að Velupillai Prabhakaran sjáist ekki hér fyrir vestan, þá á hann ekki von á góðu frá mér....
Venlig hilsen frá Ísó.
Gaui.Þ
Guðjón Már Þorsteinsson, 25.9.2007 kl. 17:03
Sæll Gaui. Er ekki friður í pólitíkinni heima?
Gunnar Þórðarson, 25.9.2007 kl. 18:10
En er þetta ekki sú hlið sem stjórnarherinn skellir fram? Hvað segja Tamil Tígrar?
Það að menntun þeirra og trúarbrögð eru settar skorður gerir þeim jú ókleift að halda í það sem er þeirra, sem var, eins og þú bentir á, ekkert vandamál 1948.
Er það ekki ákveðin valdakúgun, 10 árum síðar, að breyta því sem gengur vel - þar sem allir eru sáttir?
Nú vil ég ekki, og tel mig ekki færa um, að velja hlið í þessu máli, en ég hefði einmitt haldið að pólitík væri fyrir fólkið í landinu, að pólitík beri að taka mið af hagsmunum allra en ekki einstakra hópa.
Hvað VILJA Tamil tígrar? Einhver hlýtur talsmaður þeirra að vera til að bera fram þeirra sjónarmið og gæta þeirra hagsmuna?
Er hægt að segja að þetta sé svona svart/hvítt? Er hægt að spyrja hver er ekki að hlusta á hvern?
Svandís Rós, 25.9.2007 kl. 18:16
Þetta eru gríðarflókin átök og erfitt að gera þeim skil í stuttum pistli. Lokaorðin hefði ég þó haft öðruvísi. Án þess að ég ætli að fegra tígrana þá hefur ríkisstjórnin því miður allmikið ófagurt á samviskunni líka og á svo sannarlega sinn þátt í að illa gengur að setjast að samningaborðinu...
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 19:24
Takk fyrir athugasemdirnar. Ég reyndi að segja frá þessu án þess að taka afstöðu. Í mínum huga eiga Tamilar málstað, en Tígrarnir eru varla góður málsvari. Þeir hafa fyrst og fremst verið hernaðarsinnar og ekki verið góðir talsmenn í pólitík.
Þetta er einmitt póltík og pólitískt vandamál. Það þarf að leysa með pólitískum hætti þar sem hernaðarlausnin er ekki fyrir hendi. Ég vil benda á skrif mín fyrir skömmu um Singapúr mótelið. Þeir höfðu vítin til að varast, Sri Lanka, og fóru aðra leið sem reynst hefur þeim mjög vel.
Í Írland náðist pólitískt samkomulag, enda vandamálið pólitískt. Breski hershöfðinginn þar síðustu sex árin sagði að herinn hefði haft skipanir um að halda sjó á meðan komið yrði á samningum milli aðila. Það er eina leiðin.
Gunnar Þórðarson, 26.9.2007 kl. 02:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.