24.9.2007 | 13:54
Þjóðernisrómantík
Ég uppgötvaði nýja vídd í lífinu um daginn. Að hlusta á I-pod á hlaupum og gleyma sér yfir tónlist í skokki.
Nú er ég alveg húkkt á þessu og er farinn að hafa hvert skokk með sínum tón. Á laugardaginn var það Megas en í kvöld var það þjóðernisrómantík. Ég tók Íslandslög með KK og Magnúsi og hellti mér út í íslenska rómatík, runna frá íslenskum sveitum og vestfirsku sjávarlöðri.
Þetta var alveg ótrúlegt og hvert lagið tók við af öðru. Ég fann hvernig hárin risu aftan á hnakkanum og ljúfar tilfinningar hrísluðust um mig allan. Æskudagar í sólskyni í heimasveitinni og ungi maðurinn sem fór á sjóinn og skildi ástina sína eftir með von um að hún héldi tryggð við sig. Ég fann lyktina af hvönninni í Fljótavík og birkinu í Tunguskógi. Heimþráin heltók mig og söknuður um fjölskyldu og vini komu gæsahúð út í 33° hita. Það er á svona stundum sem maður myndi stökkva fyrir björg fyrir föðurlandið og forsetann.
Áður en ég vissi af var komið myrkur í Viktoríugarði og nánast eina birtan var af stækkandi tungli sem nú eru tveir kvartil með 93% fyllingu. Ekki spillti það rómantíkinni og ég stormaði sveittur og hræður út í öskrandi umferðina. En ljúfur söngur KK og Magnúsar breyttu blikkbeljum í kindur sem ráfuðu um iðagrænar sveitar Íslands, og rútum í kýr sem bauluðu vinalega á smalann sem hafði dormað og dreymdi um ástina sína einu. Ekki veit ég hvernig ég komst heim eftir myrkum götunum með geggjaðri umferð Colombo æðandi fram hjá mér.
En talandi um tunglið þá er poja dagur á miðvikudaginn. Almennur frídagur til að halda upp á fyllerí mánans. Eins gott að fylla á ísskápinn með bjór og kjöti þar sem hvorugt má selja á slíkum hátíðardegi.
Næsta skokk-thema verður Rolling Stones. Ég ætla að vona að vofan af sýslumanninum fræga elti mig ekki á þeim hlaupum. Ekki það að sá ágæti aðalvíkingur væri slæmur skokkfélagi, en það gæti truflað rómatíkina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:03 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Meira af slíku, Gunnar, meinfyndinn og skemmtilegur! „Á vaktinni“ og „óskalög sjúklinga“ duna í eyrum víkingsins á Sri Lanka. „Sértu velkominn heim“ þegar þú kýst svo.
Ekki er ég þjóðlegur á hlaupunum: Rammstein, Metallica, Green Day, Placebo, The Smiths, Stained og fleiri berja mig áfram í IPod Nano, en ef lífga þarf upp á þetta þá er austurrísk bjórkjallaratónlist og kántrírokk alltaf gott.
En ekki vissi ég að þú stykkir fyrir björg fyrir forsetann...
Ívar Pálsson, 24.9.2007 kl. 15:49
Það er gaman að lesa pistlana þína. Þú lætur manni líða fjandi vel í 3 stiga hita og norðan strekkingsvind. Svei mér þá ef að þú hafir ekki hækkað hitastigið hjá manni :) Haltu áfram að segja frá því sem fyrir augu ber á Sri Lanka og gangi þér vel Gunni minn.
Kv.
Gaui.Þ
Guðjón Már Þorsteinsson, 24.9.2007 kl. 18:46
Sælir strákar. Ég skal ylja ykkur í vetur með notalegum sögum úr hitabeltinu.
Gunnar Þórðarson, 25.9.2007 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.