23.9.2007 | 11:42
Meira um hernaðinn á Sri Lanka
Stríðsátökin eru efst á baugi hér á Sri Lanka, enda greinilega komið að vendipunkt í átökum stjórnarhersins í baráttunni við Tamil Tígrana. Stjórnin hefur unnið hvern stór-sigurinn í sumar þar sem sjóorrusta í síðustu viku ber ber höfuð og herðar yfir velgengni stjórnarhersins þar sem sjóherinn er í aðalhlutverki. Í byrjun september sigldu fimm herskip frá höfnum víðsvegar um landið, svo lítið bar á, og stefndu til hafs. Með handtöku skæruliða og uppljóstum þeirra fréttist af væntanlegum herflutningum til Tígranna. Herför sjóhersins var vandlega skipulögð aðgerð og þurfti mikinn undirbúning til að hrinda henni í framkvæmd þar sem reiknað var með allt að fjórum vikum á sjó. Fyrir fimm herskip þarf mikið af birgðum fyrir áhafnir og skip og gæta þurfti þess að ekki bæri mikið á athöfnum sjóhersins til að koma skæruliðum á óvart.
Eftir viku siglingu í suð- austur var flotinn kominn nálægt ströndum Sumatra, í 1.400 mílur frá Sri Lanka, þegar fyrsta óvinaskipið kom í ljós. Það reyndist vera flutningaskipið MV Manyoshi og eftir stöðvunarmerki sem ekki var hlýtt, hófu herskipin skothríð á skipið þar til það var alelda og sökk skömmu síðar. Næsta sólahringinn náðu herskipin tveimur í viðbót sem hlutu sömu örlög.
Áhættan í þessari aðgerð var gífurleg. Flotadeildin er lungað úr herskipaflota Sri Lanka og þau voru ekki tiltæk þær rúmlega tvær vikur sem aðgerðin tók. Hernaðaraðgerð undan ströndum annars ríkis er einnig áhættusöm, en mönnum hér ber saman um að um vel heppnaða og skipulagða herfræði var að ræða.
Þessi aðgerð hefur þrengt verulega að Tígrunum og árás flughersins á skotvopnabirgi þeirra í síðustu viku hefur lamað herstyrk þeirra, a.m.k. tímabundið. Spurningin er hvernig Tígrarnir bregðast við þeirri stöðu sem þeir virðast komnir í. Munu þeir hefja árásir á óbreytta borgara eða efnahagslega mikilvæg skotmörk, eins og sumir hafa haldið fram. Ljóst er á yfirlýsingu varnarmálaráðherra landsins, bróðir forsetans, að nú verði hné látið fylgja kviði enda eina leiðin til að koma á friði í landinu sé með hernaði og sagan sýni að friðarviðræður séu ekki til neins. Forsetinn virðist styðja þessa yfirlýsingu þannig að stefna stjórnvalda er að koma á friði fyrir næstu kynslóð, með hernaðaraðgerðum.
Ekki eru allir sammála þessari herfræði þar sem utanríkisráðherra landsins lýsti því yfir nýlega að deilan yrði ekki leyst með hernaði, heldur með pólitískum leiðum. Sendiherra Bandaríkjanna hér í landi var harðorður í garð stjórnvalda í síðustu viku vegna hernaðarins og mannréttindabrota og sagði að átökin yrðu aldrei leyst með hernaði. Hann ætti kannski að ráðleggja sínum mönnum í Washington í þessum efnum hvað Írak varðar. Nýlega sá ég viðtal við hershöfðingja Breta í Afganistan, sem var yfirmaður breska hersins í Norður Írlandi síðustu fimm ár borgarastyrjaldarinnar þar. Hann sagði að sú deila hefði sprottið af pólitískum rótum og hefði því þurft pólitíska lausn. Herfæðin þar hefði gengið að halda hlutunum í skefjum meðan pólitísk lausn var fundinn.
Mörgum hér finnst kostnaðurinn við hernaðinn vera óverjandi og þjóðfélagið sé komið á hliðina vegna þess, með rauð ljós blikkandi á öllum varðstöðvum hagkerfisins. Fjárlagahallinn er gríðarlegur og brugðist er við því með erlendum lántökum og peningaprentun. Slíkt eykur verðbólgu sem nú er um 18% á ársgrundvelli sem veldur kostnaðarhækkunum á lífsnauðsynjum. Hernaður veldur bara kostnaði en ekki vexti í hagkerfinu, þar sem hann hvorki eykur þjónustu eða framleiðslu samfélagsins.
Stjórnin hefur sýnt mikla grimmd í átökum við Tígrana og má benda áatvik sem átti sér stað í sumar, þegar lögreglan handtók tvö hundruð tamíla í Colombo, sem líklegir þóttu sem ,,sellur", og fluttu nauðuga til tamílasvæða í norðri. Ítrekuð mannréttindabrot stjórnarinnar hafa fælt frá þróunarstofnanir, og liggur við að Íslendingar séu einir eftir, ásamt Japönum og Kínverjum. Eftir mikið örlæti þróunarstofnanna og NGO um allan heim eftir Tsunami með hundruðum milljónum dollara strykjum og aðstoð við uppbyggingu samfélagsins hefur þessi innsprauta í hagkerfið nánast horfið. Sri Lanka komin á svartan lista hjá flestum vestrænum þjóðum og njóta minnkandi samúðar þeirra.
Forsetinn er farinn til New York til að halda ræðu í allsherjarþingi S.Þ. og reyna að útskýra málstað Sri Lanka og hvers vegna hernaðurinn við Tígrana er nauðsynlegur. Ég vona hans vegna að hann komi pontu næst á eftir forseta Írans, enda mun hann líta út sem engill við hliðina á þeim brjálæðing.
Það er mikilvægt fyrir Sri Lanka að ríkisstjórnin nái að vinna sig út úr þessum málum. Kostnaðarhækkanir á lífsnauðsynjum eru miklar með vaxandi verðbólgu og tiltrú manna á samfélagið er í lágmarki. Það hvílir hálfgerður drungi yfir þjóðinni og dagblöðin eru full af neikvæðum fréttum og bölsýni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:45 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.