21.9.2007 | 16:07
Stríðið á Sri Lanka
Ég fór að skokka í Viktoríugarði eftir vinnu í dag. Þrátt fyrir að ég væri með Megas í ipodinum þá glumdu trúarsöngvar í hátölurum mosknanna um sexleytið. Það kom upp í hugann orð fréttamanns á BBC um daginn að þó allir múslímar væru ekki hryðjuverkamenn mætti segja að allir hryðjuverkamenn væru múslímar. Það er reyndar mikið til í þeirri fullyrðingu og ógnvekjandi að hugsa til þessara manna sem ganga gegn öllu því sem maður trúir á og ber mesta virðingu fyrir. Reyna að þvinga vesturlandabúa til að ganga gegn frelsi og mannvirðingu með hótunum um ofbeldi og yfirgang.
En það eru fleiri hryðjuverkamenn en múslímar. Sá hryðjuverkamaður sem er númer tvö á lista yfir hættulegustu menn heimsins, næst á eftir Oshama Bin Laden, er tamili og er hindúatrúar. Hann heitir Kumaran Padmanadan og stjórnar ásamt félaga sínum, Velupillai Prabhakaran, hernaði Tamil Tígra á Sri Lanka. Hann er meðal annarra illvirkja talinn bera ábyrgð á morði á Indverska formetisráðherranum Rajiv Gandhi fyrir nokkrum árum. Reyndar eru áhöld um hvort Kumaran hafi náðst í Tælandi í vikunni, en það hefur ekki verið staðfest.
Það hefur reyndar fokið í flest skjól hjá Tamil Tígrum síðustu mánuði og stjórnarherinn hefur náð verulegum árangri í sókn gegn þeim. Stjórnarherinn hefur náð tveimur mikilvægum héruðum á austurströndinni á sitt vald, Batticaloa og Tricomaliee. Mikil áhersla er lögð á að byggja upp samfélagið í þessum stríðshrjáðu héruðum og þegar ICEIDA hugðist draga til baka áætlanir um uppbyggingu löndunarstöðva þarna í sumar, brugðust stjórnvöld ókvæða við. Hart var lagt að okkur að halda áætlun og standa við fyrirhugaða uppbyggingu, sem var gert og tilboð í byggingu sex stöðva voru opnuð í síðustu viku. Vandamálið er hinsvegar að óaldarflokkar ganga enn lausir og mikið er um mannrán og morð, sem ekki tengjast endilega átökum Tamila og Sinhala.
Ásamt uppgjöf á þessum svæðum er hart sótt að Tígrunum annars staðar en helstu svæði þeirra eru í norður hluta landsins. Um síðustu helgi sökktu herskip stjórnarhersins þremur flutningaskipum um þúsund mílur suður af Sri Lanka, fullum af hergögnum fyrir Tígrana. Í gær sprengdu orrustuþotur stjórnarhersins upp mikilvægt vopnabúr í Jaffna og kom tilskipun frá foringjanum, Prabbhakaran, að hermenn hans ættu að spara skotfæri eins og mögulegt væri. Í gær var jafnframt gerður upptækur stór frystitrukkur, fullur af sprengiefni sem nota átti til hryðjuverka.
Því miður hefur þetta aðeins aukið trumbuslátt hernaðar hér á Sri Lanka og með auknu sjálfstrausti ríkisstjórnarinnar eykst tiltrú á að hernaðarlausn náist í þessari deilu. Það sem ég óttast er að þegar Tígrarnir verða reknir út í horn muni þeir beita örþrifaráðum. Þeir hafa framið mörg illvirki en margir óttast að svokallaðar ,,sellur" séu virkar og bíði fyrirmæla. Þeir eru með sprengibeltin sín tilbúin og bíða bara eftir stikkorðinu til að klæðast því og sækja á fórnarlambið með sjálfsmorðsárás.
Maður er hinsvegar orðin vanur hernaði hér, enda herlög í gildi. Sendiráðið er við hliðina á forsetahöllinni og mikill viðbúnaður þar. Gatan er lokuð fyrir almennri umferð og þurfum við því að fara framhjá vopnuðum vörðum til að komast til og frá vinnustaðnum. Í morgun var eitthvað múður í vörðunum og þurfti bílstjórinn að ræða lengi við þá til að komast í gegn. Hann sagði mér að ný vakt hefði tekið við sem væri óvön og þekkti því fastagesti götunnar eins og okkur. Í hádeginu var ég spurður spjörunum úr áður en ég fékk að fara um varnarhliðið.
Ég velti því stundum fyrir mér hvort öryggi felist í þessari nálægð við þann stað sem Tígrarnir gæfu mest fyrir að gera óskunda í. Hvort gæslan yfirstigi aðdráttaraflið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.9.2007 kl. 06:14 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.