19.9.2007 | 16:29
Efnahagsmál á Sri Lanka
Ég hef gaman af að fylgjast með umræðu um efnahagsmál hér á Sri Lanka. Margt minnir á gamla tíma að heiman sem lítill söknuður er frá.
Í hádeginu fékk ég gott tækifæri til að bæta við þekkingu á efnahagsmálum landsins þegar ég hlustaði á erindi á Rótarýfundi þar sem ræðumaður dagsins var Country Director of World Bank á Sri Lanka.
Hú dró upp ófagra mynd af ástandinu hér í landi þar sem fátækt hefur aðeins dregist árlega saman um 1.1% á tíunda áratug síðustu aldar, en hagkerfið hefur aukist um 3% að jafnaði á sama tíma. Það segir okkur að ójöfnuður er að aukast sem er þvert á mörg önnur lönd í Asíu, t.d. Malasíu, Tæland og Víetnam. Í Kína og Kóreu hefur ójöfnuður aukist aðeins meir en hagkerfið, en tölurnar eru bara allt aðrar. Í Kína hefur hagkerfið aukist um 8.8% á umræddum tíma og fátækt minkað um 8.3%
Bankastjóri W.B. á Sri Lanka taldi að stríðið í landinu hefði mest að segja um öfugþróun hér í landi miðað við önnur Asíuríki. Ef þeir peningar og orka sem fara í stríðsreksturinn færi í stefnumótun og uppbyggingu á mannauð og skipulagi væri myndin önnur. Reyndar tel ég að ósamstaða og pólitískt ástand, sem að hluta til er vegna innbyrðis átaka þjóðfélagshópa (sinhalee, tamila, múslíma og kristinna), eigi stóran hluta að máli. Sem dæmi er ríkisstjórnin sett saman af alls kyns flokkum og trúarhópum ásamt ýmsum hagsmunahópum. Ráðherrar eru 120, af 108 manna þingliði og slíkt ástand kallar á endalausa málamiðlun og spillingu. Guð veit að Íslendingar þekkja vinstri stjórnir en þetta ástand tekur því langt fram.
Það vakti ennfremur athygli mína hlustandi á erindi hennar að svæðið sem ég fór um í gær og sagði frá í bloggi mínu, vesturströnd Sri Lanka, er einmitt það sem mestar framfarir eru á. Það er því engin tilviljun að ferðalagið vakti athygli mína með jákvæða ásýnd og velmegun miðað við annað sem ég hef séð hér í landi.
Oft kemur upp í hugann, eftir góðan morgunverð við að lesa dagblöðin, er á hversu lágu plani efnahagsumræðan oft er. Þar eru Vinstri Grænir gerðir góðir og þó víðar væri leitað. Sem dæmi var haft eftir forystumanni stjórnarandstöðunnar, UNP, að ástæða erfiðleika í efnahagsmálum væri ,,kostnaður" ríkisins við innflutning á alls kyns óþarfa, eins og eplum og appelsínum. Nær væri að rækta þetta innanlands og ,,ríkið" gæti þannig sparað peningana sem færu í þennan óþarfa og notað í annað. Þessir menn gera landbúnaðarpólitík Íslendinga góða.
Annað sem ég rakst á þar sem haft er eftir þingmanni sama flokks að ríkið hefði ,,tapað" 106 milljarði rupees í fyrra, og 71 milljarði á þessu ári vegna gengislækkunar gjaldmiðilsins gagnvart dollar. Þetta er náttúrulega stórmerkileg hagfræði og minnir mig á annað sem ég rakst nýlega á í samræðum við vel gefið og menntað fólk hér í bæ. Þau töldu að verðgildi gjaldmiðils réði algerlega verðlagi í viðkomandi landi. Samkvæmt því væri allt tíu sinnum dýrara á Íslandi en í Danmörku. Öll svona rök gera mann orðlausan. Reyndar er ekkert óeðlilegt við að venjulegt fólk skilji ekki hagfræði, enda um ólíkinda tól að ræða. En þá kröfu verður að gera til þingmanna að þeir skilji grundvallar atriði hagkerfisins, alla vega áður en þeir láta hafa eftir sér á forsíðum dagblaða. Málið er að bæði dæmin sem nefnd voru hér að framan voru tekin af forsíðu Financial Times hér á Sri Lanka.
Á Rótarý fundinum voru borðfélagar mínir að spyrja um Ísland og hverju við lifðum á. Snúið að svara því þar sem við lifðum á sjávarútveg en nú væri fjármálaþjónusta mikilvægust. Þeir töldu að sjálfsögðu að við hlytum þá að vera í einhverju ólöglegu. Ekki væri hægt að græða á fjármálaþjónustu nema stunda einhverja glæpi. Það ríkir töluverð svarsýni meðal þjóðarinnar.
Það er gott að vera Íslendingur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:36 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.