18.9.2007 | 11:59
Í fiskimannaþorpi
Í dag fórum við félagarnir norður í land til að afhenda löndunarstöð, sem Íslendingar hafa byggt, með formlegum hætti til fiskimannasamfélagsins í Kandakuliya. Íslendingar hafa byggt ellefu byggingar á átta stöðum til að styrkja fiskimannasamfélög á Sri Lanka. Byggingarnar hafa verið afhentar samvinnufélögum fiskimanna til afnota, en þær þjóna margskonar tilgangi. Meðal annars er aðstaða til lagfæringar á veiðifærum, hreinlætisaðstaða (oft sú eina boðlega í þorpinu), fundarstaður, geymsla fyrir utanborðsmótora og skrifstofa fyrir samvinnufélagið.
Í dag var sú ánægjulega undantekning að húsnæðið í Kandaluliya var afhent nýstofnuðu kvenfélagi þorpsins. Í þorpinu eru tvö samvinnufélög fiskimanna sem barist hafa á banaspjótum og gátu ekki komið sér saman um rekstur löndunarstöðvarinnar. Höggvið var á hnútinn með sameiginlegu kvenfélagi þorpsins, sem tók forlega við rekstri hússins í dag. Stjórn félagsins bauð okkur upp á hressingu eftir mikil hátíðarhöld, og voru konurnar spenntar fyrir þeim möguleikum sem húsið gæti fært þeim. Þær ætla að nota hluta þess undir barnaheimili sem gerir þeim kleift að koma börnum sínum í pössun og geta þá aðstoðað menn sina við útgerðina. Þær geta til dæmis unnið við lagfæringar á netum eins ofið reipi úr kókós sem notuð eru í veiðarfæri. Kvenfélagið hugðist einnig koma sér upp bókasafni í húsinu til að bæta aðgengi að þekkingu í samfélaginu.
Það var mikið af konum þarna í dag og ólíkt því sem ég hafði séð á myndum af fyrri afhendingum á löndunarstöðvum, höfðu þær sig mikið í frammi. Áður sá maður karlmennina fremst en konur og börn í bakgrunninum utan við bygginguna. Nú voru þær komnar alla leið í míkrófóninn til að halda ræður. Ísland var nefnt í hverri setningu, reyndar var það eina sem ég skildi þar sem allt fór fram á Shinalee.
Sjómenn á þessum slóðum róa á litlum trefjaplastbátum með utanborðsmótor. Flestir róa með net og leggja á sjóinn seinnipart dags og landa aflanum í dagrenningu. Í sumum löndunarstöðvunum sem við höfum afhent er uppboðsmarkaður við hliðina, þar sem fiskurinn er seldur fiskihöndlurum sem síðar koma þeim áfram á markað, oftast í boxi aftan á mótorhjóli.
Það vakti athygli okkar hversu mikið var af vel byggðum fallegum húsum á þessum slóðum. Íbúar svæðisins eru að miklu leyti kaþólskir og sækja margir þeirra vinnu til Ítalíu. Þar vinna þeir margvísleg þjónustustörf og senda nánast alla hýruna heim til ættingjanna. Þetta dugar til að byggja myndarlegt hús og koma sér vel fyrir að öðru leiti. Þetta á að sjálfsögðu ekki við um fiskimennina sem eru með lægst launuðustu stéttum landsins, kunna ekki ensku og hafa enga möguleika á vinnu erlendis.
Á heimleiðinni, um fjögurra tíma akstur hvora leið, komum við í tveimur löndunarstöðvum sem við höfum byggt. Önnur var afhent í apríl s.l. og hin verður afhent við hátíðlega athöfn á næstunni. Við erum bjartsýnir á að þessi grunnstofnun fyrir sjávarþorpin bæti lífsgæði íbúana og auki möguleika þeirra til að byggja upp betra samfélag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:28 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að sjá þetta, Gunnar. Hvernig er það svo með veiðina, er hún einhver af viti fyrir þessa aðila, eða eru stærri bátar utan að búnir að ofveiða upp í fjörusteina? Í einu af fyrstu bloggunum sagðir þú:
„Allt bendir til þess að flestir fiskistofnar séu ofveiddir, hvort sem litið er til strandveiða eða úthafsveiða. Hinsvegar er aukin þekking innan greinarinnar og betri stjórnsýsla alltaf til bóta og leiðir af sér einhverskonar stjórn á ástandi sem er stjórnlaust og dregur úr sóun.“
Ef strandveiðin er mjög lítil vegna ofveiði stríðsástands, er þá eitthvað af viti sem veiðist og hægt er að skrá, eða er það kannski bara í soðið í smá sjálfsþurftarbúskap?
Hafðu það gott, þótt Stína sé komin heim upp á klaka.
Ívar Pálsson, 18.9.2007 kl. 18:06
Sæll Ívar. Allt bendir til þess að ofveiði sé stunduð hér, bæði hjá dagróðrarbátum og eins hjá fjöldagabátum. Við eru ekki að hjálpa þeim að veiða meira en erum þó með verkefni til að stytta túra hjá túnfiskbátum.
Aðeins 25% af afla Sri Lanka er staðbundnir botnfiskastofnar. Restin eru flökkustofnar og fangaklípan í algleymingi. Engum dettur í hug að minka veið því næsti aðili mun bara veiða fiskinn. En eitt af okkar verkefnum hér er að telja bátana, halda bátaskrá og byrja svo að skrá aflann. Það er grunnurinn en síðan þurfa þeir einhverskonar kvótakerfi, sem er grunnurinn að því að gera veiðarnar arðbærar.
Gunnar Þórðarson, 19.9.2007 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.