16.9.2007 | 15:56
Skál fyrir Skotlandi
Við hjónin skruppum til Nuwara Eliya yfir helgina. Litla England eins og það hefur verið kallað, hjarta teræktar á Sri Lanka og þó víðar væri leitað. Við dvöldum tvær nætur á St. Andrews, 117 ára gömlu hóteli sem byggt er í skoskum nýlendustíl. Við létum ekkert minna en svítuna duga með allar máltíðir innifaldar.
Á leiðinni upp eftir stoppuðum við í Kandy, sem er fyrrum höfuðborg landsins, og er hjarta Búddismans í heiminum. Þar er tönnin úr Budda er geymd, sem er það eina áþreifanlega sem til er af þessum mikla heimspekingi, en henni var bjargað af prins rétt áður en bálför hans fór fram. Við fórum í musterið þar sem tönnin er geymd, og þurftum að berja frá okkur leiðsögumenn sem vildu sýna okkur musterið. Það verður að segjast eins og er að ágengni innfæddra á ferðamannastöðum hér er óþolandi og beita þarf hörðu til að losna við þá.
Þegar við komum upp úr regnskóginum, í um 1500 metra hæð, tóku við fögur engi og hæðir sem minna óneitanlega á England. Á leiðinni upp er farið í gegnum múslima byggðir og moskur á hverju strái. Þegar ofar dregur er ekið um byggðir þar sem Tamílar eru í meirihluta, en þeir eru Hindúar.
Þegar Bretar hófu terækt í Nuwara Eliya fluttu þeir inn Tamíla frá Indlandi þar sem illa gekk að nota innfædda til vinnu. Þeir hafa ílents þarna og eiga ekkert sameiginlegt við þá Tamíla sem kenndir eru við Tígra og búa á norðurhluta eyjarinnar og halda úti hernaði við stjórnvöld.
Við komum við í teverksmiðju og fengum að skoða hana undir leiðsögn starfsmanns. Fyrst sýndi hún okkur runna fyrir utan og útskýrði fyrir okkur hvernig nokkur blöð á dag eru tekin af hvert sinn. Aðeins blöð með réttum blæ eru tínd og alls ekki öll á sama tíma. Þannig verður þessi vinna seint vélvædd, en Tamílakonurnar sem sjá um tínsluna eru með lægst launuðustu stéttum landsins. Á innan við sólarhring eru laufblöðum terunnans breytt í ýmsar gerðir af te. Allt eftir smekk og tísku á hverjum stað og tíma, en hvert tefyrirtæki á sína platekru með sína verksmiðju. Við fengum að smakka afurðina hjá Mackwoods Estate á tehúsi handan við götuna frá verksmiðjunni.
Mér varð hugsað til þess þegar ég sá hýbýli fólksins sem vinnur við tetínslu og í verksmiðjunni, hvað hugtakið auðhyggja (kapítalismi) stendur fyrir. Þetta úthrópaða orð sem notað hefur verið sem ímynd um mannvonsku og græðgi, er mjög svo misskilin. Málið er að breytingin sem varð á högum almennings við auðhyggju var ótrúleg. Fyrir þann tíma var almenningur algerlega undir yfirstéttinni kominn og hafði enga möguleika nema þjóna þeim til að fá að borða. Konungar tóku vald sitt frá guði og tryggðu undirgefni með því að halda almúganum við hungurmörk. Auðhyggjan snérist um að almúginn gat þénað meira en til nauðþurftar og gat lagt fyrir til seinni tíma. Búið afkomendur undir lífið og tryggt eigið öryggi í ellinni. Þetta fólk á platnekrum Nuwara Eliya á enga möguleika á slíku, það kemst hreinlega aldrei lengra en að uppfylla frumþarfirnar, það er múlbundið í viðjum fátæktar og hefur ekki notið lystisemda auðhyggjunnar, eins og Íslendingar hafa gert í ríkum mæli undanfarna áratugi. Auðhyggja hefur aldrei snúist um að nota vinnuafl til að auðgast á því eins og svo oft er haldið fram. Heldur að almenningur geti þénað meira en til nauðþurftar og byggi þannig upp vaxandi hagkerfi, öllum til góðs.
Hótelið var ótrúlega flott og hafði þennan gamla djúpa karakter. Stundum fannst manni þjónarnir vera fleiri en viðskiptavinirnir og allt viðmót starfsmanna var til fyrirmyndar. En það sem mestu máli skipti var að í rúmlega tvö þúsund metra hæð yfir sjávarmáli var hitastigið fyrir neðan 20 gráður á Celsíus. Rok og rigning daginn út og inn og notalegt að finna hitaflöskuna sem þjónustufólkið setti í rekkjuna á kvöldin til að halda á okkur hita inn í draumalandið. Ég skildi loksins þjóðverjana sem elska Ísland, þrátt fyrir rigningu og rok. Þetta var hreinlega dásamlegt. Það eina sem vantaði upp á þegar ég sat í djúpum hægindastól eftir heitt bað með viskí glas í hendi, var að reykja pípu. Við vorum komin á skosku hálöndin, í rok og rigningu og skotinn Adam Smith og kenningar hans leituðu á hugann.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.9.2007 kl. 11:55 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.