13.9.2007 | 13:32
Á skjálftavaktinni
Ráðstefnan sem ég sótti í dag í NARA hét ,,Workshop on the Ocean Observation Center at NARA and its Contributions Towards Ocean Research and Environmental Security". Hún var haldin í tilefni opnunar nýrrar deildar hjá stofnunni, sem heitir snarað yfir á ylhýra málið okkar, vöktunarstöð sjávarins. Stofnunin fylgist með jarðskjálftum í Indlandshafi, stormum, skýstrókum ásamt hugsanlegum meiriháttar mengunarslysum. Markmiðið er að lágmarka tjón af náttúrhamförum með upplýsingaöflun og gefa út viðvaranir. Það er því merkileg tilviljun að jarðskjálftar hristu Indónesíu í gær og dag og setti reyndar ráðstefnuna á annan endann.
Háverðugur sjávarútvegsráðherra átti að ávarpa samkunduna klukkan hálf tíu í morgun en var kallaður á neyðarfund hjá forsetanum vegna atburða síðasta hálfan sólarhringinn. En skyndilega komu boð um að ráðherra myndi mæta og ákveðið að bíða með prógrammið á meðan. Við fengum að horfa á skemmtilega bíómynd með Al Gore í aðalhlutverki á meðan við biðum. Fyrir framan okkur hafði neyðarstöðin verið sett upp til að sýna ráðstefnugestum herlegheitin, fjórar tölvur með alls kyns línuritum og súlum. Allt í einu hvað við viðvörunarhljóð og rautt ljós blikkaði. Það hafði orðið jarðskjálfti útaf Indónesíu upp á 7.8 á Rikter. Reyndar fór neyðarbúnaður af stað tvisvar eftir þetta, áður en dagurinn var allur, en hann lætur vita af öllum jarðskjálftum sem eru 6 eða meira á Rikter skala.
Nú var ráðherra mættur og byrjaði á að heilsa Árna með virktum og tók hann síðan með sér til sætis við háborðið. Þar voru þeir í góðum félagsskap með ráðuneytisstjóranum og stjórnarformanni NARA. Ráðherrann hélt langa langa ræðu á Singalee. Það eina sem ég skildi var að hann nefndi Árna reglulega þannig að Íslendingar eru honum ofarlega í huga. Reyndar snúa öll okkar þróunarverkefni hjá ICEIDA að sjávarútveg og við erum þeir einu sem sinnum þeim málaflokki á Sri Lanka. Það kom því ekki á óvart að við vorum einu útlendingarnir á ráðstefnunni og óhætt að segja að einkar gott samband hefur myndast milli Íslendinga og Sri Lankana á þessu sviði.
Mikil umræða hefur verið um viðvörun sem gefin var út í gærkvöldi með rýmingu á landsvæðum á suður odda landsins. Á blaðamannafundi eftir ávarp ráðherra þar sem hann ásamt forsvarsmönnum NARA sátu fyrir svörum var talað um úlfur úlfur viðbrögðum hjá fólki. Ráðherra og stjórnendur NARA vörðust þó og töldu betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. Betra væri að gefa óþarfa viðvörun en skella skolleyrum við hættu sem gæti valdið óskaplegu tjóni. Ef viðvörunarkerfi og áætlun hefði verið til í desember 2004 hefði manntjón orðið verulega minna en raunin varð.
Eftir hádegið var tæknilegur hluti ráðstefnunnar og gaman að sjá hvernig vísindamenn stofnunarinnar afla gagna sem breyta má í upplýsingar sem síðar verða að þekkingu. Gervihnattaverkefnið okkar bar margoft á góma, enda félagar mínir Raul og Rajapaksa innstu koppar í búri á ráðstefnunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.