12.9.2007 | 14:09
Skjálfti í vinnunni....
Það var viðburðaríkur dagur í vinnunni í dag. Reyndar hafði ég tíma fyrir hádegisverði með eiginkonunni þar sem sushi nigiri varð fyrir valinu hjá mér. Þrátt fyrir að hafa sett upp heila verksmiðju með Ívari vini mínum til að framleiða þennan góða mat í tuga tonna tali er þessi japanski matur alltaf mitt uppáhald.
Eftir hádegi opnuðum við hjá ICEIDA tilboð í átta löndunarstöðvar sem við munum byggja í Ampara. Það var fjöldinn allur af verktökum viðstaddir og varð að hleypa þeim inn í fundarherbergið í hollum. Ampara er á austur ströndinni og farið að nálgast átakasvæði í stríðinu við Tamila. Næst opnum við tilboð í sex stöðvar í Battilacoa, og þar erum við komin á landsvæði sem stjórnarherinn náði valdi yfir fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á uppbyggingu á þessum svæðum til að koma daglegu lífi í réttar skorðu og minka þannig líkur á meðaumkun með Tamilum, en þeir eru margir á þessu landsvæði. Þessu framlagi Íslendinga er því fagnað. Ég mun segja betur frá þessu löndunarstöðva verkefni seinna en í dag var formlega verið að hefja Gervihnattaverkefnið.
Ég hef áður sagt frá því verkefni sem er á minni ábyrgð gagnvart ICEIDA og gengur út á að sækja gögn í gegnum gervihnetti og búa til upplýsingar til að spá fyrir um staðsetningu flökkufiska eins og túnfisks. Þó vinna við verkefnið sé þegar hafin var það formlega sett af stað í sjávarútvegsráðuneyti Sri Lanka í dag.
Fyrst var fundur yfirstjórnar verkefnisins sem setti mig ásamt tveimur haffræðingum frá NARA (Hafró Sri Lanka), sem tæknilega stjórnendur verkefnisins. Við það tækifæri var ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins viðstaddur ásamt stjórnarformanni NARA og tækninefndinni.
Seinna var fundur með sjávarútvegsráðherranum, ráðuneytisstjóranum, stjórnarformanni Nara ásamt okkur Árna. Íslendingum var mikið hrósað fyrir framlag okkar til sjávarútvegs á Sri Lanka og las ráðherrann upp þrjár síður af lofrullu og tæknilegri lýsingu á verkefninu. Ráðherrann var frekar lágróma og þurfti að leggja sig allan fram um að ná því sem hann las upp. Í sófanum sem við höfðum setið áður var hópur fólks kominn og fylgdi því töluvert skvaldur. Seinna frétti ég að þetta væru ráðgjafar ráðherrans og biðu eftir að ná á hann, enda átti ríkisstjórnarfundur að hefjast innan stundar.
Mér varð nú hugsað til vinar míns Einar Kristins og hvort ekki væri rétt að hann drifi sig í heimsókn til Sri Lanka og hitti fyrir starfsbróður sinn sem virðist vera nokkuð ánægður með samskiptin við Íslendinga. Það er gaman að segja frá því að núverandi forseti (hér er franska kerfið í gangi) var áður sjávarútvegsráðherra og kom tvisvar til Íslands sem slíkur.
Fundurinn var varla búinn þegar boð byrjuðu að streyma inn um öflugan jarðskjálfta út af Indónesíu. Við vorum innan um réttu mennina þar sem upplýsingar um jarðskjálfta og flóðöldur eru mótteknar hjá NARA, sem síðan kemur þeim til stofnunnar sem dreifir þeim til almennings. Stjórnarformaðurinn var því ágæt uppspretta upplýsinga, en eiginkona mín hafði hringt með áhyggjur þar sem fréttin var komin á BBC. Ég gat því róað hana með öruggar fréttir af því sem væri að gerast.
Allt í einu bankaði ráðherrann í öxlina á mér með gsm síma í hendinni, með þær fréttir að skjálftinn hefði verið enn stærri en í fyrstu var talið, eða 8,2 á Ricter. Í nokkur augnablik voru menn áhyggjufullir og fylgdust með atburðum í sjónvarpi en sem betur fór reyndist engin hætta á flóðbylgju. Við félagarnir urðum ráðherranum samferða fram á gang og reyndar í lyftunni niður á jarðhæð í ráðuneytinu.
En framundan er spennandi verkefni að vinna að með ágætum vísindamönnum. Annar þeirra er Sinhalee og trúir á Budda en hinn er Tamili og er hindúi. Á morgun verð ég allan daginn í höfuðstöðvum NARA á ráðstefnum um haffræði, en þar sem verkefnið okkar tengist þeirri grein er reiknað með að ég sýni áhuga og sitji allan daginn og meðtaki fróðleik um hafstrauma, sjávarhita og þörunga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:05 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Annar venjulegur dagur hjá Gunnari: Sushi í hádeginu, opnuð tilboð í löndunarstöðvar á átakasvæðum, ráðuneystisstjórafundur og hugsanleg flóðbylgja frá Indónesíu (frá líkum stað og síðast) í gangi.
Grínlaust þá er mjög áhugavert að fá að fylgjast svona vel með. Gangi þér vel að læra haffræði. Fáðu Stínu til að koma til þín og vera áfram (úps nú skammar Hafdís mig!)
Ívar Pálsson, 12.9.2007 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.