9.9.2007 | 11:07
Fjör á sunnudegi
Við Stína byrjuðum þennan sunnudag á morgunverði í boði Surie, vinkonu Aury. Á borðum voru hoppers sem er Sri Lankan speciality, sem búið er til úr hrísgrjónum.
Á leiðinni til þeirra sáum við krókódíla syndandi um síkin, en þau búa í vatnsmýrinni í Colombo. Það var létt yfir þessum félagsskap og engin varkárni eða varnarmúrar á milli okkar og fjölskyldunnar. Benny er eiginmaðurinn og þau eiga son og dóttir sem snæddu með okkur. Brandar fuku og engin menningar vandræði í þessum félagsskap. Við erum bara hluti af fjölskyldunni og þá ríkir algert traust.
Við Stína fórum síðan á Hotel Mount Laviania sem áður hefur verið sagt frá á þessari síðu, og er glæsilegt strandhótel sem áður hýsti landstjóra Breta hér í landi. Hann átti ástkonu sem var af Portúgölsku bergi brotin og hét Lavinia.
Staðir eins og Mount Lavinia eru ekki til á hefðbundnum ferðamannastöðum Íslendinga, eins og á Spáni eða Ítalíu. Glæsileiki og ótrúlega ljúf þjónusta einkennir þennan fyrrverandi landstjórabústað.
Við vorum varla sest og búin að panta okkur kaldan bjór þegar stormur skall á. Allt lauslegt fauk yfir sundlaugina og staðurinn var í hers höndum. Rafmagnið fór af í miðju lagi, Körukvæði, og kom á óvart að hljómsveitin kynni svona tippikal ,,Íslenskt" lag. En þetta jók bara á upplifunina og við ákváðum að kíkja á ströndina, þrátt fyrir storminn.
Við settumst inn á Seafood Cove sem áður hefur verið sagt frá og birtar myndir af dásamlegu sjávarfangi sem boðið er upp á hvert kvöld vikunnar. Í þetta sinn létum við disk af djúpsteiktum rækjum með bjór duga. Staðurinn er strandbar undir suðurhlíð hótelsins og öldurnar gengu nærri því inna á gólfið hjá okkur. Við vorum einu gestirnir að þessu sinni, enda ekki allir sem hafa gaman af óveðri á strönd, eins og við. Ég tel mig mjög glöggan á veður, gamall togarajaxl, og ákvað að þetta væru átta vindstig á Bufourd skala. Ég hef ekki enn lært inn á þessa metra á sekúndu og læt aðra eftir að reikna það út. Þakið á matsölustaðnum er ofið úr pálmablöðum og þrátt fyrir helli rigningu var þurrt og notalegt inni. Veggirnir eru bambusmottur og virkuðu sem góð vörn gegn óveðrinu.
Í kvöld bjóðum við þeim félögum, Ronny og Dan, út í kvöldverð þannig að nóg er að gera hér við miðbaug jarðar. Reyndar minnir veðrið á Hornstrandir, fyrir utan hitastigið, S.V. súldar fýla.
Ég hef verið að hugsa um Búddismann og þá kenningu að með góðri hegðun í þessu lífi auki maður líkurnar á því að njóta þess næsta. Tuddist maður í gegnum lífið endar maður sem hundur eða padda. Með endurtekinni góðri hegðun tekur við betra og betra líf þar til maður nær Nirvana, sem er fullkomleikinn.
Ég er farin að halda að ég hafi náð því þó langt sé frá því að ég hafi áunnið mér það með góðri hegðun. Nema það hafi verið á stigum fyrri lífa.
En ég ætla að njóta þess þó ég eigi það ekki skilið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:59 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 286679
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Annar venjulegur dagur hjá þér: Krókódílar, borðað á landstjórasetri, söngur, hitabeltisstormur, strandbar, Búddaheimspeki. Aumingja þú!
Veðurstofa Íslands er með skýringar á vindstigsmælingum á vefnum sínum. Þetta voru því 19 m/sek. Skútuharkarinn Gunnar frá Ermasundi hefur eflaust rétt fyrir sér með vindstigið, þótt deila megi um framhaldslíf. Eða er minn loks farinn að trúa?
Ívar Pálsson, 10.9.2007 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.