4.9.2007 | 13:33
Einn dagur á Sri Lanka
Ég hef fengið ábendingar um að skrifa meira um hvað ég sé að gera hér á Sri Lanka, og þá sérstaklega í vinnunni. Svo það er best að lýsa einum dæmigerðum sólarhring í mínu lifi hér.
Í gærkvöldi hitti ég tvo félaga úr friðaðgæsluliðinu á Sri Lanka. Starfandi yfirmann (Actin Head of Mission) og talsmann (Press and Information Officer) fyrir SLMM (Sri Lanka Monitoring Mission) Við borðuðum saman á Mango Tree, Indveskum matsölustað hér rétt hjá. Ég reyndar labbaði mig til fundar við þá, enda aðeins um 15 mínútna gangur. Þó götulýsingin sé ekki merkileg hér er maður öruggur með sig í skuggalegum götunum, enda hermaður á 30 metra fresti. Maturinn var frábær en þetta er einn af betri matsölustöðum bæjarins.
Ég var kominn heim rúmlega tíu og náði fréttunum á BBC kl. hálf ellefu. Síðan var að láta sig líða inn í draumalandið enda dagurinn er tekin snemma. Ég vaknaði fyrir hálf sjö og náði þá aftur fréttunum sem byrja alltaf á hálfa tímanaum. (það munar fjórum og hálfum tíma á Englandi og Sri Lanka)
Klukkan korter í sjö var ráðskonan mætt til að útbúa morgunmatinn. Hún kemur ávallt færandi hendi með dagblaðið með sér, Daily Mirror, og ég næ að lesa forsíðuna áður en morgunmaturinn er tilbúinn. Það er mikið af ávöxtum á borðum og einnig egg og jógúrt. Hér er drukkið te þannig að ég klára að lesa blaðið yfir tebollanum áður en haldið er af stað í vinnuna.
Kumara bíður með bílhurðina opna rétt fyrir hálf átta. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að aka í vinnuna svona snemma, enda traffíkin ekki byrjuð. Klukkan er rétt rúmlega hálf átta þegar ég kem niður í sendiráð þar sem vinnustaðurinn er.
Það var stafsmannafundur klukkan níu og síðan undirbúningur fyrir fund með Dr. Ranjith, yfirmann gæðaeftirlits NARA, head of Post harvesting division. Sá fundur var klukkan þrjú þannig að góður tími gafst til að borða hádegismat í Swimming Club. Ég fékk reyndar hringingu frá ritara klúbbsins um að umsókn mín um inngöngu hefði fengið jákvæða umfjöllun. Nú get ég sótt formlega um en fyrsta sían snýst um að samþykkja mig sem umsækjanda. Forseti klúbbsins mun skoða umsókn mína og síðan verður stjórnarfundur í klúbbnum til að taka ákvörðun. Inngöngugjaldið er 1500 dollarar en þangað til að það verður er ég háður einhverjum klúbbfélaga til að bjóða mér.
Klukkan er langt gengin í fimm þegar fundi með Ranjith lýkur og þá er ýmislegt uppsóp eftir og nokkur símtöl við Ísland. Vegna tímamismunar er ekkert samband heim fyrr en eftir hádegi að okkar tíma. Við Ranjith vorum meðal annars að skipuleggja þjálfunarferð tveggja sérfræðinga NARA til Íslands. Íslenskir ráðgjafar koma að málinu þannig að nauðsynlegt er að láta alla hluti ganga upp og skipuleggja málið vel.
Ég var kominn heim rúmlega hálf sex og tími fyrir sundsprett á annarri hæðinni áður en sest er við tölvuna til að blogga. Í fyrramálið leggjum við Kumara af stað klukkan fimm til að sækja eiginkonuna á flugvöllinn, en hún er að koma í tveggja vikna heimsókn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fróðlegt, Gunnar. Ekki er óreglan að ganga frá þér!
Ívar Pálsson, 4.9.2007 kl. 17:49
Ekki spilla mömmu of mikið þarna úti. Við viljum helst fá hana heim aftur. Það er hrikaleg tilhugsun að fá ekki ljúfenga sunnudagsmáltið a la mamma næstu tvo sunnudaga. En við reynum að þrauka:)
Hafdís Gunnarsdóttir, 5.9.2007 kl. 13:46
Gaman að lesa þetta Gunnar minn. Stattu þig strákur.
Kv.Gaui.Þ
Guðjón Már Þorsteinsson, 6.9.2007 kl. 17:08
Bíddu, eru þið ekki alveg örugglega á lífi? Ég hef ekkert heyrt af ykkur í 5 daga.
Meira blogg!
Hafdís Gunnarsdóttir, 8.9.2007 kl. 08:05
Jú jú Hafdís mín. Það er bara svo mikið að gera að sýna mömmu allt hér í Colombo. Við höfum það fínt.
Gunnar Þórðarson, 8.9.2007 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.