28.8.2007 | 04:57
Gerfihnattaverkefni
Stórt verkefni sem er í burðarliðnum og verður á minni ábyrgð, mætti kalla á Íslensku ,,Þróun á fiskspákerfi byggð á upplýsingum frá gervihnöttum" Þetta er flókið verkefni þar sem margir sérfræðingar munu koma að en verður vistað í NARA, hafrannsóknarstofnun Sri Lanka.
Íslendingar eru engir sérfræðingar í að nýta gervihnetti til slíkra hluta og verður því leitað til háskóla og stofnana víða í Asíu. Gervihnattagögnin koma frá Tælandi og þekking meðal annars frá háskólum í Japan, Ástralíu og Sri Lanka.
Sérfræðingar í tækninefnd, þar sem ég mun sitja, verða meðal annars haffræðingur á gervihnattasviði, fiskihaffræðingur og GIS sérfræðingur (Geographic Information System)
Verkefnið gengur út á að byggja upp innviði, mannauð og aðferðafræði til að nota upplýsingar frá gervihnöttum til að spá um hegðun flökkufiska í Indlandshafi. Japanir standa framalega á þessu sviði og leiðbeina úthafsveiðibátum til að finna flökkufiska eins og Túnfisk og Marlin.
Hvers vegna ættu Íslendingar að koma að slíku verkefni ef haft er í huga að flestar þessar tegundir eru ofveiddar í dag. Ástæðan er sú að úthafsbátar Sri Lanka eyða allt að sex vikum í hvern túr, þar sem meirihluti tímans fer í að leita að fiskinum. Það skal haft í huga að þeir eru ekki með frystilestar og ísa aflann, og hann verður verðlítill ef hann er ekki mjög ferskur við löndun. Dýrasti hluti þessa afla lendir á borðum sælkera, t.d. á sushi eða sem sashimi í Japan eða Evrópu. Það er því mjög mikilvægt að stytta túra þessara báta, og leitartímann, en sjálf veiðin er u.þ.b. tveir til þrír dagar. Hugmyndin er sem sagt ekki að auka veiði heldur að bæta framleiðni, minka sóun og auka tekjur sjómanna sem stunda veiðarnar. Það má kannski líkja þessu við loðnuleit á Íslandi, en það er einmitt aðferð til að minka kostnað heildarinnar við að finna veiðistaðinn og auka framleiðni greinarinnar.
Þróunarsamvinnustofnun Íslands horfir fyrst og fremst á þróunarmarkmið verkefna en þau eru helst í þessu verkefni:
Að auka framleiðni í úthafsveiðum Sri Lanka og stytta leitartíma og bæta gæði þess afla sem landað er. Að byggja upp getu (mannauð, tækni og fiskiðnaðinn) til að nota gervihnattagögn til að áætla hegðun og staðsetningu flökkufiska í Indlandshafi.
Vísindaframlag verkefnisins er að auka þekkingu á ferðum flökkufiska í kringum Sri Lanka og eins þekkingu á hafsstraumum, hitastigi og þörungagróðri og viðbrögðum vistkerfisins við áhrifum monsoon á hafsvæðinu kringum eyjuna.
Ég hef sjálfur fylgst með þegar þessi gögn eru tekin niður og breytt í upplýsingar. Nákvæmt kort kemur upp af Indlandshafi með öllum straumum, hitastigi og þörungagróðri.
Eitt vandamál við hitabeltið er raki og skýjamyndun á ákveðnum tímum monsoon. Núna er t.d. vestur monsoon á Indlandshafi með miklum raka og oftar en ekki skýjaflákum. En upplýsingarnar eru teknar oft frá gervihnettinum og síðan raðað saman á eftir. Þannig hafa skýin færst til og góð mynd fæst af hafsvæðinu og nákvæmar upplýsingar um hafstrauma, hitastig, sjávarhæð og þörungagróður koma fram. Þar sem uppstreymi er á sjó frá botni upp á yfirborð má merkja hitabreytingu og þar byrjar að myndast líf, t.d. þörungar sem eru fyrstir í fæðukeðjunni. Venjulega er yfirborðið lífvana en allt morar niður við botninn. Færsla af sjó þaðan og upp breytir myndinni og eitt leiðir að öðru þar til komið er að ýmsum smáfiskum sem sækja í líflegan stað og þangað sækir m.a. túnfiskurinn í leit að æti.
Ef allt gengur að óskum mun kerfið verða tilbúið á næsta ári til að afla upplýsinga og miðla þeim til fiskimanna. Upplýsinga sem gætu sagt til um hvar fiskurinn heldur sig og þannig stytt leitartímann verulega. Í framhaldi verður gerð rannsókn á því meðal 500 báta hvort upplýsingagjöfin hafi áhrif á veiðar.
Burtséð frá beinum hagkvæmum niðurstöðum úr þessu verkefni þá mun það skila þekkingu á hafsvæðinu í kringum Sri Lanka og byggja upp vísindastarf í sjávarútvegi. Betri skilning á haffræðilegum og líffræðilegum þáttum sem snúast um nýtingu auðlinda hafsins.
Og þá er betra af stað farið en heima setið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:36 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.